Sep 28, 2006

The U- fróðlegt stuff

Smá fróðleikur um nýja vinnustaðinn. University of Minnesota var stofnaður 1851. 60.000 nemendur í 370 fögum. Um 600.000.000.$ í utanaðkomandi rannsóknarstyrki á ári. Tæplega 20.000 sarfsmenn í fjórum sýslum. Fyrsti gangráðurinn fundinn upp hér, einn besti AIDS kokkteillinn plús ýmislegt annað. Einn Nóbelsverðlaunahafi og einn núverandi hæstarréttardómari lærðu hér sín fög. Tæplega 4000 alþjóðlegir nemar. 750 Doktors gráður og tæplega 2000 masters gráður á ári. Næst stærsti háskóli í Bandaríkjunum. Það eru tveir campusar hér í Twin Cities, í St. Paul og Minneapolis, síðan eru campusar dreifðir um fylkið á 3 stöðum. Kallaður The U manna á milli, enda það eina merkilega í Minnesota sem byrjar á U……..
Það er gott að vera nemandi í The U. Aðstaðan frábær. Góð stemming, góð þjónusta og mikið að gerast. Enda er Minneapolis campusinn álíka stór og Akureyri (og miklu veðursælli líka+ að fólk talar ekki eins og hálvitar).
Í gegnum Minneapolis campusinn rennur svo hin stolta Mississippi. Á fallegum haustdögum má sjá róðraliðið æfa sig fyrir neðan brúnna sem skilur east og west bank hluta Minneapolis campusins að. Efri hæð brúarinnar er eingöngu ætlaður gangandi og hjólandi vegfarendum. Yfir þessa brú hjólar herra Geð-Kort á hverjum, morgni fullur af vorbjörtum fögnuði daganna. Hér eru afmarkaðir hjólastígar um allan campus og hægt að leigja sér hjólaskápa fyrir lítið verð.
Haustið er ótrúlega fallegt og ekki amalegt að rórilla sér um campusinn í aftureldíngunni. Ótakmarkaðir möguleikar alheimsins metta lofið hér og erfitt, jafnvel fyrir kaldhæðinn Íslending, að verða ekki snortinn.
Erum glöð að hafa farið út fyrir comfort zonið, allaveganna í dag, Minnesota líklega þægileg byrjun, þyrftum líklega að íhuga alla flutninga til Súdan vandlega, enn sem komið er.

8 comments:

Anonymous said...

þetta er fallegt

Anonymous said...

Ég er djúpt snortin eftir nýjustu lesninguna. Mér finnst þetta eitthvað svo óraunverulegt - þ.e. er Minneapolis raunverulega til. Lesningin var svo ljóðræn og tilfinningarík. Eiginlega engin spurning að bókaútgefendur eiga væntanlega eftir að hafa samband við "the Korts." Ég hef fulla trú á því.
Ein spurning: Hvað í andsk.... er hjólaskápur - spyr sú sem ekki veit????

Anonymous said...

Gaman að sjá hvað þetta er allt yndislegt hjá ykkur. Gleymdir reyndar að telja upp pabba minn sem merkan nemanda the U, er ekkert alltof móðgaður. Frábær síða annars, var að finna hana, og gaman að fylgjast með ykkur.

Anonymous said...

Svo er þar náttlega 40 stiga frost á veturna og hægt að veiða fisk, gegnum borholur í ísnum, í einu af þessum 10.000 vötnum. Þá verða repúblikanarnir með sína ráðstefnu, haldin á fjögura ára fresti, í MSP árið 2008

Anonymous said...

Já maður dauðskammast sín fyrir boruháskólana sem maður hefur sjálfur sótt. Af textanum að dæna veitir kortinu ekki af því að vera á slíkum stað, enda greinilega talandi skáld. Textinn er "á gullaldarmáli, skýru og þjálu. Sennilega skrifað af höfundi Njálu"

Anonymous said...

Stafsetningarvillurnar sanna bara mitt mál!

Anonymous said...

Dadi minn, vert ekki ad rifa tig nidur fyrir tetta. Tad sem skiptir mestu mali er ad vera god manneskja.

Anonymous said...

Þú getur trútt um talað - með pálmann í höndunum á toppi píramídans!! Nei, við hin erum maurar