Sep 26, 2006

Þrýstingur og dagskrá

Þetta er skrifað vegna þrýstings frá Gússí kreisí. Við þorum ekki öðru. Nú er annað hvort að ljúga einhverju rosalegu eða segja frá einhverju hversdagslegu í lífi okkar...........
Nú erum við the Kort family búin að vera í usa í 2 mánuði, það er hreint ótrúlegt hvað tíminn líður. Við erum að venjast tilhugsunni að þetta sé heimilið okkar, mar er svo sem orðinn vanur nánasta umhverfinu og það er þæginlegt. Aðrir hlutir kom líklegast með tímanum, eitt eru við þó sammála um að vantar hérna í Minneapolis og það eru fjöll. Það þarf einhvern veginn að redda því. Við auglýsum eftir töff stað í Usa sem hefur fjöll, þangað væri gaman að fara.
Haustdagskráin hjá The Kort family er þéttskipuð af heimsóknum og ferðalögum. Í byrjun Okt nánar tiltekið þann sjöunda kemur týndi sauðurinn heim eftir sukk og svínari í SanJose í CA. Við erum heavy spennt fyrir komu hans. 20 til 25 okt verður alþjóðleg ráðstefna SA eða shopaholic hérna í Mpls en þá koma mæðgurnar... sú ferð á bara eftir að vera áhugaverð... og dýr. Um miðjan nóv eða 16 til 20 nóv koma fínu læknahjónin úr hlíðunum til að halda upp á þrítugs afmæli læknafrúnar... Þá verður hangið inná ER og anatominusafnið skoðað. Sú ferð verður fræðandi. Rétt þar á eftir fer Kort familian á road trip til Memphis yfir thanksgiving... við erum mjög spennt fyrir þeirri ferð en það verður svona ekta amerískt og vonandi hittum við Elvis. Í byrjun Des kemur svo amma pönk a.k.a amma aupair. Þá ætlum við hjónin að skella okkur á djamm í Vegas ( það má allt þar!!). Tveim vikum eftir það er 21 des kemur svo fjórði meðlimur Kort fjölskyldunar til þess að eyða jólunum hjá okkur, aftur.... hvað við gerum þá er óráðið! en við erum til í allt nema karókí, hjónaband og fyllerí........
Þessi dagskrá er birt með fyrirvara um breytingar. Við fögnum öllum uppástungum og ábendingum á dagskránni.
Það verður nóg að gera hjá okkur á þessari haustönn. En það er um að gera því Icelandair fljúga ekki til minneapolis frá jan til mars.

15 comments:

Anders said...

Gisli.... jeg venter stadig på svar !!!!

Daniel F. said...

Colorado er med FULLT af fjollum!!!
Thad er verid ad plana roadtrip a thessu heimili... Erum ad paela i ad fara a FOTS Colorado og keyra svo yfir til NYC thar sem er FOTS helgina eftir.

Anonymous said...

Sælar!
Við vorum að funda í the SA - grúppunni! Það hefur komið upp fyrirspurn! Hún er sú hvort að til sé góð vigt/vog á Kort-heimilinu.
Ástæðan fyrir þessum áhyggjum er ekki í sambandi við aukakíló á búkum SA-kvenna heldur af því að töskurnar verði of þungar! Við þurfum að geta vigtað farangurinn reglulega á meðan dvölinni stendur!
Ef staðan er sú að ekki er til vigt þá þyrfti að kippa því í lag hið snarasta - mælum með www.target.com
Sæl að sinni!

Anonymous said...

4.árs hjúkrunarnemar við HÍ voru einmitt að kjósa áfangastað fyrir útskriftarferð og viti menn, Minneapolis var langvinsælasti kosturinn enda boðið upp á úrvalsleiðsögn og gistipláss hjá Korturunum. Þannig að ég og B og 60 bekkjarsystur og einn bekkjarbróðir lendum í júní ..... jibbí.

B said...

Híhí hlakka til að koma til ykkar ;)

Ein fjáröflunarleiðin er að gefið er út curatorblaðið stútfullt af auglýsingum. Hefur Geðkortið áhuga á að skrifa grein um reynslu sína af því að fara erlendis í framhaldsnám í hjúkrun og hvað þarf til að fara til USA í nám? Frestur til 15.janúar til að skila inn grein.

Endilega hafðu samband ef þú hefur áhuga. bergthe@hi.is
kveðja B.

Ally said...

Auja! Verð ég þrítug í nóv??!! Vá hvað ég ætla að ljúga einhverju upp á þig á blogginu mínu!!

Anonymous said...

Það er búið að funda um fyrirhugaða FOTS ferð til Colorado hjá Kort fjölskyldunni. Ferðin var samþykkt með 3 atkvæðum af 4. New York ferð verður tekin fyrir á næsta fundi.
Það verður gaman að fá hjúkkurnar í júní mar. Kemur kennaradruslan líka með?
Allý ég er ekki að ljúga til um aldur þinn!! Að mínu mati þá ertu 30 ára gömul sál.....

Anonymous said...

Anders: ég gæti sagt þér það, en þá þyrfi ég að drepa alla sem lesa svarið. Af hverju hringirðu ekki vinur?

Anonymous said...

var John Denver frá Denver í Colorado?

Já og einhver kom með búninga heim til mín í gær - ég geri ráð fyrir að þeir komi upprunalega frá ykkur.
Takk

Anonymous said...

Þetta er þett dagskrá hjá ykkur korturum næstu mánuði. Hér er enn verið að bíða eftri svar frá skrifstofu út í bæ til að hægt sé að ákveða framhaldið.
En Auðbjörg tíminn syttist hjá þér....
30 ára eftir hvað c.a. eina meðgöngu...

Anonymous said...

Ekkert svar.....(lag með Bubba).... hvernig er það með VIGTINA - við erum nefnilega farnar að plana hvaða töskur eigi að taka með sér m.t.t. þyngdar! ER TIL VIGT Á HEIMILI KORTARANNA?

Daniel F. said...

EIIINTOMUR TOFFARASKAPUR!

I alvoru, eg meina thad. Djofull erudi toff!

En eg kveiki ekki alveg samt, akkuru eru 4 atkvaedi i fjolskyldunni ykkar?

Anonymous said...

Djöfullinn Páll! Ein meðganga fyrir 30 er ansi gott. B-kort er það stór að hann telst sem 2 börn-
Nei- við erum ekki með vigt.
Fjórið meðlimurinn er of course Jósi lilli!
Gússí, búningarnir er eitthvað sem Óli pantaði sér af netinu, við sendum bara.

Anonymous said...

alltaf jafn gaman að lesa þetta blog kæra kort fjölskylda..bæðaveij hef heyrt að roky-mountains séu geðveik og eitthvað sem vert er að skoða.

Anonymous said...

Búningarnir passa vel og hann fór í þá um leið og hann kom heim í dag. Gengur núna um íbúðina og öskrar "sjáið brjóstin mín" "sjáið vöðvana mína"

Við erum kát með þetta - takk fyrir Kortarar