
Gedi gamli faerist odum naer tridja tugnum (eins og fjolskylduvinurinn Ally). Hjukki er 29 ara i dag, vei vei. Bratt getum vid hin sem eldri og vitrari erum farid ad taka mark a unglingunum.
Ástæðan fyrir þessari bloggtilraun er sú að the Kort family fór á flakk og býr núna í Minneapolis, USA. Hugmyndin er því sú að hér geti vinir og vandamenn fylgst með ævintýrum okkar. Með vinum og vandamönnum þá er átt við alla þá sem elska, virða og þekkja kortfjölskylduna.
Næsti hópur sem fór var Hafnarfjarðargengið eins og það leggur sig ( já, engir Garðbæingar lengur þar sem the Costanza´s hjónin eru flutt á Vellina). Minnsta familía á Íslandi lifði sem sagt af Cabin feverinn. Sú ferð var bara góð, gott chill með strönd, kanóum, veiðiferðum, kæjökum, ilmolíum og góðum móral. Stemmingin á þessum cabin stað var mjög svo hippaleg og þægileg. Minnti Kortfrúna helst á góðan Kristjaníufíling, þar sem fólk sat úti við og spilaði á gítar eða önnur hljóðfæri. Mjög gaman. Næsta ferð the Costanza crewsins er áætluð jólin 2008 til Florida.
The Costanza crewið mínus Björn Senior, við cabininn góða
Nú er Kortfamilían ein í kotinu en það verður ekki lengi þar sem haustdagskráin er vel bókuð af góðum gestum. Sumir að vísu, nefnum engin nöfn, hafa ekki en séð ástæðu til þess að heimsækja nöfnur sínar hérna í kanaríki en við erum vongóð um að þar verði breyting á.