Feb 18, 2008
5 ára gaur
Feb 15, 2008
Valentínusarstemning
Það er með Valentínusardaginn hér í Ameríku eins og með flesta aðra merkilega daga, að fólk fer í búðir og verslar. Í þetta sinn voru það kort, nammi og eitthvað dót sem B-Kort fór með í leikskólann. Móðirin gat klúðrað Valentínusarkortunum hennar Ágústu Kort þannig að hún var eina barnið á unbarnadeildinni sem kom ekki með kort í tilefni dagsins, berum fyrir okkur 'cultural differences' þar eins og svo oft áður þegar það hentar. Við vonum þó að stúlka jafni sig á þessari fyrstu outcast upplifun sinni. Shit, það er heavý vinna að fylgja straumnum í dag. Annars er spenningur í Korturum fyrir komandi helgi, 5 ára helgi Björns Kort. Tíminn er ekkert smá fljótur að líða. Svo er seinasta kuldakastið að ganga yfir þannig að það er ekki langt í smá hlýju hérna í USand A. We will keep you posted, over and out...

Feb 2, 2008
Dead man walking
Jan 27, 2008
So it begins (again)
Ágústa byrjaði sína fyrstu skólagöngu þriðjudaginn var enda ekki seinna vænna þar sem stúlka varð 6 mánaða seinasta miðvikudag, já tíminn flýgur og allir verða eldri meðan sumir verða gamlir. Stúlka stóð sig mjög vel í leikskólanum og er alveg að fíla þetta, það er nú eins gott miða við peninginn sem Korthjónin eyða í þessa vist, viljum þar sérstaklega þakka lín fyrir stuðninginn.
Það verður nóg að gera á nýhafinni önn Kortara, hjónin eru bæði í fullu námi, ásamt verknámi og TA stöðu. Það er um að gera að hafa eitthvað að gera hérna svo að við frjósum ekki í hel.
Annars er von á Korturum til the old country 16 maí nk. Björn Kort kemur þó fyrr eða 26 apríl. Gæinn ætlar að chilla heima með ömmu pönk og fara í massíva trúarfræðslu hjá Guðmóðurinni góðu, sem ætti að fara bera á næstu dögum. Bara gaman
Jan 19, 2008
Lockdown
Jan 14, 2008
Undirbúningur
Jan 6, 2008
Heimahjúkrun
Dec 31, 2007
2007 annáll the Kort family
Árið 2007 var skemmtilegt og rólegt ár ef miðað er við flutningsárið mikla 2006. Ferðalög, skóli, skóli, meiri skóli og aðeins meiri skóli, TA djobb, hjúkkudjobb, kuldi (frost), flutningar, hiti (raki), fæðing og gestir er meðal þess helsta sem stóð uppúr á þessu rólegheita ári Kortara.
Kortarar skelltu sér í nokkur góð ferðalög á árinu. Byrjað var á stuttu stoppi í Madison í jan, the old country í febrúar, Seattleborg var heimsótt í mars, Orlando í oktober, og Chicago nú seinast í desember, ásamt þessu var familían dugleg að ferðast um Minnesotafylki. Markmið Kortara er að heimsækja öll fylki USA.
Korthjón stunduðu bæði nám sitt og TA stöður með góðum árangri. Árið fór vel í Björn Kort sem hélt áfram í pre-school, en á miðju ári skipti tappinn um skóla og fór í pre-kindergarten. Gæinn vill þó mest fara í sjóræningjaskóla þar sem hann getur lært að drekka romm og verða ekta pirate. Við lifðum fyrsta veturinn í Minneapolis af, sem er afrek í ljósi þess hversu fáránlega kalt var hérna suma dagana. Þökkum þar fínu lífrænu ullinni fyrir að hafa haldið útlimum þegar verstu kulda tímabilin gengu yfir. Gilli geði bætti í reynslubankann og fílaði vel að vinna í sumar sem óbreytt hjúkka á geðdeild hérna í USA. Við fluttum í draumahverfið í flotta Kort Mansionið. Frúin lifði af rakann hérna í óléttunni, var þó tæpt á tímabili.
Ágústa litla Kort var ekkert að drífa sig og lét umheiminn bíða, þangað til móðirinn missti þolinmæðina (ekki vatnið) og lét læknavísindin ýta við stúlkunni sem heiðraði okkur með komu sinni 23 júlí sl. Daman er búin að vera eins og draumur í dós síðan eða á þann veg að foreldrarnir gátu stundað nám sitt ásamt því að sinna henni.
Eins og fyrri ár þá var gestkvæmt og góðmennt hjá Korturum á árinu, sérstaklega eftir að nýjasti Kortarinn mætti á svæðið. Kortfamilían þakkar öllum gestum einstaklega vel fyrir allar heimsóknirnar á árinu, og já þið hin sem af einhverjum ástæðum komust ekki í ár til okkar, takk fyrir símtölin á árinu.
Árið 2008 stefnir í að vera spennandi fyrir Kortfamilíuna. Hjónin munu halda áfram í skólanum, Ágústa mun byrja í dagvistun í feb. þannig að hjónin ættu þá að geta einbeitt sér betur að náminu. Hin 9 maí næstkomandi mun Geði svo verða formlegur geðhjúkrunarfræðingur eða klíniskur sérfræðingur í geðhjúkrun, flottur titill þar. Eftir það mun Geði einbeita sér að því að fixa geðið í kananum hérna í USA. Planið er að vinna hérna í eitt ár til að byrja með, og meta svo stöðuna. Björn Kort mun prófa public skólana í Minneapolis þegar hann byrjar í kindergarten í haust. Planið er að koma drengnum í football og græða fullt af dollurum á þessu risavaxna afkvæmi okkar, ekki nema sanngjarnt að maður fái eitthvað smá uppí fæðiskostnaðinn. Skemmtileg roadtrip eru líka fyrirhuguð á árinu, DC, Virginia, Kanada og Florida er meðal þess sem við höfum í huga. Góðir gestir eru einnig væntalegir á komandi ári. Þeir sem staðfest hafa komu sína eru amma pönk sem væntaleg er 4 janúar nk., Constanza-hjónin í apríl, baunirnar og amma pönk again í maí. Draumurinn er að sjálfsögðu ennþá hér og eigum við von á honum aftur. Eins eigum við von á að sjá guðmóðurina úr Hafnarfirði og fylgdarlið, fínu læknahjónin úr hlíðunum, guðfaðirinn og co úr Garðabænum og vonandi fleiri góða gesti einhvern tímann á árinu. Nú ef ekki þá vonumst við til þess að hitta sem flesta þegar við komum í heimsókn til the old country til þess að skíra Ágústu Kort í maí-júni næstkomandi.
Við elskum ykkur öll- þið eruð cool, takk fyrir samveruna 2007 og gleðilegt nýtt ár 2008.
Dec 29, 2007
Chicago
Dec 24, 2007
Gleðileg jól!

Dec 20, 2007
countdown í the dream
Allavegna planið á morgun er flott, soon to be geðhjúkkufrúin og Draumurinn eiga pantaðan tíma í Spa, þar sem facial bath og heilnudd bíður þeirra og ekki má gleyma brasilíska vaxinu sem Draumurinn pantaði sér.
Dec 16, 2007
Jólatré
Dec 14, 2007
Til þeirra sem málið varðar:
Dec 13, 2007
Jólaball
Kortfamilían skellti sér á íslenskt jólaball seinustu helgi. Hittum þar þrjá flotta jólasveina í góðum fíling. Íslensku sveinkar eru að mati Björns þokkalega flottir gaurar, láta sig hafa það að fljúga yfir hafið til að gefa íslensku krökkunum i skóinn. Gæinn lætur menningarárekstra þegar kemur að jólasveinum ekkert á sig fá og honum finnst ekkert athugavert við það að hann sé eina barnið í leikskólanum sem fái í skóinn. Gaurinn kemur út í þvílíkum gróða þegar kemur að jólasveinunum, enda ekki við öðru að búast þegar maður trúir á 14 stk.
Dec 6, 2007
Lokasprettur haustannar
Stóri brósi með lillu systu í góðum fíling.
Dec 4, 2007
Ævintýri
Nov 29, 2007
Bókmenntaþjóð
Í leikskólanum hans B er átak í gangi þar sem krakkarnir eru hvattir til að koma með bækur að heiman til þess að sýna öðrum og njóta. B-Kort fannst því tilvalið að koma með góðu íslensku barnabókina sem hann fékk um daginn til þess að sýna vinum sínum. Það er ekki hægt að segja að bókin hafi slegið í gegn þar. Við skulum bara orðað það þannig að Kortarar voru einstaklega þakklátir fyrir að búa í Minnesota en ekki Texas. Þegar kennarinn hans Björn skýrði vinsamlega út fyrir Kortfrúnni að svona bækur samræmdust ekki námsskrá skólans og æskilegast væri að gaurinn kæmi ekki aftur með þesskonar bækur til að sýna. Eitthvað fóru víst samfara og afhöfuðunar myndir fyrir brjóstið á blessuðum kananum.
Nú bíður Kortfamílían eftir heimsókn frá CPS (child protective services). Sjáum við fram á milliríkjadeilur milli íslenskra og amerískra stjórnvalda í kjölfarið. Munum við eflaust getað treyst á dyggan stuðning íslensku þjóðarinnar í "Baráttunni um börnin: part II". Ef að blessuð börning mega ekki lesa fornsögunnar lengur vegna pólítisk rétttrúnaðar, þá er nú fokið í flest öll skjól.
Við munum ekki gefa okkur í þessu máli. Á morgun er stefnan að senda drenginn með Bósa sögu og Herrauðs í skólann, the illustrated version.
Lifi Byltingin!
Nov 24, 2007
Thanksgiving
Kortarar áttu góðan þakkargjörðardag. Okkur var boðið í mat hjá Deb klíniskum leiðbeinanda Geð-Kortsins. Thanksgiving dinnerinn var fjölmennur eða um 20 manns. Kalkúninn og stuffið í kring var flott og gott, áhugaverðast var þó að smakka djúpsteiktan kalkúnn en þannig elda þeir það víst í suðrinu. Alltaf gaman að prófa eitthvað nýtt. Það voru sáttir Kortarar sem lögðust til rekkju á fimmtudagskveldið, Geðið átti þó erfitt með svefn þar sem áhrif auglýsinga og annars áróðurs hafði ná tökum á kappanum. Málið er að föstudagurinn eftir thanksgiving er kallaður black friday, þá vaknar liðið upp um 3-4 am og skellir sér í búðir eða biðraðir og verslar eins og það eigi lífið að leysa. Þar sem Kortarar hafa mikinn áhuga á mannlegri hegðun, jákvæðri og neikvæðri þá gátum við ekki látið þennan samfélagsviðburð líða hjá án þess að taka þátt. Við vorum því mætt á vettvang um 10 leytið til að fylgjast með herlegheitunum í búðunum. Það sem stóð uppúr þeirri ferð var auðvitað Sveinki gamli sem Kortbörn hittu.

Nov 19, 2007
Andríki eða annríki
Á fimmtudaginn kemur er thanksgiving og búið er að bjóða familíunni í thanksgiving dinner ala amerika. Við erum spennt. Í þetta sinn verðum við heima yfir þakkargjörðarhátíðina en hver veit hvað gerist í næstu fríum. Við erum allavegna búin að plana 2 daga ferð til Chicago á slóðir ER um jólin. Þar verður Kortfamilían í öllu sínu veldi því týndi sauðurinn, eða svarti sauðurinn ala DREAM, a.k.a Jósi dancer er væntanlegur til okkar 20 desember. Þannig að þið sem ætlið að gleðja okkur með einhverju stuffi hérna í Bushlandi frá the old country (til dæmis ómótstæðilegu læknisfrúar sörurnar) þá um að gera að loda því á kappann áður en hann kemur með jólin til okkar.
Nov 11, 2007
Homecoming
Nov 6, 2007
Gamla gedi

Gedi gamli faerist odum naer tridja tugnum (eins og fjolskylduvinurinn Ally). Hjukki er 29 ara i dag, vei vei. Bratt getum vid hin sem eldri og vitrari erum farid ad taka mark a unglingunum.
Nov 4, 2007
Halloween myndir
Nov 3, 2007
Brjóstaþoka
Nýliðin vika var annasöm hjá Kortfamilíunni. Það byrjaði allt á langþráðri heimsókn hafnafjarðarkellanna, þær mættu hingað á föstudegi og fóru á fimmtudegi. Ýmislegt skemmtilegt var gert meðan á dvölinni stóð t.d. graskersskurningur, 5 km hlaup, Macys, verslunarferðir, Chuck E Cheese, MOA, lúxus SPA, Bell museum, Halloween partý, impound lot og chill. Kortararnir voru rosa ánægðir með kellurnar sérstaklega B-Kort sem vill flytja heim til frækna sinna. Við vonum að tollurinn hafi séð aumur á kellunum þegar þær ruddust í gegn með 7 troðnar töskur og 1 böggull. Kortarar þakka fyrir sig, thanks girls, sérstaklega vorum við að fíla SPAið, nú er það orðinn fastur liður.
Daginn eftir að kellur fóru var B-Kort svo skellt á skurðarborðið hjá sérfræðingunum á Fairview þar sem kviðslitið ógurlega var fixað. Tappinn er nú flottur á því og er allur að jafna sig. Við setjum svo myndir af halloween stuðinu á næstu dögum.
Oct 23, 2007
11 ár
Oct 18, 2007
Oktober stemmning
Kortarar eru enn við sama heygarðshornið. Eða já skólinn er enn í gangi. Korthjón reyna að troða einhverjir nýrri vitneskju inní hausinn á sér á hverjum degi á milli brjóstargjafar og bleiumála. Hefur gengið vel hingað til en alltaf nóg að gera. Geð-Kort er búin að komast að þvi að hvíld er munaður sem hann getur mögulega leyft sér þegar hann er dauður. Þangað til er um að gera að nýta hverja mínútu. Fyrir utan annríki þá er októbermánuður skemmtilegur hérna í ameríku, haustið kemur og þá rignir laufblöðum og allt verður einhvernveginn appelsínugult á litinn. Halloween er svo í lok mánaðarins sem er auðvitað bara skemmtilegt. Björn Kort er eðlilega mjög spenntur fyrir þvi. Kortfamilían ætlar sér að taka þátt í Halloween undirbúningnum sem fylgir en næstkomandi helgi er planið að fara og velja stórt pumpkin og skera út með Miles vini okkar og mömmu hans. Þar á listagyðja Kortaranna bara eftir að njóta sín.
Halloween verður svo fagnað með komandi gestum, ömmu Helgu a.k.a Constanza, ógiftu guðmóðurinni og lausaleikskrógunum tveimur, sem væntanleg eru eftir 9 daga.
Oct 10, 2007
Florida og guðfaðirinn
Ágústa Kort og guðfaðirinn
Oct 3, 2007
Sep 28, 2007
Captain Jack Sparrow
Í næstu viku fer Kortfamilían til Florida, ætlunin er að skoða Magic Kingdom en þar er eitthvað Pirates of the Caribbean dæmi. Það besta er að B-Kort hefur ekki hugmynd um hver ferðinni er heitið, það verður því bara gaman að fylgjast með tappanum.
P.S. dugnaður Kortara er þvílíkur, komið nýtt albúm Ágústa Kort, flottar myndir þar.
Sep 22, 2007
Fæðingarstyrkur húsmæðra
Sep 18, 2007
Gesta rapport
Annars áttum við góða og rólega daga, lítið um verslunarráp og annað eins rugl, meira um gönguferðir og afslappelsi. Korthjón skelltu sér á tónleika á laugardagskveldinu að hlusta á Devendra Banhart. Góð stemmning þar. Kortarar þakka ömmunni fyrir innlitið, þangað til næst..
Amman sá um að Kort börnin væru þrifin og flott
p.s. ótrúlegur kraftur í Korturum, búnir að laga nýju Kort-börn síðuna.
Sep 7, 2007
Lærdómur og sprengjur
B Kort er byrjaður á nýja leikskólanum og gengur þar undir nafninu Jack Sparrow. Gæinn er sáttur þar. Ágústa Kort gerir ekkert annað en að drekka, sofa og stækka, þægilegt líf þar. Annars eiga Kortarar von á góðum gest næsta miðvikudag þegar amma pönk kemur til að meta aðstæður og hæfni Korthjóna í nýja tveggja barna foreldrahlutverkinu, vonandi verður ekki um falleinkunn að ræða þar.
Annars er pælingin að setja inn nýjar myndir von bráðar.
Aug 31, 2007
Fæðingarorlofslok
Komandi helgi er laborday weekend hérna í US and A. laborday er á mánudagi og því frí. Á dagskrá er chill og aftur chill, matarboð á laugardaginn og state fair á mánudag í góðum félagsskap.
Annars eru Kortarar í skýjunum yfir nýju litlu dömunni sem María og Baddi prodúseruðu. Sendum hamingjuóskir og mjólkurstrauma þangað.
Aug 22, 2007
Maður er manns gaman
Kortarar þakka Írisi fyrir heimsóknina, það var einstaklega gaman. Þó svo heyrst hafi að Þórir sökum gríðarlegar söknuðar hefði verið hálfur maður á meðan.
Guðmóðirin og Ágústa Kort í góðum andlegum fíling
Næsti hópur sem fór var Hafnarfjarðargengið eins og það leggur sig ( já, engir Garðbæingar lengur þar sem the Costanza´s hjónin eru flutt á Vellina). Minnsta familía á Íslandi lifði sem sagt af Cabin feverinn. Sú ferð var bara góð, gott chill með strönd, kanóum, veiðiferðum, kæjökum, ilmolíum og góðum móral. Stemmingin á þessum cabin stað var mjög svo hippaleg og þægileg. Minnti Kortfrúna helst á góðan Kristjaníufíling, þar sem fólk sat úti við og spilaði á gítar eða önnur hljóðfæri. Mjög gaman. Næsta ferð the Costanza crewsins er áætluð jólin 2008 til Florida.
Kortarar þakka Hafnarfjarðargenginu a.k.a the Costanza crewið mínus Kortfamilía fyrir vel heppnað tveggja vikna frí þar sem við gátum öll tíu búið saman án þess að einhver yrði lamin. Góður árangur þar á ferð.
The Costanza crewið mínus Björn Senior, við cabininn góða
Nú er Kortfamilían ein í kotinu en það verður ekki lengi þar sem haustdagskráin er vel bókuð af góðum gestum. Sumir að vísu, nefnum engin nöfn, hafa ekki en séð ástæðu til þess að heimsækja nöfnur sínar hérna í kanaríki en við erum vongóð um að þar verði breyting á.
Aug 11, 2007
Sumarfrí
Aug 3, 2007
Aug 1, 2007
Andlega gestkvæmt
Jul 25, 2007
What's in a name?

Ágústa Kristófersdóttir
Nýjasti Kortarinn mun heita Ágústa Kort Gísladóttir.
Ágústa þýðir hin mikla og kemur fra nafninu Augustus sem þýðir hin mikli, sbr. faðir Pax Romana, Augustus aka Octavianus, þann sem mánuðurinn er nefndur eftir, ef minnið svíkur ekki. Tvær konur sem hjartkærar eru Kort fjölskyldunni hafa borið þetta nafn. Fyrsta skal nefna Ömmu á Hóli, en hún hét einmitt Ágústa. Amma ól upp 7 börn eftir að afi féll frá undir lok sjötta áratugs síðustu aldar. Hún var herra Kort góð. Hún var kjaftfor, kaþólsk og ákveðinn alþýðukona og eins laus við snobb og undirlægjuhátt eins og hægt er að hugsa sér. Hún átti sterkan og góðan Guð og gekk bæði til Rómar og Lourdes til að kynnast honum betur. Hún las CS Lewis og Kipling og kenndi herra Kort gildi sögunnar um miskunsama samverjann, með misgóðum heimtum, en einhverjum þó. Hún var sterk og fylginn sér og hafði mikla réttlætiskennd, hún lá ekki á skoðunum sinum. Hún þekkti páfann. Hún lést í byrjun Júlí 1998.
Hin Ágústan er Ágústa systir herra Korts. Hún hefur verið öllum Korturunum góð. Hún er sterk en kannski á eilítið fágaðri hátt en nafna hennar og Amma. Ágústa systir er líklega ein geðheilbrigðasta manneskja sem Kort fjölskyldan þekkir, sem er svosem vafasamur heiður, þvi að í ríki hinna blindu, er hinn eineygði vissulega konungur. Ágústa systir er klár og fylginn sér og segir sannleikann. Máske ekki alveg eins kaþólsk og nafna hennar en hún þarf ekkert að vera rífa sig niður fyrir það.
Við vonum að sú litla standi undir pressunni. Ef hegðun í móðurkviði og fyrstu 48 klst. hefur eitthvurt forspárgildi mun hún sannlega gera það.
Jul 24, 2007
Kortarinn
Stúlka Gísladóttir er fædd. Hress og greinilega vel í stakk búinn ad takast á við þennan “fagra en falska heim” eins og Mikales höfuðsmaður orðaði forðum. Móðirin er einnig í góðu stuði, miðað við það sem á undan er gengið. Stóribróðir og faðir ad sjálfsögðu sáttir, og fegnir ad vera hvorki með leg né leggöng.
Fæðingin gekk hratt og vel, fyrstu hríðar um 14:30 og búið 16:41. Rembingur stóð í 16 mín. Vont en gott, ekkert verkjastillandi. 16 merkur (3994 gr), lengd 53.3 cm og höfuð 36.2 cm. Kortarar þakka góða og sterka hríðarstrauma
Jul 23, 2007
Gangsetning
Jul 22, 2007
40 vika og 6 dagar
Jul 19, 2007
Gott gengi
Jul 16, 2007
16 júlí
Jul 11, 2007
Heima er best
Jul 3, 2007
Flutningar og fjör
Jun 28, 2007
Kúkahúmor og barnastúss
Jun 21, 2007
Hjúkkulíf

Jun 15, 2007
Lúxuslíf
Jun 9, 2007
Haustdagskrá
Jun 2, 2007
Old girls
Já og Kortarar senda Kortvininum góða Ástgeiri a.k.a the night guy innilegar afmæliskveðjur. Til lukku með 30 árin gamli!!
Jun 1, 2007
Vorhátíð
Það var vorhátíð í leikskólanum hjá Birni Kort í dag. Svaka stemmning, krakkarnir sungu vel æfð lög og svo var endað á potluck. Sérstaklega gaman að sjá hvað B er söngelskur (hvaðan sem hann hefur þann hæfileika) og að gæinn kunni öll lögin, bara flottur gaur.
Nýtt albúm komið valleyfair og vorhátíð
May 30, 2007
Action
May 25, 2007
Batahelgi
May 21, 2007
Valleyfair og sólbruni
May 19, 2007
Samvinna
Jamms maður ætti að koma heim hokinn af reynslu, með svona 1000 yard stare eins og þeir fengu í Víetnam. Vera eins og gellan sem kenndi okkur bráðahjúkrunina heima, lærði útí Florída, var orðinn sérfræðingur í að meðhöndla stungusár í heilastofninn. Með ydduðum tannburstum. Það var nebblilega ríkisfangelsi nálægt spítalanum………
Er búinn að framkvæma ansi mörg greiningarviðtöl frá áramótum. DSM IV orðinn samgróinn vitundinni. Skjótari en skugginn að greina. Öll mannleg hegðun er fyrir mér eitt stórt sjúkdómseinkenni. Sérlega góður að framkvæma skyndi- Axis 2 greiningar (persónuleikaraskanir) á gestum og gangandi, en þó sérlega vinum og vandamönnum.
Í tilefni af því hversu kaninn hefur tekið Kortfjölskyldunni vel læt ég hér fylgja með annað frábært dæmi um samvinnu norrænna manna og Amrískra.
http://www.youtube.com/watch?v=t2RmgQo8N-M&mode=related&search=
May 18, 2007
Velkominn Kári
Látum hérna eina góða mynd af nýja prinsinum fylgja með.

May 15, 2007
Músík
Annars er stórir hlutir í gangi í sambandi við húsnæðismálin, smávægilegar jákvæðar breytingar í gangi. Við leyfum ykkur að fylgjast með framvindun mála þar.
Skellið á linkinn til að hlusta á kallinn.
May 13, 2007
Syndir feðranna
May 8, 2007
Reality check
May 5, 2007
Social life
May 2, 2007
Bauni
Apr 30, 2007
Lokasprettur
í leikskólanum en við bætist fótboltanámskeið fyrir tappann. Í júlí eru svo flutningar í nýju höllina þar sem allir verða æðinslega hamingjusamir. Í lok júlí bætist svo nýja Kort daman við og B verður stóri bróðir. Í júlílok og ágúst verður chilltími og gestatími, eigum von á slatta af gestum á þessum tíma m.a til að skoða nýjasta Kortmeðliminn. Við erum svo hamingjusöm að við erum að deyja.......:)
Apr 25, 2007
Kveðjustund
Apr 19, 2007
Skerí ástand
Apr 15, 2007
Gleðifréttir
Önnur gleðitíðindi eru að Korthjónin eru loksins eftir vesen og meira vesen búin að fá kreditkort hérna í the states. Málið er að hérna miða allir allt útfrá credit history og mar þarf kreditkort til að sýna fram á reglulegar greiðslur og góða sögu þar. Því neyðast Kortarar með nýja kortið í vasanum til þess að kaupa eitthvað á raðgreiðslum til þess að geta sýnt fram á að okkur sé treystandi og að séum ekki í vanskilum. Frekar skondið þar sem Kortfamilían hefur aldrei tekið neitt á raðgreiðslum áður. En nú er það s.s. eitthvað sem við neyðumst til að gera. Það ætti svo sem að vera hægt að finna eitthvað gangslaust stöff hérna í mekka kapítalismanns. Ef þið eruð með einhverjar góðar hugmyndir endilega láta það flakka. Kortarar eru þó komnir með nokkrar tillögur, til að mynda vill frúin rainbow ryksugu, B-Kort vill lítinn bróður og Geðið vil frið á jörðu... Hvað skal það þá vera????