Sep 5, 2006

Helgin

Áttum öll viðburðarríka helgi, Kort fjölskyldan, leigjandinn, Michael Scofield (verkfræðingurinn sem á flótta sínum heiðraði okkur með nærveru sinni) og samfangi hans Ole. Framkvæmt var eftirfarandi af öllum eða hluta hópsins: Curren´s diner, MOA (Mall of amerika), chill, skokk, kveðjustund, andasæringar, andleg reynsla 2X2, When Harry met Sally, Kaþólskmessa (rauðvíns sull+ 1 sakrament), chill, state fair, chill- kveðjustund.

Fair state hátíðin var flott og áhugaverð matarhátíð- hættuför leigjandans og geð-kortsins stóð þar uppúr -- skoðið og hlustið vel á geðöskrin.....gæjinn með legið er ekkert að grínast með hjúkkuópin.


Allt tekur enda-- endir á góðri helgi var þegar gestirnir góðu voru kvaddir með tárum á leið sinni til Íslands. Kort familyan þakkar premier gestunum vel fyrir seinustu 2 vikur. Þið voruð flott, takk fyrir félagsskapinn, andlegar reynslur, stuffið sem þið gleymduð og við höfum eignað okkur og dýrindis máltíðirnar sem þið stóðuð að, sjáumst svo í desember þegar allt er orðið gott.
Með þessum gestum er búið að setja ákveðinn standard eða reglur sem við ætlumst til að verðandi gestir standi undir:
nr.1 Góðir við Kortin
nr.2 Þrifalegir
nr.3 Góðir og virkir kokkar
nr.4 Góðar og rúmar þvagblöðrur
nr.5 Andlega heilbrigðir
nr.6 Ótrúlega skemmtilegir
nr.7 Ratvísir
nr.8 Nytsamleg tölvukunnátta
Við áskiljum okkur rétt til að bæta við reglum þegar við viljum.
Næsti gestur sem staðfest hefur komu sína er Draumurinn a.k.a húsdýrið eða trúlausi minnihlutahópsgaurinn. Gaurinn er væntanlegur 7 október……. Við bíðum spennt----

p.s. myndaalbúmin eru komin. Skoðið hægra megin á síðunni undir Myndir

12 comments:

Anonymous said...

Sæl veriði elsku Kortarar!
Þetta myndband er bara klassíker! Alveg ógleymanleg þessi feminin-óp í Geð-Kortinu - alveg einstakt!
Ég sé að maður þarf virkilega að taka ýmislegt í gegn áður en farið verður í visit til US and A. T.d. þvagblöðruæfingar og tilheyrandi - bara hressandi.
Eins og ævinlega bara frábært að lesa bloggið ykkar elskurnar mínar :)

Anonymous said...

Med de regler gør i det jo helt umuligt at komme:

nr.1 Góðir við Kortin
Gisli er så dum og grim at jeg må slå ham 2-3 gange om dagen, ellers får jeg det fysisk dårligt.

nr.2 Þrifalegir
Hvorfor skal jeg være det når i er nogle svin !!!

nr.3 Góðir og virkir kokkar
Ja jeg skal nok gøre jer aktive med at komme med mad til mig.

nr.4 Góðar og rúmar þvagblöðrur
Den er kun blevet mindre efter jeg stoppede med at drikke.

nr.5 Andlega heilbrigðir
Define ???!!

nr.6 Ótrúlega skemmtilegir
Jeg skal nok fortælle Björn den om sømanden og luderen som kunne fløjte og sutte pik samtidig

nr.7 Ratvísir
Er det ikke øst på i bor nu ?

nr.8 Nytsamleg tölvukunnátta
Jeg kender en god internet siden med en masse venlige og søde piger på.

Ud over det så kiggede jeg på jeres billder, det var dejligt at se at Bjørnen ser sund og rask ud. Men jeg synes Gisli ser tyk ud ??!!?? har du taget en 10-20 kg på Gisli ??
Er det al den McD mad, Auga nu må du lave lidt god hjemmelavet mad til ham. Hvis hans mor finder ud af at du ikke laver ordenlig mad til ham så kommer hun sku og henter ham hjem igen. Giv ham lidt most roe og saltkød, det kan man sku ikke blive fed af. Se bare mig !!!!

Anonymous said...

já það er greinilegt að þið skemmtið ykkur vel - það bætir geðið að lesa þetta. Það sem er þó allra best við síðuna er þessi danski maður sem skrifar stundum á hana. Ef maður hefði bara vitað þetta öll árin sem maður var látinn læra þetta mál og fannst það leiðinlegt - ég mæli með að menntamálaráðherra fái Anders til að vekja áhuga nemenda á þessu vanmetna tungumáli!!!

Ally said...

Jesús hvað þetta var fyndið myndband. En Gísli, það er þróunarfræðilega afar eðlilegt að hafa hræðst. Óeðlilegt hefði verið að fíla það að láta skjóta sér eitthvað út í bláinn og sjá ekki framvindu þess að ná til jarðar. Þeir sem stunduðu það dóu sennilegast út vegna heimsku sinnar. Svo enn og aftur sannaru það fyrir mér hvað þú ert klár!! Annars er ég á geðinu núna og verður hugsað til Geðkortsins í sífellu, gaman að því.

Ally said...

Og....... þegar ég verð í Minneapolis verður bara hálfur mánuður í prófið mitt í geðlæknisfræði og þá hlýtur Geðkortið að tudora mig og ég kem gríðarlega fróð heim í prófið;)

Anonymous said...

Hey gaman að sjá myndir af geð-kortinu öskra eins og litil hrædd stelpa. Bestu kveðjur frá Binna og Beggu

Anonymous said...

Í guðanna bænum verið ekki að hvetja Anders greyið of mikið. Þessi ótrúlega duld hans að koma alltaf fram sem dani er nú í besta falli bara stórkostlega sjúkleg og ekki til þess fallinn að vekja hjá mér von um heilbrigði hans til líkama og/eða huga.
En Gísli.... Gísli, Gísli Gísli. Þeir sem ally vísar til hérna, þessir töff sem dóu kannski út, en dóu töff, tja, ég veit eiginlega bara ekki hvað ég á að segja...(sem er kraftaverk í sjálfu sér)... Hverslags fyrirmynd karlmennsku er þessi skrækjandi stelpa með síðan pung fyrir upprennandi "einn mesta köggul og töffara sem Ameríka hefur alið" son ykkar??
Ánægður samt að sjá á viðbrögðum konunnar þinnar við skrækjum þínum að það er a.m.k. einhver með macho'ið á hreinu í familíunni :)
Alvöru karlmenn bregðast einmitt svona við Auja, þeir hlægja einlæglega að þeim sem minna mega sín hehe.

En svona til að opinbera barnið í mér aðeins, mikið afskaplega sakna ég ykkar mikið :) Er orðin nánast helgistund hjá mér að setjast niður í byrjun vinnudags og lesa fréttir af Kortunum í útlandinu (eins gott fyrir ykkur að vera duglega að skrifa, þig líka Gísli!!! - augljóst að frúin er að mestu ábyrg fyrir skrifunum hérna).

Fláráður said...

ó hvað þetta var gaman -

Anonymous said...

Heyrðu! Hvernig er það með bloggmálin í US and A þessa dagana? Ég er farin að taka eftir að nú eru allt í einu farnir að líða allt upp í 5 dagar á milli! Hvað er í gangi!!!! Og ég sem kem hingað inn oft á dag og er komin með það sem kallast "BA" sem þýðir s.s. á mannamáli - BloggAddiction - syndrome!
Koma svo Kortarar!

Anonymous said...

Tek undir með Ásthildi - það þarf að uppfæra þetta oftar. Ég treysti á ykkur til að koma mér í gott skap og það vantar innspýtingu núna.

Anonymous said...

Veit ekki hvernig mér tekst að fitta inn í allar þessar reglur það er að segja með tölvukunnáttuna og stór og rúma þvagblöðru en hitt verður í lagi. Þið panntið þá bara hótelherbergi fyrir mig! Myndirnar eru flottar og þá sérstaklega af þér Björn Kort. Svo langar ömmunni að fá að sjá myndir af heimilinu og húsráðendum. Amma pönk eða amma Magga

Anonymous said...

Sumir greinilega ekki komnir yfir gelgjuna...eða eigum við að segja múturnar!!
Mamma: "oooooo æææææððiiiiii hún er með töskuna sem ég gaf henni" :D