Sep 20, 2006

Kuldi-simanúmer

Áfram heldur það!
Veðrið hérna er frekar fáránlegt, miklar sveiflur og eitthvað rugl. Í gær fór B-kortið í úlpu og frúin var í anoraknum góða ásamt hönskum á leiðinni í leikskólann. Í dag er svo sól og blíða. Það þýðir víst ekkert að vera skipuleggja sig eftir veðrinu hérna. Við erum þó ansi spennt að sjá hversu kalt raunverulega verður hérna þegar verst lætur. Samkvæmt innfæddum þá er aðal kulda tíminn í janúar febrúar, það verður spennandi.
Það er alltaf eitthvað í gangi hjá okkur og Frúin fór á fund í gær sem var skemmtilegur og það voru fullt af góðum konum sem tóku vel á móti henni. Sem að okkar mati segir eitthvað. Annað merkilegt er að í ágúst þegar við vorum að versla like MF í IKEA. Þá hittum við ungt amerískt par sem var nýkomið frá eins árs dvöl á Íslandi. Það var ansi gaman að tala við þau og á endanum skiptumst við á símanúmerum. En þar sem Kort hjónin eru ekki þekkt fyrir það að vera cable-istar þá voru við ekkert að angra liðið meira. Nema þá að fyrir nokkrum dögum þá hringdu þau í okkur.... sem að okkar mati var ansi cool og á eftir að vera gaman að sjá hvernig fer.
Já, svo eru headsettið með mic á leiðinni í pósti og þá ætti að vera hægt að plugga skypið. Þetta er alveg merkileg það er hægt að kaupa allt í gegnum netið. Mar gæti alveg sleppt því að fara útúr húsi og bara versla og átt öll sín samskipti á netinu. En NEi það ætlum við ekki að gera!
já og fyrir þá sem ekki getað lesið eldri færslur þá er heimasíminn hjá okkur 612-332-1347 og við fögnum öllum símtölum og þá sérstaklega frá flottu liði eins og læknum og læknafrúm. Nauðsynlegt er þó að frúin sé með púlsmælinn á sér þegar hún hringir, viljum ekki vera eyða tímanum að óþörfu.

9 comments:

Ally said...

Hey! Hleypur þú ekki sjálf með púlsmæli?!

Kort said...

Þér að segja þá hef ég ekki notað púlsmælinn í heilt ár eða síðan batteríið í viðtakanum kláraðist. Eftir að hafa verið minnt á mikilvægi púlsarans. Pantaði ég mér nýtt batterí med det same. Ég get því farið að hlaupa aftur eins og manneskja eftir nokkra dag með Polarinn vel charged-aðan

Anonymous said...

Já frú mín góð - nú sýnist mér að allt stefni í það að pakkar af ýmsum stærðum og gerðum fari að streyma til ykkar - hvað ætli leigusalinn haldi þegar bankað verður á hverjum degi og alltaf einhverjar delivery´s í gangi!
Panta - panta - panta - panta................... Ég samt skil þetta svo vel! - Þetta er svo hrikalega auðvelt - bara nokkur músaklikk og svo "volla" eftir 2-3 daga "ding-dong" komin pakki!

Ally said...

Ég hleyp ekki með þér í nóv ef það á að vera með einhverjum amatör hætti!!
Nú er það gps sem rúlar;)

Ally said...

Er enn sem komið er laus við beinhimnubólgu svo ég krosslegg bara fingur

Anonymous said...

Hulda! einu sinni enn held við höfum ekki ná þessu

Anonymous said...

við vitum nú allt um það góða mín........
Kort fjölskyldan geymir, en gleymir eigi svo glatt.

Anders said...

Ok nu må i sku tage jer sammen, ustadigt vejr, det kan en islænding sku da ikke brokke sig over. Island er et stort ustadigt land, både vejr og folket !!!!

Gisli tøsedreng du har stadig ikke svaret på hvem skrev:
"If you still think you are strong enough to beat the game alone, that is your affair"

Hvad så tør du komme med et bud ???

Anonymous said...

Verið nú dugleg Kortarar. Það er ekkert til sem heitir "skynsamlegt" Boot Camp :)

Sendi ykkur prógram um helgina svo þið getið farið að taka aftur á því.

Gangi ykkur vel þarna og njótið kuldans.