Apr 29, 2009

Business Time yeah

Cleaning time eða seasonið er hafið, Gilli Kort á rétt um tvær vikur eftir af vinnunni og svipað er eftir af vorönninni hjá frúnni, nú er bara að klára þau verkefni sem eftir eru og ljúka þessu með stæl.

Mary Poppins er einnig á endasprettnum hérna í the US and A, gellan fer heim næsta miðvikudag en þá verður hún búin að vera hérna í sirka 3 mánuði, ótrúlegt hvað tíminn líður. Amma pönk er svo væntanleg hingað til okkar 15 maí nk. og svo viku seinna fer hele familian í tveggja vikna frí back to the old country, bara fjör.

Á endasprettnum þá er mikilvægt að hafa góða orku til að halda sér við eða til að gefa í, Korthjón þekkja þetta af eigin reynslu og því reynum við að hafa gaman saman bla bla. Í þetta skiptið erum við ansi spennt fyrir næstkomandi sunnudegi en þá verður skellt sér á tónleika með vinum okkar þeim Bret og Jemaine og vonandi Murray.. það verður business time mar

Apr 21, 2009

Páskaleit og tennur

Gússý í páskaleit
Eins og alltaf er nóg að gera hérna at the Kort mansion, tíminn flýgur áfram. Nú eru aðeins 16 dagar eftir af dvöl Mary Poppins hérna í Kanalandinu. Kortarar hafa heldur betur náð að vera framtaksamir í námi og vinnu meðan pían hefur verið hér hjá okkur. Hennar á eftir að vera sárt saknað það er víst. Planið áður en gellan fer er auðvitað að nýta tímann vel og njóta þess að hafa ekta dreifara í húsinu.


Páskarnir voru góðir og fóru friðsamlega fram, allir sáttir og saddir. Páskaeggin voru étin og svo var chillað a la Kort. Einnig hefur veðrið verið ansi gott seinustu tvær vikur og að því tilefni hefur Gilli Grill tekið fram grillið í bakgarðinn fína sem búið er að girða þannig að Gússý lilla hlaupi ekki í burtu. Mary Poppins hefur því getað workað tanið seinustu daga í bakgarðinum. Svaka fjör


Bjölli Kort a.k.a the Dude missti svo tvær tennur á dögunum og eru því 4 stykki farin, vei vei.

The dude grimmur

Apr 7, 2009

Páskafrí eða ekki

Seinustu daga hefur B kort a.k.a the dude chillað heima þar sem gæinn er í spring break, 10 daga frí hjá kappanum hvorki meira né minna ekki veitir af að hvíla sig því þeir eru ekkert að grínast með skólana hérna. Bjöllarinn sér ekki enn pointið í því að mennta sig, vill frekar leika sér og chilla, enda ætlar gæinn bara að vinna á fimmtudögum þegar hann verður stór, nú ætlar hann sér að verða Zoo keeper eða fornleifafræðingur, risaeðluáhuginn sterkur hjá drengnum þessa dagana.

Annars er gott að spring breakið sé á sama tíma og páskarnir í þetta sinn því annars væri ekkert páskafrí. Ekki er um neitt páskafrí hjá Korthjónum að ræða í þetta sinn. Enda getur háskólinn ekki tekið tillit til allra trúarlegra hátíðisdaga, pælinginn er samt að eiga góða páska, á laugardaginn verður farið í egg hunt og búin til egg og annað fönderí, sem er auðvitað sérsvið Kortfrúarinnar. Á sunnudag verður svo úðað í sig góðu Nóaeggjunum sem bárust tímalega í þessari viku. Sendum þakkir til Vallarsettsins fyrir að bjarga páskunum ones again fyrir okkur.

Kjörseðlarnir voru póstlagðir í seinustu viku og vonandi fer það rugl allt vel.
Meðfylgjandi eru myndir úr fyrstu fjölskylduhjólaferð ársins sem átti sér stað fyrir um mánuði síðan.
Gússý lilla að borða snakk
The dude í góðum fíling

Mar 29, 2009

Jelly Beans

Um daginn datt Kortfamilían heldur betur í lukkupottinn. Í tilefni st. Patrick dags þá áttu nemendur á skóladagheimilinu hans B að giska á fjölda jelly bauna í krús einni. B kort með góðri hjálp frá móður sinni giskaði á 800 stk, og viti menn það voru 797 jelly beans í dollunni góðu. Aðrir nemendur voru ansi langt frá í ágiskum sínum og því vann gaurinn krúsina og allar 797 baunirnar með. Segið svo að allt námið seinustu ár hjá frúnni hafi ekki skilað sér. Síðustu dagar hérna at the Kort mansion hafa einkennst af stanslausum jelly beans partýum, vei vei svaka fjör.

Eitthvað hefur verið um veikindi og aðra drullu hérna en við lifum það af eins og allt annað rugl. Nú eru bara 7 vikur eftir af önninni og vinnunni hjá Geða. Hjúkki hættir í vinnunni 15 maí og fer þá í langþrátt frí í sirka 10 daga, svo byrjar doktorsnámið hjá Gillanum, eða eins og hann kallar það hrokalaust "þá byrjar chillið".

Já og svo eru allir hérna at the Mansion búnir að kjósa en hélvítis kjörseðlarnir eru enn ópóstlagðir.. við höfum því ekki enn tekið afstöðu. Vinnum í því þessa vikuna.

Mary Poppins stendur sig ansi vel, hún kennir eldri Korturum auðmýkt og svo hefur Ágústa farið tvisvar á koppinn, og er hætt að segja no no, segir núna bara nei, nei, nei. Já, dreifarinn kemur á óvart..
B. Kort með Jelly beans krúsina, og Gússý hressa

Mar 17, 2009

Heimahagar

Í lok maí er von á Kortfamilíunni í smá heimsókn til the old country, málið er að Geði þarf að fá nýtt landvistarleyfi þar sem kappinn byrjar phd námið 16 júní nk. og það tekur styðsta tíma að fá það í gegnum ameríska sendiráðið á Íslandi. Hlutirnir eiga það til að vera ansi slow hérna í landi reglugerða og pappírsrugli, þar sem allir eru þó frjálsir og hugrakkir.

Anyhow planið var að Gilli tæki Gússí lillu með þar sem hún er ennþá undir 2 árum og því ódýr í flugi. Svo ákvað amma pönk að hjálpa til við kostnaðinn á flugmiða B-Kort til Íslands og þá var bara einn Kortari eftir. Vallarhjónin stigu þá inní og Geðfrúin fékk flugmiða að gjöf frá þeim. Þannig að allt settið kemur á klakann. Kortarar eru einstaklega ánægðir með hjálpina, því það kostar nálægt einu nýra að flytja eitt stykki familíu frá USA til Íslands. Það er gott að eiga gott fólk að, sem nennir að borga undir rassinn á okkur, aumu námsmönnunum.

Planið er að dást að fjöllunum, lyktinni, birtunni og íslenska góðgætinu...

Kortfrú og B-Kort koma laugardagsmorgun 23 maí og Gilli geðkort og Gusto kani koma sunnudagsmorguninn 24 maí, allt liðið fer svo laugardaginn 6 júní. Við náum því tveimur góðum vikum.

Mar 9, 2009

Tillsammens; The American version

Á haustmánuðum byrjar nýtt era í lífi Kortara, við höfum kosið að kalla það Tillsamans tímabilið, og til að fyrirbyggja allann misskilning þá erum við ekki skilin, ólétt eða á leiðinni heim til the old country. Við erum frekar spræk, hress og tilbúin að prófa allt nýtt. Næstkomandi ágúst er von á merku fólki, þeim hjónum Björgvini og Kristínu Kort og syni þeirra Þór Kort. Stefnan er að búa öll saman því það er svo gaman. Einnig spilar einstaklega gott gengi krónunnar og rífleg framfærsla LÍN þar inni... Þetta verður fjör.. það sem ekki drepur okkur, herðir okkur bara, right!


Svona verðum við á haustmánuðum

Mar 2, 2009

Breytingar

Kortarar eru rosa spenntir núna því í haust verða miklar breytingar þegar familían stækkar, heldur betur. Allir á Kortmansioninu eru útúrspenntir fyrir nýjustu Kortmeðlimunum sem væntanlegir eru 20 ágúst næstkomandi. Já, Kortfamilían fjölgar sér svo hratt að það er ekki langt í að við verðum fjölmennari en framsóknarflokkurinn, og þá er víst virkilega hægt að taka á því, ekki satt? Við sendum kveðjur hjem back to the old (soon to be new) country.

Feb 23, 2009

Afmælisveislan

Seinasta laugardag hélt the Dude uppá 6 ára veisluna. Kortarar voru svolítið 2007 í þetta sinn því þau leigðu sal fyrir herlegheitin. Allt fór vel fram, enginn fríkaði út, engar yfirvofandi málsóknir eða annað rugl í gangi og allir því rosa glaðir. The Dude fékk fáránlega mikið af gjöfum, nú er Lego nýjasta æðið hjá gaurnum. Mary Poppins fagnaði með okkur og var til friðs.

The Dude í góðum fíling með stelpunum Gusto lilla í veislunni

Feb 18, 2009

6 ára afmæli

Í dag var stór áfangi hjá Bjöllaranum, er gæinn varð 6 ára, hvorki meira né minna. Ótrúlegt að það séu komin 6 ár síðan Korthjón urðu að Kortfamilíu. Góð stemning. Gæinn verður bara skemmtilegri með árunum, þessa dagana gengur drengurinn undir nafninu the stoner eða the Dude. Ef the Dude fengi að ráða þá væri alltaf sól og stuttermabuxnaveður, fólk ynni bara á fimmtudögum og restinn færi í chill og meira chill t.d í formi Wii skemmtunar, science museum ferða, leik og discovery channels glápi. Já, the Dude er ansi chillaður tappi.

Afmælisdagurinn var góður, bekkurinn hans B söng fyrir hann og annað eins fjör, partýið verður svo haldið n.k laugardag. The Dude fær því tvo góða pakkadaga, ekki slæmt það.
The Dude í góðum fíling.

B-kort þakkar sérstaklega fyrir allar gjafirnar sem hann fékk frá fjölskyldu og vinum back at the old country.

Feb 12, 2009

Mary Poppins


Seinasta mánudag kom Mary Poppins á Kort Mansionið, Kortarar eru einstaklega þakklátir Homeland security fyrir að hleypa gellunni inní landið.

Fröken Poppins ætlara að dvelja hjá okkur þangað til 6 maí nk., á þessum tíma ætlar hún að sjá um litlu Gúss, kenna B. Kort að segja RRRRRRRR, fara á high-school prom, elda góðan og hollan mat fyrir Kortarana og sjá til þess að allt verði í orden hérna á Kort-heimilinu. Gellan lofar góðu er þegar búin að elda góðan pastarétt, búin að taka til í herberginu hans B og vera góð við okkur.

Kortarar eru nú að venjast nýja lífinu, nú er hægt að einbeita sér meira að skólanum og vinnunni, vonandi tekst fröken Poppins þó að breyta þeirri skrýtnu forgangsröð eitthvað hjá okkur.

Eins er veðrið gott hérna næstum því hitabylgja en seinustu dagar hafa verið í kringum 0 gráður á celsíus, en samkvæmt groundhog dýrinu þá eru víst rúmlega 4 vikur eftir af þessum vetri, við sjáum hvernig það fer.

Feb 5, 2009

Doktorinn

Korthjón hafa eytt tíma sínum seinustu vikur og mánuði í hugleiðslu og aðrar bænir til þess að reyna vita hvert skal stefna. Og eins og alltaf koma svörin. Gilli Kort a.k.a hjúkkudruslan hefur ákveðið að skella sér í doktorsnámi í hjúkrun hérna at the U. Kallinn er formlega kominn í skólann og fékk líka ágætisstyrk, þannig að við þurfum ekki að lifa á Macdonalds næstu árin.

Atvinnuleyfi Geðans hérna í landi hina frjálsu rennur út 1 júní og því þurfti kalli að gera það upp við sig, hvert framhaldið yrði, halda áfram að vinna eða eitthvað annað. Vinnumenningin hérna er ekki ósvipuð þeirri back at the old country, það er að segja vinnan göfgar manninn og allt það kjaftæði, + 3 klst. Vinnudagurinn hjá Geða í dag er frá sirka 8 til 18. Gaurinn er oftast kominn hjem um 19 leytið og því ekki mikil tími eftir með Kortbörnum og frú.

Dönsku genin í Kortaranum höfðu sitt að segja og kallinn ákvað að "hætta þessu helvítis vinnukjaftæði í bili og chilla næstu árin". Því verður það svo að frá og með 15 maí nk. mun Geði hætta að vinna og chilla í Phd náminu hérna. Gaman af því. Námið tekur 3 ár og því ekki von á Korturum back to the old country fyrir en 2011-12. Þegar allt verður orðið gott again.
Geði, auðmjúkur og hrokalaus að vanda með meistargráðuna góðu

Feb 2, 2009

Gone fishing

Björn Kort sem fer að ná þeim áfanga að hafa búið jafnlengi í USA eins og á Íslandi er alltaf að amerikanast meir og meir. Um helgina skellti drengurinn sér ásamt öldruðum föður sínum og félaga hans í Ice fishing sem er einskonar þjóðar (fylkjar) íþrótt Minnesotabúa, farið er út á frosið vatn með hús og allessaman og veit úr holu, ekki amalegt það. Alltaf gaman að bæta í reynslubankann.
B. i góðu chilli að veiða.
Gússí eða Gusto eins og hún er kölluð þessa dagana, skellti sér á sleða í tilefni dagsins.

Jan 26, 2009

"Worse things happen at sea, you know..."

Seinustu mánuði höfum við hjónin staðið okkur að því að láta þetta komment nægja þegar fólk spyr um ástandi back at the old (hopefully new) country



Stórkostlega vanmetin setning í crisis intervention bransanum

Jan 18, 2009

Góður fílingur

Ný og góð vika er að hefjast hérna í landi hina glöðu og frjálsu, þessi vika fer niður í sögubækurnar það er alveg á hreinu, nú fara hlutirnir að gerast. Kortarar ásamt ógeðslega mörgum öðrum bíða spennt eftir þriðjudeginum, þegar Obama og co taka málin í sínar hendur. Það getur ekki klikkað.

Vorönn háskólans byrjar líka formlega í þessari viku og þá fara hlutirnir að gerast fyrir alvöru. Reynslan hefur sýnt okkur það að besta er að hafa sem mesta að gera á vorönnum til að aftra því að heilinn frjósi. Þessi vorönn er því þéttskipuð kúrsum, rannsóknarvinnu og internshipi. Internshipið er hluti af náminu og felst í því að frúin sér um inngangsnámskeið í tölfræði hérna við skólann, gellan er skráð fyrir námskeiðinu sem instructor og sér því um kennsluna og allt hitt stuffið, sem þýðir cool reynsla og hærri laun.

Annars var köldustu viku vetrarins að ljúka en kuldinn fór niður í -31 til -35 celsíus. Svalt það. Kortarar fagna því að sjálfsögðu að þessi vika sé liðin, þó von sé á nokkrum kuldaskeiðum í viðbót. Vonum að það fari að hlýna eftir 6-8 vikur, fram að því verður bara unnið og lært eins og mar eigi lífið að leysa.

Jan 12, 2009

Tíu-Zhen-Tien-Ti-DECEM-Dix---Ár

Já, Hvorki meira né minna, í dag eru tíu ár síðan Geði lagði frakkanum, ákvað að sýna samborgurum sínum virðingu og leitast við það að hjálpa þeim sem það vilja. Tappinn sér ekki eftir þeirri ákvörðun. Víst er að hlutirnir væru örlítið öðruvísi ef Gillinn væri enn í frakkanum, Kortfamilían væri til að mynda ekki til.

Á þessum áratug hefur margt gott átt sér stað með ákvörðun tappans. Kortarar og vinir óska Geða innilega til lukku með daginn, loksins fylllir hann í tuginn, þó svo hann hafa alltaf talað þannig. Palli úr Garðabænum fagnar líka í dag tólf árum og það kætir alla líka... þar hefur eitt rými fyrir austan verið sparað ásamt svo mörgu öðru...
Haldið áfram dúddar, 2013 verður haldið uppá sameiginleg þrjátíu ár..

Dec 31, 2008

2008 Áramótaannáll Kort Fjölskyldunnar

Nú þegar við setjumst niður að skrifa þetta ágrip hér í sólskininu í Flórída er víst að þetta var athyglisvert ár fyrir Kort fjölskylduna sem og aðra Íslendinga.

Síðasta vorönn ætlaði ekki að enda. Frosthörkurnar hér voru fáranlegar, þannig að geði ávann sér mikla virðingu hermannana sem hann var að gera klaufalegar tilraunir til að hjálpa við það að leggja í eins klukkutíma hjólreiða túr í veðrinu. Viðurkenningar „nod“ frá mönnum sem sem tóku tvo túra í Nam segir allt sem segja þarf. Maður þarf að leggja ýmislegt á sig til að sanna karlmennskuna þegar maður er kall hjúkka.

Aujarinn var formlega tekinn inní doktorsnámið á vormisserinu og tók í kjölfarið á því einhliða ákvörðun um að sinna ekki heimiliverkum eftir það „enda sæmir slíkt ekki doktors kandídat“ með orðum námsmannsins.

Vallarsettið kom með hækkandi sól og góðu gengi í lok apríl. Gáfu fátæku námsmönnunum mat og flíkur, þakkir fyrir það. Guðmóðirinn a.k.a Britney kíkti svo í stutt stopp og skellti sér í einn góðan 10 km Lake Calhoun hring.
Því næst var komið af útskriftinni hans Gilla, þar fengum við einstaklega góða gesti þegar Baunin, frú og JR komu og samfögnuðu auk ömmu pönk. Kallinn varð því formlega orðinn sérfræðingur. Sem kom fáum á óvart enda maðurinn alltaf talað sem slíkur, óháð málefninu. „Nú er akademían loksins búinn að viðurkenna það sem ég vissi alltaf" var haft eftir honum, enda hógvær með eindæmum. Þess má til gamansgeta að gilli var EKKI nakinn undir útskriftarkirtlinum þrátt fyrir þrálátan orðróm þess efnis. Ekki minna tilstand var í kringum útskrift Bjöllarans úr pre-kindergarten, og hanga nú prófskírteini beggja uppá gesta baðherbergi Kortaranna. Geði hefur unnið síðan 1sta júní á CUHCC ,og orðið sér útum tilskillin prof og réttindi til að skrifa út lyf, greina geðsjúkdóma og veita einstaklings og hóp þerapíu í Minnesotafylki.

Um vorið var kíkt á klakann. Auja og krakkarnir urðu svo eftir, meðan Geði geðaðist í Ameríku. Sumarið var því býsna undarlegt fyrir þessa samheldnu fjölskyldu. Nóg var að gera á Íslandi að sjá aðra og sýna sig. Reyndar gerðist eðaldrengurinn BK heldur drýldinn um stund og Auja fór á Flexeril vegna þrálátra krampa í kjálka eftir tvær vikur heima. Á meðan tók geði móti Arnóri a.k.a Samskiptakónginum og svo Þóri a.ka. the old guy or "Óðalseigandinn" útí í Minnesota við góðan orðstír. Sérlega reyndist óðals eigandinn vinsæll og heyrist enn hvar sem hann fór „where is Thor“? Enda ekki á hverjum degi sem Séð og Heyrt stjarna kemur til fylkis hinna 10 000 vatna.

Kortfamilían naut þess vel að vera back at the old country, nóg var um glæsileg matarboð, þar sem íslenskur matur var í fyrirrúmi. Má reikna með að Kortarar hafi 2-3 rollur á samviskunni eftir það sumar. Kortarar sameinuðust again í lok júlí þegar hluti crewsins skellti sér í hið víðfræga Vesturgötuhlaup fyrir vestan. Þar var gaman, eyddum við tveimur góðum vikum fyrir vestan annarsvegar í Bolungarvík með stórlandeigandanum úr Garðabæ, pungnum honum Pálli og Co og svo hinsvegar hinum óðalsbónandum úr Mosó Þóri og co á einum af landareignum þeirra, á Hornströndum. What happens in Hornstrandir stays in Hornstrandir.

Í ágústlok sameinuðuðust svo Kortarar aftur í Minneapolis, vinna og skóli tók aftur við. Í septemberlok “Pre-krepp“ fengum við gesti eins og Kristínu Geð-hjúkku og Axis II Allý í heimsókn. Geðhjúkkurnar og frúin skelltu sér á Sigur rósar tónleika. Skemmtilegt.

Svo fór allt í fokk... Frúin skellti sér í 10 mílur í Minneapolis meditronehlaupinu, gaman. Svo fór allt í meira fokk, Gilli sveiflaðist smá og vildi fara niður í Landsbanka, banka fólksins og „hálsbrjóta einhvern“. Um svipað leyti kíkti Unnur námsráðgjafi, ektakonan hans Palla úr Garðabænum á okkur, ekki veitti okkur af hennar ráðum og peppi. Eins skemmdi hálfa lambið ekki fyrir.

Haustönnin einkenndist þó mest af mismiklum veikindum hjá Kortmeðlimum, misharkalegar ælupestir komu þar mest við sögu. 6 nóvember fyllti Geði uppí þrjá tugina, Korthjón fögnuðu þeim áfanga með þvi að bíða í 5 tíma á ER, í boði Geðfrúarinnar, já gæinn er ekkert að djóka með það að vera heilbrigðisstarfsmaður. Allt fór þó vel að lokum og frúin óðum að jafna sig.

Í lok nóvember eða thanksgiving var San Franscisco borg sótt heim, það var gaman, Alcatraz jailið stóð þar helst uppúr ásamt því að hitta Miles og familíu.
Haustönn 2008 er lokið hjá Korturum, BK þarf ekki að eltast við kúrvuna og telst þvi vera í góðum málum í skólanum sínum, hefur gæinn meðal annars vakið eftirtekt í skóladagheimilinu fyrir góðan húmor, hvaðan sem hann kemur. Seinustu dagar 2008 hafa verið heitir og þægilegir hérna í Florida, stendur þó mest uppúr að Kortarar eru með fjölskyldu sinni, eða hluta hennar.

Árið 2009, á eftir að vera spennandi. Hvað verður er óljóst. Næstu tveir, þrír mánuðir fara í það að lifa af kuldan í freezy Minnesota. Um miðjan febrúar er svo von á Mary Poppins frá Akureyri til að hugsa um Gússý lillu. Geði verður í vinnu til 1 júní, hvað verður eftir það er óráðið. Allt er opið, Kortarar eru eins og áður til í allt nema karókí og fyllerí.
Hvað sem öllu líður þá senda Kortarar, vinum og fjölskyldu þakkir fyrir árið 2008 og ósk um gleðilegt nýtt 2009 ár. Þið eruð öll OK og vi elsker jeres aller....

Kortarar í góðum fíling í San Francisco, með Miles

Dec 22, 2008

Florida chilling

Kortfamilían chillar nú hérna í Florida ásamt Vallarsettinu og hafnfirðingunum hressu. Erum búin að vera hérna síðan á föstudag og þetta lofar góðu. Erum í svaka flottu húsi með sér sundlaug og fjórum baðherbergjum. Þjáumst af valkvíða þegar kemur að salernisnotkun, já lífið er ekki einfalt.

Í gær skelltu Geð-frúin og endalausa kærustuparið sér til Jacksonville til að taka þátt í hinu árlega Jacksonville Bank 1/2 marathoni, það var ansi mikið fjör. Eitthvað misreiknuðum við vegalengdirnar en Jacksonville er í þriggja tíma fjarlægð. Því var vaknað kl 3 um nóttina og hleðsla a la Ásthildur a.k.a EAS girl, sett í gang. Á meðan þessari 284 km keyrslu stóð (one way), sem var styrkt af EAS, var gúffað í sig, allskonar orkudrasli og öðru til að gíra sig upp fyrir átökin og eins til að vinna á móti svefnleysinu og jet laginu góða. Anyhow, allir hlupu og kláruðu sem var bara gaman. Þó svo hleðslan hafi farið misvel í suma (sjá mynd neðar).

Sunnudagurinn fór því í 3 tíma(hleðslu)keyrslu+21 km hlaup (character)+3 tíma heim(recovering)keyrslu+15 min bunker = sirka 9 tímar með öllu. Eftir á að hyggja þá reiknuðum við aldrei með keyrslunni hjem. Erum alltaf í núinu. Hlaupið var þó keyrslunnar virði.... character

Planið næstu daga er að chilla meira, spila tennis, halda jól, fara í bíó, fara í Disneygarða, chilla í sundlaug, sumir í sólbað, lesa (ekki skólabækur) og chilla og sofa og sofa og hlaupa... já lúxuslíf hérna hjá okkur í Florida. B-Kort sprangar um komando og ber að ofan því eins og hann segir sjálfur þá er svo heitt hérna að auka föt eru algjör óþarfi. Flottu frænkurnar dekra við litlu Ágústu Kort og fílar daman það vel. Allir eru góðir við Geða lilla sem hefur ekki tekið frí í milljón ár og er því nýliðinn í hópnum. Að öðru leyti er þetta snilld, söknum þó Draumsins góða sem hefur alltaf verið með Korturum um jól... sendum jólakveðjur til jólastráksins okkar.


Að loknu hlaupi, síþreyta frúin og Birgir Mávur í spandexinu, sem myndi slá í gegn í San Francisco
Frúin að loknu hlaupi með hleðsluna góðu, keppnispokarnir voru þokkalega vatns (ælu)heldir (character).

Dec 17, 2008

semesters-lok

Loksins er hélvítisönnin búin! Frúin er svo þreytt að hún íhugar sterklega að breyta um starfsvetttvang og sækja um í póstinum, þvílík hvað það starf er sniðugt, hreyfing, útivera og ábyrgð allt milli 9 til 5. Já, mar veit aldrei. Anyhow planið var að vinna áfram að pre- dissertation verkefninu þessa vikuna en nei, kraftarnir eru búnir. Það verður því ekki meir lærdómur fyrir en á næsta ári.

Helgin var samt góð, Kortarar skelltu sér í jólabakstur á laugardag og svo var það jólaball á sunnudeginum hjá íslendingafélaginu hérna í Minnesota. Góð stemning þar. Gilli geð komst því miður ekki á ballið því kalli tók uppá því að byrja að æla nóttina áður.
Þessi haustönn fer niður í sögubækurnar sem æluönnin mikla. Því samkvæmt okkar útreikningum hafa seinustu 6 helgar farið í ælupestir eða annan eins skít hérna hjá Korturum. Í staðinn fyrir að taka þetta öll út á sama tíma þá dreifum við þessu yfir helgarnar, ótrúlegt alveg hreint. Heilbrigði heilbrigðisstarfsmaðurinn vill meina að Ágústa Kort sé sökudólgurinn að öllum þessum umgangspestum sem hingað rata, þar sem hún nær sér í þetta á leikskólanum. Litla Gússý.

Annars bíðum við bara geðveikislega spennt eftir því að yfirgefa Minnesota og chilla í Florida næstu tvær vikurnar, með Vallarsettinu og hinum hafnfirðingunum... en minnsta familía á Íslandi ætlar enn og aftur að endurtaka leikinn frá ágúst 2007 og skella sér í frí sammen. Sorgartíðindin eru þó þau að la Dream verður fjarri góðu gammi því einhver verður að vera back at the old country að berjast við erlendu lánin. Honum verður sárt saknað.

Vonandi náum við að hlaða batteríin vel í hitanum í Florida, annars er ekki von á góðu fyrir okkur hérna í frezzy Minnesota, þar sem mælirinn sýndi -22 C í gærmorgun.

Dec 11, 2008

Foreldrahæfni

Korthjónin hafa ákveðið að segja sig úr hinni árlegu parents of the year keppninni sem er alltaf í gangi hérna í USA, ástæðan er ekki sú að við óttumst tap, hroðalegt tap eða eitthvað þannig, nei nei. Við notum cultural differences spjaldið hér.

Málið er að við höfum tekið eftir því hjá öðrum foreldrum hérna í kanalandi að það er eins og það sé ákveðin offjárfesting í blessuðum börnunum hér. Þessi barna offjárfesting hefur mikil áhrif á allt sem snertir börnin, skóla og leikskóla sérstakleg. Þannig er til að mynda mikið lagt í það að barnið sé einstaklega gáfað, sé því byrjað að lesa um 3 ára, og allt það. Sem dæmi þá hefur Ágústa litla verið að fylga eigin lesson plani á leikskólanum síðan hún var 6 mánaða og núna er verið að reyna kenna gellunni stafi, nota bene stúlkan er 17 mánaða.

Foreldrakeppnin snýst þó ekki bara um getu barnanna. Heldur hversu mikið foreldrarnir geta tekið þátt í allskonar sjálfboðastarfi og öðru á vegum skólana og svo er auðvitað mikilvægt í þessu öllu saman að lúkka vel. Dæmi um það er að eftir hvert afmæli þá er sent út þakkarkort (sem er bara fallegt), þar sem afmælisgestinum er þakkað fyrir komuna og gjöfina og svo fylgir mynd af afmælisbarninu með fokking gjöfina.... við erum að tala um kannski 20-30 afmælisgesti, gjafirnar eru opnaðar eftir á hér.

Það sem fékk þó Kortfamilíuna til þess að hætta keppni þetta árið er að skólinn biður reglulega um fjölskyldumyndir sem notaðar eru í föndur og annað. Þar sem við höfum ekki mikið verið að fjárfesta í fjölskyldumyndum seinustu árin, er ekki mikið í boði. Því sendum við hina árlegu fjölskyldumynd sem tekin var af okkur í Chicago seinustu jól. Eitthvað hefur myndin ekki þótt falla innan þess sem kallast family photo í skólanum hans B. því myndin fékk ekki birtingu. Nú hanga því verkefni allra nemenda, nema B. Korts, með fjölskyldumyndum á veggjum Lake Harriet skólans.

Við teljum myndina góða og lýsandi fyrir Kortfamilíuna en líklegast hafa faðmlög Geða og Draumsins ekki fallið í góðan farveg... og svo gæti vel verið að B-Kort hafi toppað það með því að segja að gæinn í miðjunni gangi undir nafninu the Dream.


Kortfamilían

Dec 4, 2008

post thanksgiving

Kortfamilían kom aftur til Minneapolis aðfaranótt mánudags, smá munur að koma frá sunny kaliforníu og hingað til minnesota. Veturinn er kominn og mælirinn sýnir - í celsíus, já já við erum vön þessu erum nú að hefja þriðja veturinn okkar hérna í frezzy minnesota, ótrúlegt hvað tíminn líður. Ef þetta drepur okkur ekki þá styrkir það bara.

Það eru rétt 15 dagar í jólafríið, here we come Florida. Allir rosa spenntir, B-Kort þá sérstaklega því gæinn ætlar að vera í stuttermafötum (eins og hann kallar það) allan tímann þar syðra. Korthjón ætla að njóta þess að vera í fríi, engin verkefni, engin skóli, engin vinna.. bara frí. Ljúfar stundir.

Annars gengur vel hjá öllum, Gússý útskrifaðist um daginn (kaninn er rosa mikið fyrir útskriftir, liðið er alltaf að útskrifast úr einhverju). Gellan er sem sagt ekki lengur á ungbarnadeildinni, er núna komin í toddler room sem er með börnum frá 16 mán til 24 mán. Að okkar mati eru bestu fréttirnar að leikskólagjöldin lækka um 50 dollara á viku við þennan flutning, já við borgum dýrustu leikskólagjöld í heimi... og í dag þegar krónan er fokked þá hljómar þetta ansi illa, t.d. í nóv fóru um 1700 dollarar í leikskóla og skóladagvistunargjöld. Leikskólagjöldin hennar Gússý eru hærri en full skólagjöld við háskólann, sem er auðvitað bara fáránlegt. Anyhow, þjónusta á leikskólanum er til fyrirmyndar og það erum við ánægð með ;)

Aðrar góðar fréttir eru þær að kella fékk nafnið sitt birt í virtu statistics education tímariti um daginn ásamt leiðbeinanda sínum, að vísu ekki grein en birting engu að síður, einhverstaðar verður maður víst að byrja.

B-Kort í stuttermafötum og Miles á thanksgiving í San Francisco.