Nov 6, 2007

Gamla gedi


Gedi gamli faerist odum naer tridja tugnum (eins og fjolskylduvinurinn Ally). Hjukki er 29 ara i dag, vei vei. Bratt getum vid hin sem eldri og vitrari erum farid ad taka mark a unglingunum.

Nov 4, 2007

Halloween myndir


Hin fjögur fræknu, Ásta, Árný, Björn Kort og Ágústa Kort í góðum halloween fíling

Ágústan skellti sér í pirates búning í tilefni dagsins

Nov 3, 2007

Brjóstaþoka

Brjóstaþokan svokallaða hefur tekið sér bólfestu hjá Korturum, þó aðallega hjá frúnni. Blogg afköst seinustu vikur styðja það. Kortfamilían hefur þó fullan hug á að bæta þar úr, við ætlum þó ekki að grípa til svo róttækra aðferða eins og að hætta með dömuna á brjósti... nei, nei, en við gerum okkar besta.
Nýliðin vika var annasöm hjá Kortfamilíunni. Það byrjaði allt á langþráðri heimsókn hafnafjarðarkellanna, þær mættu hingað á föstudegi og fóru á fimmtudegi. Ýmislegt skemmtilegt var gert meðan á dvölinni stóð t.d. graskersskurningur, 5 km hlaup, Macys, verslunarferðir, Chuck E Cheese, MOA, lúxus SPA, Bell museum, Halloween partý, impound lot og chill. Kortararnir voru rosa ánægðir með kellurnar sérstaklega B-Kort sem vill flytja heim til frækna sinna. Við vonum að tollurinn hafi séð aumur á kellunum þegar þær ruddust í gegn með 7 troðnar töskur og 1 böggull. Kortarar þakka fyrir sig, thanks girls, sérstaklega vorum við að fíla SPAið, nú er það orðinn fastur liður.
Daginn eftir að kellur fóru var B-Kort svo skellt á skurðarborðið hjá sérfræðingunum á Fairview þar sem kviðslitið ógurlega var fixað. Tappinn er nú flottur á því og er allur að jafna sig. Við setjum svo myndir af halloween stuðinu á næstu dögum.

Oct 23, 2007

11 ár

23 okt er dagurinn hjá Kortfrúnni, 11 ár í dag, sligar hægt og rólega í oldtimerinn, spurning hvaða criteríu miðað er við þar eins og annarsstaðar. Kortarar fagna þessum áfanga eins og öðrum góðum áföngum í okkar lífi, brosum hringinn. Eins og Ágústan
Nýtilkominn pumpkin skurningshæfileiki er meðal þess sem bæst hefur í reynslubelti Kortfrúarinnar á seinustu 11 árum. vei vei alltaf að læra eitthvað nýtt. Hverjum hefði grunað þetta fyrir 11 árum síðan.

Oct 18, 2007

Oktober stemmning


Kortarar eru enn við sama heygarðshornið. Eða já skólinn er enn í gangi. Korthjón reyna að troða einhverjir nýrri vitneskju inní hausinn á sér á hverjum degi á milli brjóstargjafar og bleiumála. Hefur gengið vel hingað til en alltaf nóg að gera. Geð-Kort er búin að komast að þvi að hvíld er munaður sem hann getur mögulega leyft sér þegar hann er dauður. Þangað til er um að gera að nýta hverja mínútu. Fyrir utan annríki þá er októbermánuður skemmtilegur hérna í ameríku, haustið kemur og þá rignir laufblöðum og allt verður einhvernveginn appelsínugult á litinn. Halloween er svo í lok mánaðarins sem er auðvitað bara skemmtilegt. Björn Kort er eðlilega mjög spenntur fyrir þvi. Kortfamilían ætlar sér að taka þátt í Halloween undirbúningnum sem fylgir en næstkomandi helgi er planið að fara og velja stórt pumpkin og skera út með Miles vini okkar og mömmu hans. Þar á listagyðja Kortaranna bara eftir að njóta sín.
Halloween verður svo fagnað með komandi gestum, ömmu Helgu a.k.a Constanza, ógiftu guðmóðurinni og lausaleikskrógunum tveimur, sem væntanleg eru eftir 9 daga.

Oct 10, 2007

Florida og guðfaðirinn

Kominn smá tími á rapport eftir viðburðarríka viku hjá Korturum. Seinasta þriðjudag skellti familían sér til Florida, Geði fékk rosa flottann styrk til að fara á hina árlegu APNA ráðstefnu. Svo veglegur var styrkurinn að restin af familíunni ákvað að skella sér með og var því ákveðið að bæta við einum degi og kíkja í disney world. Allir Kortararnir voru rosa sáttir með ferðina, sérstaklega skemmtigarðana, þvílíkt góð þjónusta og einstaklega þægilegt að vera með litlu Ágústu í görðunum. Fyrir utan engisprettuna sem réðst á Kortfrúnna a.k.a frúnna með skordýrafóbíuna, þá var þetta brill frí. Á laugardagsnótt komu Kortarar heim frá Florida, eftir sex tíma seinkun og gott chill á Orlando flugvelli. Vinir okkar hjá Northwestern voru svo miður sín yfir seinkuninni að þeir gáfu Korturum 300 dollara inneign, alltaf að græða. Þegar heim til Minneapolis var komið, blasti við okkur rauðhausinn hann Páll Sigurjónsson a.k.a Palli díler, the handyman og guðfaðir Ágústu Kort og frú Unnur hin prúða. Já, hrósið fær Unnur fyrir að hafa keypt flugmiða til Minneapolis í mars sl. og haldið því leyndu fyrir Pallanum alveg þangað til á föstudag þegar gæinn var kominn upp á flugvöll. Flott þrítugsafmælisgjöf. Kortarar eru líka ansi ánægðir með að hafa náð að halda kjafti með surprisið hans Páls. Hjónin voru frá föstudegi til þriðjudags og voru þau til friðs mest allann tímann. Páll var þó með smá vott af heimþrá og ökubræði en við fyrirgefum honum það, tímamismunur og nýtilkominn færsla yfir á fertugsaldurinn hafa vafalaust spilað þar inní. Kortarar þakka þeim hjónum fyrir innlitið. Það var einstaklega gaman að hitta ykkur, Vonandi verðið þið lengur næst.

Ágústa Kort og guðfaðirinn

Sep 28, 2007

Captain Jack Sparrow

B-Kort er ekki ólíkur foreldrar sínum að því leyti að þegar hann fílar eitthvað, þá eru engin takmörk. Hófsemi er orð sem Kortarar munu seint ná að tileinka sér. Drengurinn hefur nú í einhvern tíma, komið vel yfir ár, haft sérstakt dálæti af sjóræningjum. Það byrjaði allt með Kobba Kló úr Pétri Pan. Svo varð það sjálfur Captain Jack Sparrow . Nú hefur það verið þannig í dágóðan tíma að þegar B- Kort er kynntur fyrir nýju fólki þá segist hann heita Jack Sparrow. Á nýja leikskólanum gengur hann undir því nafni bæði hjá starfsfólki og börnum. Gaurinn er ekkert að flippa með þetta Sparrow æði hann segist ekki geta beðið eftir því að verða fullorðinn, safnað skeggi og síðu hári. Um daginn bað hann um hárlengingu. Þegar hann verður fullorðinn þá ætlar hann að fara til Jack Sparrowslands, berjast og drekka rom eins og ekta sjóræningi. Hann hefur tilkynnt Kortsettinu þetta og talar með tilhlökkun, hann ætlar að taka Ágústu litlu systur með en foreldrarnir eiga að bíða í flugvélinni á meðan (dont ask). Á meðan hann bíður eftir að fullorðnast lætur hann sér nægja að reyna líkjast Captain Jack Sparrow í öllu, hermir eftir göngulagi og leikur hann drukkinn. Seinustu vikur hefur hann til að mynda ekki farið úr jakka einum sem svipar til jakka goðsins. Einnig gengur hann um með Sparrow hatt, við þetta sett er gæinn svo í bláum gúmmítúttum. Óháð því hvort hitastigið er 30 gráður eða ekki þá fer Björn Kort ekki úr dressinu. Hann er bara flottastur og trúr sínu.
Björn Kort i dressinu

Í næstu viku fer Kortfamilían til Florida, ætlunin er að skoða Magic Kingdom en þar er eitthvað Pirates of the Caribbean dæmi. Það besta er að B-Kort hefur ekki hugmynd um hver ferðinni er heitið, það verður því bara gaman að fylgjast með tappanum.

P.S. dugnaður Kortara er þvílíkur, komið nýtt albúm Ágústa Kort, flottar myndir þar.

Sep 22, 2007

Fæðingarstyrkur húsmæðra

Í ljósi þess að okkur Korturum fæddist lítil falleg stúlka fyrir um það bil 9 vikum þá áttum við fátæku aumingja námsmannadruslunar rétt á fæðingarstyrk námsmanna, þar sem við erum með lögheimil á Íslandi. Styrkurinn er ekki hár rétt um 90 þús á mánuði (í 9 mán saman) en kemur sér þvílíkt vel hérna í US and A þar sem allt er ódýrara fyrir utan heilbrigðistryggingar og leikskólagjöld. Að vísu var það svo mat sjóðsins að frúin hefði ekki verið í fullu námi í 6 HEILA mánuði og því bæri að líta á hana sem vesæla húsmóður og þær þurfa ekki nema 1/2 styrk. Góði fæðingarstyrkurinn sem Kortarar höfðu séð fyrir sér var því ekki alveg að gera sig. Því miður lítið hægt að gera við því. Í seinustu viku fékk Kortfrúin svo boð frá háskólanum um svokallaða Teachers assistant stöðu á þessari önn. Á planinu var að frúin tæki við svona stöðu á komandi vorönn en ekki á haustönn því ekki má vinna á fæðingarstyrknum góða. Tilboðið frá skólanum, fól í sér um 42 þús ísl. á mánuði, töluvert góðan afslátt af skólagjöldum bæði fyrir frúna og Geðið+ mjög góðar heilbrigðistryggingar fyrir aðeins 5 tíma vinnu á viku. Kortarar þurftu ekki að velta hlutunum lengi fyrir sér, úr verður að Geði tekur 6 mánuði hjá sjóðnum og frúin tekur 2 mánuði sem liðnir eru, á mánudaginn byrjar hún svo að vinna. Frúin er því formlega hætt í fæðingarorlofinu og farin að vinna eins og öllum góðum húsmæðrum sæmir... Who's a homemaker now???

Sep 18, 2007

Gesta rapport

Amman komin og farin. Seinustu dagar hafa farið í chill með ömmu pönk sem kíkti á okkur i nokkra daga. Amman sem er hjúkrunarfræðingur eins og stór hluti af því góða fólki sem tengist Korturum, er alltaf á vakt. Á innan við sólarhring frá komu, var gellan búin að greina B.Kort með kviðslit (inguinal hernia). Sú sjúkdómsgreining var svo staðfest af sérfræðingunum á Fairview childrens hospital. Drengurinn þarf því að fara í aðgerð á næstu vikum, gæinn var ekkert rosalega sáttur með það en um leið og hann heyrði af Jack Sparrow verðlaununum sem í boði eru þá breyttist allt. Nú getur gaurinn ekki beðið eftir því að komast undir hnífinn. Amman sá ekkert athugavert við aðra Kortara í þessari ferð. Spurning þó hvort að nýtilkomin en mjög svo hröð tölvu- og netfíkn hafi truflað dómgreindina þar.
Annars áttum við góða og rólega daga, lítið um verslunarráp og annað eins rugl, meira um gönguferðir og afslappelsi. Korthjón skelltu sér á tónleika á laugardagskveldinu að hlusta á Devendra Banhart. Góð stemmning þar. Kortarar þakka ömmunni fyrir innlitið, þangað til næst..


Amman sá um að Kort börnin væru þrifin og flott

p.s. ótrúlegur kraftur í Korturum, búnir að laga nýju Kort-börn síðuna.

Sep 7, 2007

Lærdómur og sprengjur

Skólinn og verknám byrjað hjá Korthjónum, svaka stemmning þar. Það er ekki hægt að segja annað en að skólinn byrji með látum hérna í USA. Í dag kom tilkynning um að rýma ætti Weaver-Densford Hall bygginguna sem hýsir hjúkrunar og lyfjafræðideildirnar vegna sprengjuhótana. Já það segir engin að það sé ekki spennandi og í raun lífshættulegt hjúkrunarfræðinámið hér. Annars var Geði ekki í hættu staddur þar sem hann var í verknámi á VA að sinna geðheilsu þeirra sem þar eru. Annars er þetta í annað sinn sem svona sprengjuhótun berst háskólanum á því ári sem Kortarar eru búnir að vera hér. Þokkalegt ástand hérna í US and A.
B Kort er byrjaður á nýja leikskólanum og gengur þar undir nafninu Jack Sparrow. Gæinn er sáttur þar. Ágústa Kort gerir ekkert annað en að drekka, sofa og stækka, þægilegt líf þar. Annars eiga Kortarar von á góðum gest næsta miðvikudag þegar amma pönk kemur til að meta aðstæður og hæfni Korthjóna í nýja tveggja barna foreldrahlutverkinu, vonandi verður ekki um falleinkunn að ræða þar.
Annars er pælingin að setja inn nýjar myndir von bráðar.

Aug 31, 2007

Fæðingarorlofslok

Já, Adam var ekki lengi í paradís. Fæðingarorlof Kortfamilíunnar er brátt á enda. Skólinn byrjar á fullu á þriðjudaginn og þá þýðir ekkert rugl. Annars sjá Korthjón fram á rólega haustönn svona miða við það sem á undan er gengið. Geðið verður í verknámi tvo daga í viku og af og til í tímum á campus. Frúin getur því mætt í tíma á meðan Geði og Ágústa lilla chilla heima. Björn Kort verður í nýja pre-kindergarden skólanum sínum og þar á dúddi pláss frá 6:30 am til 6:30 pm. Við höfum þó ekki hugsað okkur að fullnýta plássið þar, væri gaman að sjá drenginn af og til. Ágústa á svo pantað pláss í sama leikskóla í janúar 2008. Veturinn leggst vel í Kortara. Það verður nóg að gera námið er spennandi og svo eru góðir gestir væntanlegir. Næsti gestur amma pönk er væntanleg 12 sept nk.
Komandi helgi er laborday weekend hérna í US and A. laborday er á mánudagi og því frí. Á dagskrá er chill og aftur chill, matarboð á laugardaginn og state fair á mánudag í góðum félagsskap.
Annars eru Kortarar í skýjunum yfir nýju litlu dömunni sem María og Baddi prodúseruðu. Sendum hamingjuóskir og mjólkurstrauma þangað.

Aug 22, 2007

Maður er manns gaman

Góðir gestir eru farnir. Seinustu þrjár vikur hafa verið ansi gestkvæmar hjá Korturum, sú fyrsta sem kom og fór var engin önnur en frú Íris Björg. Það var svo sem vel við hæfi að hún væri sú fyrsta til að hitta Ágústu Kort þar sem Kortarar með hjálp æðri máttar hafa valið Írisi sem guðmóður Kortstúlkunar. Við höfum fulla trú á að Íris eigi ekki eftir að klúðra því hlutverki sem guðforeldrar hafa, að bera ábyrgð á andlegu og trúarlegu uppeldi barnsins.
Kortarar þakka Írisi fyrir heimsóknina, það var einstaklega gaman. Þó svo heyrst hafi að Þórir sökum gríðarlegar söknuðar hefði verið hálfur maður á meðan.

Guðmóðirin og Ágústa Kort í góðum andlegum fíling


Næsti hópur sem fór var Hafnarfjarðargengið eins og það leggur sig ( já, engir Garðbæingar lengur þar sem the Costanza´s hjónin eru flutt á Vellina). Minnsta familía á Íslandi lifði sem sagt af Cabin feverinn. Sú ferð var bara góð, gott chill með strönd, kanóum, veiðiferðum, kæjökum, ilmolíum og góðum móral. Stemmingin á þessum cabin stað var mjög svo hippaleg og þægileg. Minnti Kortfrúna helst á góðan Kristjaníufíling, þar sem fólk sat úti við og spilaði á gítar eða önnur hljóðfæri. Mjög gaman. Næsta ferð the Costanza crewsins er áætluð jólin 2008 til Florida.


Kortarar þakka Hafnarfjarðargenginu a.k.a the Costanza crewið mínus Kortfamilía fyrir vel heppnað tveggja vikna frí þar sem við gátum öll tíu búið saman án þess að einhver yrði lamin. Góður árangur þar á ferð.

The Costanza crewið mínus Björn Senior, við cabininn góða

Nú er Kortfamilían ein í kotinu en það verður ekki lengi þar sem haustdagskráin er vel bókuð af góðum gestum. Sumir að vísu, nefnum engin nöfn, hafa ekki en séð ástæðu til þess að heimsækja nöfnur sínar hérna í kanaríki en við erum vongóð um að þar verði breyting á.

Aug 11, 2007

Sumarfrí

Sumarfrí/fæðingarorlof (að vísu bara hálft með kveðju frá fæðingarstyrksbatteríinu, Thanks for all the fucking fish) Kortfamilíunar er hafið. Formlega hafið vei vei. Á Kort mansioninu hefur verið gestkvæmt og góðmennt. Nú eru senior hjónin á Völlunum a.k.a. the Costanza's í heimsókn hjá Korturum. Seinustu dagar hafa því farið í Macys eyðslu, chill og góðan mat. Á morgun er svo planið að keyra norður í cabin hérna í Minnesota þar sem stór familían (nota bene minnsta familían á Íslandi, 10 einstaklingar með öllu) mun eyða vikutíma saman. Áhugavert hvernig cabin fever fer í liðið, án TV, internets og annars sukks. Kemur í ljós eftir viku! Biðjum að heilsa þangað til...

Aug 3, 2007

Stóri bróðir

Björn og Ágústa í góðum fíling
Kortfeðgar að baða Kortdömuna

Aug 1, 2007

Andlega gestkvæmt

Við erum með góða gesti hér at the Kort mansion. Íris Björg a.k.a guðmóðir Ágústu Korts og Ásthildur a.k.a guðmóðir Björns Korts og Birgir mávur + börn hafa dvalið hér síðan á laugardag í góðum fíling. Guðmæðurnar hafa að sjálfsögðu verið uppteknar við að kenna Kortbörnunum góða kaþólskasiði, enda eru þær kellur ábyrgar fyrir andlegu uppeldi barnanna. Á milli bæna og bíblíulesturs hafa guðmæðurnar og þeirra fylgifólk einnig dýrkað mammon. Við fyrirgefum þeim það, ekki við öðru að búast þegar fólk er statt í mekka materialismans hérna í Bushlandi og það í sjálfri verslunarborginni sem Minneapolis er.
Íris hefur verið tilnefnd af Kortmeðlimum sem efnilegasti shopper ársins, ekki slæmur titil þar.
Fyrir utan bænir og shopperí þá eru allir hressir, Ágústa Kort er hress og stendur sig vel í nýjum heimi, farin að þyngjast vel, enda gerir barnið ekkert annað en að sofa og drekka. Gott líf þar.
Kortarar þakka vel fyrir allar flottu sængurgjafirnar, þær munu vafalaust koma að góðum notum.
Nýjar myndir eru svo væntanlegar. Over and out.

Jul 25, 2007

What's in a name?

Ekkert stress, engar áhyggjur, svona viljum við hafa það!





Amma á Hóli a.k.a
Ágústa Kristófersdóttir

Nýjasti Kortarinn mun heita Ágústa Kort Gísladóttir.

Ágústa þýðir hin mikla og kemur fra nafninu Augustus sem þýðir hin mikli, sbr. faðir Pax Romana, Augustus aka Octavianus, þann sem mánuðurinn er nefndur eftir, ef minnið svíkur ekki. Tvær konur sem hjartkærar eru Kort fjölskyldunni hafa borið þetta nafn. Fyrsta skal nefna Ömmu á Hóli, en hún hét einmitt Ágústa. Amma ól upp 7 börn eftir að afi féll frá undir lok sjötta áratugs síðustu aldar. Hún var herra Kort góð. Hún var kjaftfor, kaþólsk og ákveðinn alþýðukona og eins laus við snobb og undirlægjuhátt eins og hægt er að hugsa sér. Hún átti sterkan og góðan Guð og gekk bæði til Rómar og Lourdes til að kynnast honum betur. Hún las CS Lewis og Kipling og kenndi herra Kort gildi sögunnar um miskunsama samverjann, með misgóðum heimtum, en einhverjum þó. Hún var sterk og fylginn sér og hafði mikla réttlætiskennd, hún lá ekki á skoðunum sinum. Hún þekkti páfann. Hún lést í byrjun Júlí 1998.

Hin Ágústan er Ágústa systir herra Korts. Hún hefur verið öllum Korturunum góð. Hún er sterk en kannski á eilítið fágaðri hátt en nafna hennar og Amma. Ágústa systir er líklega ein geðheilbrigðasta manneskja sem Kort fjölskyldan þekkir, sem er svosem vafasamur heiður, þvi að í ríki hinna blindu, er hinn eineygði vissulega konungur. Ágústa systir er klár og fylginn sér og segir sannleikann. Máske ekki alveg eins kaþólsk og nafna hennar en hún þarf ekkert að vera rífa sig niður fyrir það.

Við vonum að sú litla standi undir pressunni. Ef hegðun í móðurkviði og fyrstu 48 klst. hefur eitthvurt forspárgildi mun hún sannlega gera það.

Jul 24, 2007

Kortarinn

Nýji Kortari
Stoltur stóri brósi


Stúlka Gísladóttir er fædd. Hress og greinilega vel í stakk búinn ad takast á við þennan “fagra en falska heim” eins og Mikales höfuðsmaður orðaði forðum. Móðirin er einnig í góðu stuði, miðað við það sem á undan er gengið. Stóribróðir og faðir ad sjálfsögðu sáttir, og fegnir ad vera hvorki með leg né leggöng.

Fæðingin gekk hratt og vel, fyrstu hríðar um 14:30 og búið 16:41. Rembingur stóð í 16 mín. Vont en gott, ekkert verkjastillandi. 16 merkur (3994 gr), lengd 53.3 cm og höfuð 36.2 cm. Kortarar þakka góða og sterka hríðarstrauma

Jul 23, 2007

Gangsetning

Erum mætt á Fairview búið að skella oxytocin í æð á Kortfrúnni. Nú er bara að bíða og sjá. Útvíkkun er um 2-3. Korthjón chilla bara hérna og horfa á ER á meðan hormónið vinnur sína vinnu. Peace

Jul 22, 2007

40 vika og 6 dagar

Já, Kortfamilían hefur aflýst öllum barneignum þangað til á morgun 23 júlí. En þá eiga Kortarar pantaðan tíma kl 8 am í gangsetningu. Því lítur út fyrir að Kortstúlkan fæðist í ljónsmerkinu 23 júlí. Við erum spennt, já mjög spennt að sjá stúlkuna. Þangað til ætlar þriggjamannafamilían að klára það sem hægt er í nýja húsinu. Dagsplanið er einhvernveginn á þessa leið, mála pallinn, fara í Ikea versla stuff, setja upp bókahillur í stofu og ganga frá stofu, setja saman kommóðu fyrir gesti, slaka á, taka til, þvo þvott og chilla....um að gera njóta dagsins.
Þar sem við munum fæða á hátæknisjúkrahúsinu Fairview þá er að sjálfsögðu netsamband þar og munum við því reyna eftir bestu getu að setja inn nýjar fréttir og myndir af fæðingarstuffinu á morgun.

Jul 19, 2007

Gott gengi

Ameríkanar eru greinilega að fíla Kortarana þessa dagana. Um daginn fékk Kortfrúin boð um TA (Teachers assistance) stöðu í deildinni sinni á næstkomandi vorönn, svona stöður eru auðvitað þvílíkt góðar þar sem fríðindin sem þeim fylgja eru ansi góð plús auðvitað sú reynsla sem fæst með þeim. Geði var með svona stöðu á nýliðni vorönn og kom það sér vægast sagt ansi vel fyrir Kortarana. Frúin er því ansi lukkuleg. Geði fékk svo skólastyrk í gegnum hjúkrunardeildina fyrir næsta ár, er þar um góðan afslátt á skólagjöldum að ræða. Að auki fékk hjúkkan líka styrk til að fara á geðhjúkrunarráðstefnu sem haldin verður í Florida í október, vei vei. Það lítur því allt út fyrir að Kortfamilían muni skella sér í smá trip í sólina á haustmánuðum. Við segjum ekki nei við því.
Annars styttist óðum í gestabylgjuna frá the old country, Íris ríður þar á vaðið en hún er væntanleg föstudaginn 27. Daginn eftir kemur svo Hafnarfjarðarliðið, Ásthildur, kærasti +börn. Í byrjun ágúst er svo Vallargengið a.k.a Aratúnssettið væntanlegt. Kortarar eru mjög spenntir fyrir komandi gestunum.
p.s. fæðingarstuff er á hold þrátt fyrir aumkunarverðar tilraunir Kortfrúnar til að flýta þar fyrir. Síendurteknar stigaferðir, lavenderböð, góðar hugsanir, bænir, göngutúrar og nú seinast 18 km hjólaferð hafa ekkert gagn gert þar. Hlýjar hugsanir með sterkum hríðarstraumum óskast því, helst í gær..........

Jul 16, 2007

16 júlí

Í dag er dagurinn sem læknavísindin spá því að litla Kort eigi að koma í heiminn. Það verður gaman að sjá hvort það gangi eftir. Það væri nú ansi gaman sérstaklega þar sem Guðbergur Emil Írisar og Þóris oldy sonur á þriggja ára afmæli í dag.
Björn Kort trúir því að barnið muni koma með keisara og að hún sé með bleikt hár og rauð augu, mikil spenningur þar á bæ.
Korthjón eru þó farin að trúa því að úthald sé eitthvað sem Kortbörn hafi tekið bókstaflega, sérstaklega þegar kemur að því að yfirgefa móðurkvið. Gleðifréttirnar komu þó í dag þegar frúin fór í mæðraskoðun og ljósan spurði hvernig henni litist á gangsetningu í næstu viku eða í kringum 41 viku, vei vei við tökum því fegins hendi. Biðin styttist því hjá Korturum. Ef stúlkan verður ekki komin næsta mánudag þá verður pantaður tími í þeirri viku þar sem náð verður í krakkann. Og já Kortarar taka ekki mark á setningum eins og "þau koma þegar þau vilja".

Jul 11, 2007

Heima er best

Kortfamilían er heldur betur ánægð í nýja húsinu. Seinasta vika hefur farið í það að koma sér fyrir ásamt því að taka meðal annars á móti þrifliði, málurum og cablegæanum. Þetta er allt að smella saman hérna. Kortfamilían er ennþá í skýjunum yfir nýju heimkynnum og hefur þegar bætt met sitt þegar kemur að tíðni eldaðs kveldmatar, þökk sé flottu og góðu eldhúsi. Fyrsta matarboðið í nýja kotinu var haldið á sunnudag þegar hluti þeirra sem hjálpuðu okkur við að flytja og makar komu í grill a la GeðKort. En Geði a.k.a Gilli grill var ekki lengi að kaupa sér eitt stykki gasgrill á nýju veröndina.
Annars er stór dagur á morgun hjá B-Kort. Coco sem er bangsi í leikskólanum kemur heim með Birni og mun hann dvelja hjá okkur í tvo daga. Einkar sniðugt framtak hjá leikskólanum í að kenna krökkunum ábyrgð og annað sniðugt stuff. Á föstudagsmorguninn er svo baby shower á vegum leikskólans fyrir Kortfrúna og þrjár aðrar óléttar mæður þaðan. Þetta á bara eftir að verða gaman.
Af Kortstúlkunni er allt gott að frétta, ljósmóðirin hreyfði belginn á mánudaginn var en stúlkan heldur samt kyrru fyrir. Eitt vitum við þó, og það er að gellan verður komin í allra seinasta lagi 30 júlí.

Jul 3, 2007

Flutningar og fjör

Kortfamilían er flutt. Flutt í suðvestur Minneapolis, við vötnin þar sem fína fólkið leikur sér. Ójá við erum sæl og happý eins og B Kort kallar það. Við þökkum hlýjar flutningskveðjur frá the old country, við erum svo næm fundum vel fyrir straumunum. Flutningarnir gengu vel, góðir félagar úr heimadeild Geð-Kortsins hjálpuðu til við að bera stuffið. Höfðu víst orð á því að þau myndu ekki hleypa öðrum graduate eða vel læsum einstakling í deildina, fannst fjöldi bókakassa einum of. Fyrir hjúkkunni er bókalaus maður eins og brókarlaus maður.
Gömlu leigendurnir þrifu ekki eftir sig þannig að Kortfrúin þurfti heldur betur að sýna húsmæðrahæfileikana á því sviði. Þetta gekk þó allt og meira segja þrifu Korthjónin gömlu íbúðina alla í gærdag. Þrátt fyrir alla flutninga og þrif þá hefur það ekki sveiflað litlu Kortstúlkunni, við þökkum fyrir það.
Annars erum við ennþá að koma okkur fyrir í nýja húsinu. Hingað til hefur Kortfamilína aðeins búið á einni hæð í um 60 til 90 fm. Viðbrigðin eru því ansi mikil að vera komin á þrjár hæðir og fullt af fm. Seinustu dagar hafa farið í það að hlaupa á milli hæða, við finnum lærvöðvana styrkjast í hverju skrefi. Ekki nóg með það svo erum við auðvitað með verönd þannig að Kortarar ættu að verða vel massaðir og tannaðir í nýja húsinu. Myndir af slottinu koma á næstu dögum þegar allt verður reddy.

Kortfamilían óskar Stínu og Hrólfi innilega til lukku með dömuna á dögunum. Spurning hvort Stínan sinni heimaklippingarþjónustu í fæðingarorlofinu, hún væri allavegna mjög velkomin til hárprúðra en fyrst og fremst prúðra Kortarar.

Jun 28, 2007

Kúkahúmor og barnastúss

Um daginn skelltu Kortarar sér á Big brother námskeið á vegum spítalans. Námskeið þetta var hið sniðugast en það var hugsað fyrir 3 til 6 ára gömul systkyni. B Kort fílaði þetta í botn og hafi sjálfur mikið til málanna að leggja þegar kom að umræðum í sambandi við litla barnið. Skemmtilegast þótti gæanum þó að fá að skipta á bleyju og var hann mjög upptekinn af því að lítil börn kúki mikið. B Kort er því orðin ansi spenntur og ágætilega undirbúin fyrir að eignast litla systur, segist verða happy þegar litla baby mætir loksins á svæðið.
Samkvæmt útreikningum sónars ætti daman að vera væntanleg á næstu 2-3 vikum, við vonum það svo innilega að ekki þurfi að reka á eftir þessum Kortmeðlim. Fyrst stefnum við þó á að flytja næsta sunnudag og að frúin klári sumarkúrsinn sem hún er í 6 júlí. Eftir það má allt gerast, sterkir hríðarstraumar óskast því eftir 6 júlí.
Nefndin

Jun 21, 2007

Hjúkkulíf

Eftir stífann mánuð við verkefnaskil, hópvinnu og öðru námstengdu stefnir loks í smá rólegheit hjá Geðinu. Bara vinna, flutningar, gestir, barneignir og tveir sumarkúrsar það sem eftir lifir sumars. Já, reynslan úr geðinu um hvernig á að takast við massíft álag er greinilega að skila sér. Hjúkki er svalur og algjörlega sveiflulaus, eins og honum einum er von. Tappinn mætti á fyrstu formlegu hjúkrunarvaktina hérna í Ameríku í dag, þar á undan var dúddi búin að vera í verklegu námi og kynningarnámskeiðum á nýja vinnustaðnum. Spítalinn heitir North Memorial og deildin kallast mental health crisis intervention unit. Greinilegt er að mikið vinnuálag seinust vikur hefur haft einhver áhrif á Kortið því seint í gærkveldi fattaði tappinn að hjúkkubúninginn vantaði, hér þurfa starfsmenn að redda sínu eigin dressi. Gæinn mætti því eins og óbreyttur í vinnuna í dag, restin af Kortfamilínunni vonar að engin miskilningur verði sökum þess og að G-Kort komist heill úr vinnunni. Nú vantar kallinum bara faglegan hjúkkubúning og þá er hann geim í allt.

Jun 15, 2007

Lúxuslíf

Á næstu dögum mun Kortfamilían flytja í töluvert stærra húsnæði. Kortarar eru þvílíkt spenntir fyrir nýju heimkynnum, það á bara eftir að vera þægilegt að búa í stóru og þægilegu húsnæði,
á þremur hæðum, með þremur svefnherbergjum, stofu, eldhúsi, borðstofu, stofu, fjölskylduherbergi, þvottaherbergi, tveimur baðherbergjum, garði, verönd og bílskúr.
Ójá þvílíkur lúxus fyrir fátæka námsmenn í landi tækifæranna. Kortarar eru þakklátir fyrir húsnæðið en seinustu daga hefur þó smá kvíðahnútur verið að myndast í mallakútum hjónanna, þegar talið berst að heimilisverkum og öðru eins sem fylgir öllum heimilum. Þar sem guðsgjafir Korthjóna liggja ekki í húsmæðrahæfni eða almennum þrifum. Og í ljósi þess að framundan er annasamur tími hjá Korturum, barneignir, áframhaldandi nám og heimsóknir þá sjá Kortin ekki framá að geta sinnt heimilisverkum eins og þau myndu vilja. Í stað þess að örvænta og leggjast í volæði hafa Kortarar ákveðið að ráða til sín einstakling sem tilbúin er í verkið fyrir smá aur. Þar sem Kortarar eru miklir jafnréttissinnar og í stöðugri baráttu við rífa niður staðlaðar kynjaðar steríómyndir, ákváðum við að ráða karlmann í verkið.
Hægt er að skoða ferilskrána hans og verklýsingu á þessari síðu, athugið þó ekki við hæfi barna eða viðkvæmra.

Jun 9, 2007

Haustdagskrá

Kortfamilían ákvað um daginn að hætta við fyrirhugaða heimsókn til the old country um jólin (já, við vitum einn dagur í einu og allt það). Allavegna í ljósi þessara nýju frétta hefur Draumurinn a.k.a. the dancer ákveðið að kíkja aftur á okkur um jólin og eins hafa fleiri fjölskyldumeðlimir bókað flug til okkar á haustmánuðum. Dagskráin er farin að verða ansi þétt og greinilegt að seinnihluti sumars og haustið verða tími heimsókna hjá Korturum. Við fílum það. Kortfamilían hefur ákveðið að setja eitt skilyrði fyrir framtíðargesti sína, fyrir utan það auðvitað að vera ekki hálfvitar. Við viljum lambakjöt og lýsi. Í gær hittum við til að mynda vin okkar Ásgeir í micro mynd á leið sinni til Seattle. Kortarar áttu dinner með dúdda, gaman var að hitta kallinn, B. Kort var þó ánægðastur með kappann. Korthjónin voru ánægðust með lambið sem fylgdi með. ME Me Me

Jun 2, 2007

Old girls

Jæja, í dag er Kortfrúin formlega orðin fullorðin. Komin í tölu eldra fólks eða the old girls. Já, loksins farin að skríða í fertugsaldurinn. Ekki lengur bara gömul og andleg sál, heldur líka líkamlega orðin fullorðin. Nú er víst tími til kominn að hætta öllum fíflalátum og fara hegða sér eins og þeir sem komist hafa yfir 30 ára múrinn. Það var akkúrat fyrir 30 árum um kveldmatarleytið á íslenskum tíma sem Kortfrúin skellti sér í heiminn. vei vei. Í tilefni dagsins þá ætlar frúin að eyða deginum með hinum síungu Korturum og hugleiða lífshlaupið, því ekki getur hún víst hlaupið eins og hún er á sig komin í dag. Þetta er ekki tími til að örvænta, enda hefur Kortínan ákveðið að taka eldri kellur sér til fyrirmyndar þegar kemur að aldursviðhorfum.

Já og Kortarar senda Kortvininum góða Ástgeiri a.k.a the night guy innilegar afmæliskveðjur. Til lukku með 30 árin gamli!!

Jun 1, 2007

Vorhátíð

B. Kort í góðum fíling með Miles vini sínum
Það var vorhátíð í leikskólanum hjá Birni Kort í dag. Svaka stemmning, krakkarnir sungu vel æfð lög og svo var endað á potluck. Sérstaklega gaman að sjá hvað B er söngelskur (hvaðan sem hann hefur þann hæfileika) og að gæinn kunni öll lögin, bara flottur gaur.
Nýtt albúm komið valleyfair og vorhátíð

May 30, 2007

Action

Lentum í sérstakri reynslu um daginn hérna í Bushlandi. Þar sem Korthjónin eru bæði búin með vorönnina þá vorum við bæði heima að hvíla lúin bein og heila og endurhlaða batteríin fyrir komandi sumarönn. Hugmynd Kortara um hvíld felst meðal annars í því að horfa á gott sjónvarpsefni og aðrar áreynslulausar athafnir. Í miðri Kort-síestu var dyrarbjöllunni hringt, ekki var von á neinum hvorki pakka frá ebay né gestum. Geð-Kortið tók á móti dinglaranum sem í þetta sinn var umkomulaus heimilislaus rónakona. Geðið auðvitað þaulvanur eftir alla klínikina í vetur hélt ró sinni. Konan var komin til að biðja um hjálp en hún tjáði G að vinkona hennar væri niðri í garði, parkinn sem er fyrir neðan okkur, og að eins og hún sagði sjálf she is bleeding excessively. Geðið átti nú von á öllu, skaust upp náði í handklæði og hélt af stað tilbúin að veita fyrsta flokks hjúkrunarnærveru, á meðan hann hringdi í 911. Þegar G mætti á svæðið þar sem nokkrir heimilislausir höfðu búið um sig rétt fyrir neðan garðinn, voru engar óhóflegar blæðingar í gangi en þar var vinkonan með nokkra tíma gamalt nefbrot og smá blæðingar í kjölfarið á því. Gellan hafði verið kýlt af kærasta sínum fyrr um daginn. Heimilisofbeldi eða í þessum aðstæðum heimilislaustofbeldi í gangi þar. Sjúkraflutningsmennirnir komu svo eftir að Geðið var búið að leiðbeina þeim á staðinn því, dvalarstaðurinn var vel falinn. Kortfrúin var viss um að þetta væri allt stórt plott gert til þess að ræna Geðið...Já, sumar paranojur eru lífseigar. Um daginn fór Geði og gaf blóð eða blóðflögur og tók það ansi langan tíma, frúin var á þeim tíma farin að trúa því að gæinn hefði lent í höndunum á líffæraþjófum, sem væru búnir að hreinsa gaurinn. Allavegna alltaf gaman að lenda í action.

May 25, 2007

Batahelgi

Korthjónin skrifuðu undir húsaleigusamninginn í gær, þar með er það skjalfest. Liðið flytur í vestur Minneapolis 1 júlí þar sem fína fólkið býr við vötnin. Heyrðum það um daginn að hverfið okkar í dag er þekkt undir nafninu little Mogadishu . Bara gaman af því! Við erum geðveikt spennt fyrir flutningunum. Þangað til chillum við bara hérna með Sómalíuliðinu og njótum þess að vera í göngufæri við bæði campusinn og Fairview sjúkrahúsið (þar sem frúin er í mæðravernd).
Í kvöld er stefnan tekin á stóra samkomu sem er árleg hérna í Minneapolis og kallast Gopher State Roundup. Það verður sérstaklega gaman að hlusta á hin íslenskuættaða Karl M, Íslandsvin með meiru. Já, þó svo Kortarar sjái fram á betri búsetu í samfélagi við bæði milli og efristéttir. Þá höfum við ekki gleymt fortíðinni dimmu og sækjum því áðurnefndar samkundur með bros á vör. Peace

May 21, 2007

Valleyfair og sólbruni

Kortfamilían ákvað að fagna formlega annarlokum og góðum námsárangri hjónanna með því að skella sér í Valleyfair um helgina. Þessi garður fær topp einkunn, þarna eru tæki fyrir alla aldurshópa þannig að allir geta skemmt sér vel. Geðkortið fékk þarna góða útrás í mörgum tækjunum. Sömu sögu er að segja af B kort sem fílaði þetta í botn og var ansi þorinn. Að hans sögn þá var hann að passa pabba sinn í flestum tækjunum. Frúin fékk að fara í hringekkju og parísarhjól. Sökum óléttu var henni meinaður aðgangur að öllum öðrum tækjum. Því fylgdist kella bara með skemmtun Kortfeðganna og skaðbrenndist á öxlunum á meðan. Lexía dagsins: þegar sól er, þá skal nota sólarvörn. Valleyfair er staður sem Kortarar munu vafalaust heimsækja aftur. Sunnudagurinn fór svo í playdate með Miles vini hans B þar sem drengirnir skelltu sér m.a. í sund. Íslenskur hryggur var svo eldaður al Kort og mömmu hans Miles boðið í mat. Góð helgi þar fyrir Kortara, (fyrir utan sólbruna sem leiddi af sér andvökunótt hjá Kortfrú, smá problem að sofa á maganum þegar eitt stykki barn er þar fyrir).
Af húsnæðismálum er bara gott að frétta, Kortarar fengu símtal áðan þar sem staðfest var að við fáum að leiga hús sem að okkar mati er bara draumur. Við hættum s.s. við góða húsið sem planið var að leiga og fórum í húsnæðisleit að nýju. Fundum þá hús á þremur hæðum með þremur svefnherbergjum, einu family room með arinn, eldhúsi þaðan sem labbað er út á verönd með garði+ bílskúr og önnur rafmagnstæki sem halda hjónaböndum saman eins og uppþvottavél og öðru eins. Hús þetta er í vestur minneapolis í göngufæri við sjálft Lake Calhoun. Annað í göngufæri eru m.a lítil stönd, Whole foods búðin og skemmtilegir veitingastaðir. Eins er hverfið bara skemmtilegt ekkert broken windows dæmi í gangi hér. Kortara eru bara ánægðir með þessar fréttir sem sýna okkur enn og aftur að það góða getur verið óvinur hins besta.

May 19, 2007

Samvinna

Hressleikinn ræður ríkjum hér í landi hinna frjálsu. Önnin senn á enda kominn og tími til kominn að fá sér vinnu, svona með 10 einingunum og nýja kvekindinu, svo manni ekki leiðist. Tveir spítalar komu til greina eftir ýmsar útilokunaraðferðir. Einn þeirra er með heila deild af sjúklingum með antisocial personality disorder. Sjúkdómgreining krimmans. Ætti ekki að vera mikið mál. Hinn er í norður úthverfunum. Gæti skellt mér í smá ER afleysingar þar. Séð fleiri skotsár en þau gera á herspítalanum í Bagdad. Báðir vildu geðkortið vegna góðra meðmæla samnemenda sem vinna á stöðunum, “hveim er sér góðan getur” og allt það. Var nú einu sinni frægur að endemum. Virkar betur að hafa góðan orðstír heldur en vera frægur að endemum þegar sótt er um vinnu. Einhvurra hluta vegna……….
Jamms maður ætti að koma heim hokinn af reynslu, með svona 1000 yard stare eins og þeir fengu í Víetnam. Vera eins og gellan sem kenndi okkur bráðahjúkrunina heima, lærði útí Florída, var orðinn sérfræðingur í að meðhöndla stungusár í heilastofninn. Með ydduðum tannburstum. Það var nebblilega ríkisfangelsi nálægt spítalanum………
Er búinn að framkvæma ansi mörg greiningarviðtöl frá áramótum. DSM IV orðinn samgróinn vitundinni. Skjótari en skugginn að greina. Öll mannleg hegðun er fyrir mér eitt stórt sjúkdómseinkenni. Sérlega góður að framkvæma skyndi- Axis 2 greiningar (persónuleikaraskanir) á gestum og gangandi, en þó sérlega vinum og vandamönnum.

Í tilefni af því hversu kaninn hefur tekið Kortfjölskyldunni vel læt ég hér fylgja með annað frábært dæmi um samvinnu norrænna manna og Amrískra.
http://www.youtube.com/watch?v=t2RmgQo8N-M&mode=related&search=

May 18, 2007

Velkominn Kári

Kortfamilían eignaðist nýjan vin á dögunum eða 10 maí sl. Nýji vinurinn Kári gæi er sonur Evu Kortvins til margra ára. Eva er m.a ein af þeim útvöldu sem var þess heiðurs aðnjótandi að fá að búa með Korthjónum þegar Kortævintýrið byrjaði á Sólvallagötu 9 um árið (að verða 7 ár). Við samgleðjumst Evu og Edda innilega með litla gaurinn. Gæinn er víst rauðhærður en samkvæmt læknisfrúnni er það toppurinn. Við hlökkum til að hitta gaurinn og kynna hann fyrir gellunni okkar. Kortarar setja þó nokkur skilyrði Eva! engin unglingaheimili, ekkert pönk, engin strok, ekkert klink, ekkert götulíf eða spilatorgsfílingur hjá okkar börnum...
Látum hérna eina góða mynd af nýja prinsinum fylgja með.

May 15, 2007

Músík

Hér í Minneapolisborg er oftar en ekki hægt að komast á góða tónleika. Korthjónin hafa því miður ekki verið dugleg við þá iðju hingað til en nú stendur það allt til bóta. GeðKortið skellti sér þó um daginn á Low tónleika og skemmti sér vel. Í kvöld ætla hjónin að skella sér á Damien Rice tónleika sem haldnir eru á campus, það á bara eftir að vera gaman, frúin er sérstaklega ánægð þar sem Geðið keypti miða í sæti. Við þurfum því ekki að hafa áhyggjur af grindinni eða öðrum kvillum á meðan hlustað er á Rice-inn.
Annars er stórir hlutir í gangi í sambandi við húsnæðismálin, smávægilegar jákvæðar breytingar í gangi. Við leyfum ykkur að fylgjast með framvindun mála þar.

Skellið á linkinn til að hlusta á kallinn.

May 13, 2007

Syndir feðranna

Það er ekki hægt að segja að maður komi heill út úr þessu. B Kort er sonur foreldra sinna og mun líklegast alltaf bera þess skýr merki, góð eða slæm. Korthjónin reyna eftir mætti að halda drengnum í plús, gengur vel að okkar eigin mati. Augljóst er að drengurinn sé alin upp af meðlimum samtaka atvinnulífsins. Fyrir honum er stóra bókin, góða bókin, fólk fer á fundi og talar við guð. Eðlilega hefur þetta áhrif. Um daginn heyrðist í gaurnum þar sem hann var í miðjum playmo-víkingaleik (að ráðast á og drepa munka eins og víkinga er siður), þá segir víkingahöfðinginn Hey, víkingar ég ætla aðeins að hvíla mig og fara á fund!

May 8, 2007

Reality check

Kortfamilían fór á laugardagsmorguninn að skoða fæðingardeildina. Það var smá reality sjok fyrir hjónin, varð einhvernvegin raunverulegt að við erum að fara fæða annað barn eftir sirka 10 vikur. Fæðingardeildin er annars flott og minnir mikið á deildina heima fyrir utan varúðarráðstafanir sem eru til að varna því að börnin týnist eða sé rænt. Góðu fréttirnar eru þær að það er netsambandi þannig að hægt er að senda myndir með det same. B- Kort má koma með og vera viðstaddur herlegheitin. Korthjónin hafa ákveðið að leggja þá traumareynslu á drenginn ef stúlkan ákveður að koma í heiminn áður en Íris Kortvinur kemur 27 júlí, frúin er sett 16 júlí. Við búumst þó fastlega við því að Kortstúlkan sé lík móðurinni og muni því vera ansi sein í heiminn.
Staðan er því þannig að Korthjónin hafa um 10 vikur til að meðtaka það fyrir alvöru að von er á öðru Kortara....

May 5, 2007

Social life

Alltaf gaman að prófa eitthvað nýtt... er eitt af mottóum Kortarfamilíunar, nema þá Karókí og fyllerí (en það er svo sem ekkert nýtt). Við höfum nú kynnst skemmtilegum sið sem viðhafður er í skólanum okkar hérna úti. Í annarlok er venja að einn kennari úr deildinni bjóði nemendum, kennurum og öðrum starfsmönnum heim til sín í potluck, svona til að fólk hittist og eigi saman góða stund. Kortfamilían hefur því seinustu tvo daga farið í svona samkundur og skemmt sér vel. Við vorum þó ekki viss hvort þessi partý væri barnavæn. Þar sem við erum óvön þessu og reynsla okkar úr fyrra námi hefur verið á þá leið að flest teiti eða aðrar samkundur sem boðið hefur verið til í því sambandi hafa vægast sagt ekki verið barnvæn, meira svona Bifröstarfílingur í gangi þar (sem er ekki alveg okkar hugmynd um fjör, allavegna seinustu ár). Þessi potluck byrjuðu öll snemma eða um 16 eða 18 leytið þannig að fólk gæti verið komið heim til sína tímanlega um kveldið. Þetta er eitt af þeim mörgu smáatriðum sem við höfum rekið okkur á hérna í kanaríki sem eru ansi fjölskylduvæn.
Annars er sumarið komið og hitinn eftir því, minnesotabúar kalla þetta þó vorið, að okkar mati þá er þetta alveg nógu heitt og fínt enda eru Kortarar ansi cool á því (Við erum samt ekki ÁSTlaus). Afleiðingar þessa góða veðurs er kvef og önnur drulla sem fylgir því að sofa með viftuna á fullu. Vei, vei alltaf gaman að styrkja ónæmiskerfið....

May 2, 2007

Bauni

Kortfamilían fékk góðar fréttir í vikunni. Vores danske ven Anders a.k.a baunin hringdi alla leið yfir hafið og tilkynnti að von væri á fleiri baunum í heiminn. Við samgleðjumst baunafamilíunni í baunaveldi með nýju baunina. Its about fokking time er það sem kom uppí hugann á Kortmeðlimum við tíðindin. Við vorum farin að hafa áhyggjur að almenn leti dana væri farin að hafa stórleg áhrif á meinta fjölgun en nei, Anders er loksins búin að afsanna að hann er ekki með öllu latur. Það verður bara gaman að sjá baunina þegar sá tími kemur. Kortarar senda baráttukveðjur til baunaveldis og við vonum að Anders nái því að nú þýðir ekkert annað þjónusta og meiri þjónusta við baunafrúnna næstu mánuði. Til lukku!!!

Apr 30, 2007

Lokasprettur

Lítið nýtt að gerast hérna í kanaríki. Kortfamilían nýtur þessa dagana góða veðursins og hefur það gott. Önnin er að klárast og því verkefnaskil og annað stuff sem fylgir. Frúin klárar eftir viku og fer þá í eins mánaðarfrí. Vinnusama Geðið á sirka tvær vikur eftir af þessari önn. Planið fyrir Kortara í sumar er sumarkúrsar hjá hjónunum og hjúkkudjob fyrir Geðið, það er þó ekki alveg komið á hreint hvar kappinn verður að vinna eða hversu mikið. B-Kort verður áfram
í leikskólanum en við bætist fótboltanámskeið fyrir tappann. Í júlí eru svo flutningar í nýju höllina þar sem allir verða æðinslega hamingjusamir. Í lok júlí bætist svo nýja Kort daman við og B verður stóri bróðir. Í júlílok og ágúst verður chilltími og gestatími, eigum von á slatta af gestum á þessum tíma m.a til að skoða nýjasta Kortmeðliminn. Við erum svo hamingjusöm að við erum að deyja.......:)

Apr 25, 2007

Kveðjustund

Flottir frændur við tröllaskeiðina

Kortfamilían kvaddi góða gesti í dag. Tommarinn og fylgdarlið áttu hér nokkra góða, lærdómsríka og mjög svo fræðandi daga. Trúaða gúðmóðirinn blessaði okkur með listagreind sinni og dróg Kortmeðlimi á hvert listasafnið á fætur öðru. Kortarar ættu því að vera minni smáborgarar og meiri heimsborgarar fyrir vikið. Við þökkum henni kærlega fyrir að opna augu okkar fyrir þeim fjöldamörgu söfnum sem Minneapolisborg býr yfir. Fyrir utan safnaskoðanir þá var labbað um campus, chillað á leikvelli, borðaðar beyglur,MOA skemmtigarðurinn heimsóttur, kíkt í dýragarð og eytt penge í Albertville. Kortarar eru rosa ánægðir með heimsóknina og þá sérstaklega með Tommarann, sem hafði meðal annars orð á því að sumir menn í Ameríku væru með rosa stóra bumbur og hvað það væru margir brúnir kallar hér.
Við þökkum gestunum fyrir að vera ekki með neitt vesen eða rugl, umfram allt fyrir að vera góð við Kortarana. Þið eruð hjartanlega velkomin til okkar aftur í nýja húsið þar sem allt verður æðinslegt. Við gerum ráð fyrir ykkur á haustdögum....

Bættum við tveimur nýjum albúmum, (nei, það eru ekki bumbumyndir) páskar og Tommaferð 2007

Apr 19, 2007

Skerí ástand

Fengum tilkynningu í dag á háskólapóstinum þar sem sagt var frá því að sjö byggingar á campus hefðu verið rýmdar vegna sprengjuhótanna. Kortfrúin þurfti að fara í tíma um þetta leyti í byggingu sem ekki var rýmd en stemningin á háskólasvæðinu var spes, lögreglubílar og fréttamenn útum allt. Mörgum aðalgönguleiðunum var meðal annars lokað með lögregluborðum og vopnuðum vörðum. Það var frekar skerí stemmning að sjá og upplifa þetta allt saman, ekki alveg það sem mar er vanur frá HÍ. En þetta er víst það sem fylgir því að búa í US and A.
Annars eru Kortararnir sáttir og glaðir í dag komu góðir gestir, amma pönk, trúaða guðmóðirin og framsóknardragið eru mætt á svæðið. Næstu dagar fara því í chill og peningaeyðslu. Kortfamilían bíður enn eftir kreditkortinu sem væntanlegt er í pósti og því höfum við ekki tekið ákvörðun um hvað á að kaupa. Innbyggður ísskápur er meðal þess sem Kortararvinir hafa stungið uppá. Við virðum þessa hugmynd en erum samt ekki alveg að kaupa þetta--- Tilhvers þurfum við innbyggðann ísskáp í mekka take-out matar???

Apr 15, 2007

Gleðifréttir

Vei vei, húsið er okkar. Fengum að vita það formlega í dag að við hefðum verið samþykkt. Kortfamilían stefnir því á flutninga 1 júlí. Ef núverandi leigusalinn nær að leiga okkar íbúð út 1 júní þá flytjum við þá en annars er 1 júlí dagsetning. Kortarar eru mjög sáttir. Það á eftir að fara vel um okkur þarna og sérstaklega gestina þar sem þeir fá nú sérherbergi, þrjú klósett til að deila með Korturum og göngufæri við mall og Target. Já, gæti ekki verið betra og nú þurfum við ekki að spá meira í húsnæðismálum í bili. Leigusamningurinn gildir í 1 ár og svo sjáum við til.
Önnur gleðitíðindi eru að Korthjónin eru loksins eftir vesen og meira vesen búin að fá kreditkort hérna í the states. Málið er að hérna miða allir allt útfrá credit history og mar þarf kreditkort til að sýna fram á reglulegar greiðslur og góða sögu þar. Því neyðast Kortarar með nýja kortið í vasanum til þess að kaupa eitthvað á raðgreiðslum til þess að geta sýnt fram á að okkur sé treystandi og að séum ekki í vanskilum. Frekar skondið þar sem Kortfamilían hefur aldrei tekið neitt á raðgreiðslum áður. En nú er það s.s. eitthvað sem við neyðumst til að gera. Það ætti svo sem að vera hægt að finna eitthvað gangslaust stöff hérna í mekka kapítalismanns. Ef þið eruð með einhverjar góðar hugmyndir endilega láta það flakka. Kortarar eru þó komnir með nokkrar tillögur, til að mynda vill frúin rainbow ryksugu, B-Kort vill lítinn bróður og Geðið vil frið á jörðu... Hvað skal það þá vera????

Apr 10, 2007

Vegna áskorunar

Birtum hér mynd af GeðKortinu með nýju fínu klippinguna.
Þarna má sjá Geðhjúkkuna ásamt samnemendum sínum í góðum fíling í klíniskanáminu...já geðbransinn er ekkert flipp!!

You make them strong-we make them army strong

Fyrstu páskarnir í US and A afstaðnir og allir Kort meðlimir flottir á því. Á páskadag voru Nóa páskaegg borðuð með bestu lyst, takk fyrir okkur þar. Svo skelltu Kort mæðginin sér í páskalunch, eggjagerð og eggjaleit að amerískum sið hjá Miles vini hans Björns og mömmu hans. Björn sýndi þar í málningavinnunni að listrænir hæfileikar og geta eru vandfundnir í Kortískumgenum. Þegar koma að eggjaleitinni sannað drengurinn það að hann er sonur móður sinnar og sýndi þar einstaklega þolinmæði sem þekkist aðeins úr kvennlegg Kortfrúnar. Kort mæðgin voru rosa ánægð með daginn og þá sérstaklega B þar sem drengurinn var leystur út með fullt af gjöfum frá vini sínum. Sérstakalega var tappinn ánægður með páskakörfu sem hafði pirates of the caribean stuff að geyma.
Geðkortið gat ekki verið með okkur þar sem dúddinn sat heima og íhugaði andlegt líf sitt og tilgang lífsins. Málið er að Geðið lenti í sérstakri og um leið vafasamri lífsreynslu á good friday eða föstudaginn langa. Eftir góðan vinnudag ákvað tappinn að skella sér í klippingu svona í tilefni dagsins. Í sakleysi sínu fór gaurinn á rakarastofu sem staðsett er inná campus. Þegar í stólinn var komið uppgötvaði Geðið góða að rakarinn væri ekki hin hefðbundni minnesota nice íbúi. Ó nei, rakarinn var veteran úr Víetnam, öfgahægrisinnaður og réttkristinn. Við tók um klukkustunda rakstur þar sem tilgangurinn var meira í þá átt að frelsa Kaþólska Kortið en að huga að tískuklippingu. Hjúkkan lifði þolraunina af. Afraksturinn er þó army klipping.

Apr 6, 2007

Good friday

Föstudagurinn langi kominn og ekkert frí á þessum bæ. Að vísu er frí í dag hjá B en háskólinn er í fullum gangi. Svolítið skrýtið að fá ekkert páskafrí, að vísu er það svo sem skiljanlegt að ekki sé gefið frí útaf trúarástæðum. Það væri þá líklegast mikið um frí . Samfélagið hér er auðvitað ansi fjölmenningarlegt og mörg ólík trúarbrögð í gangi. Geðið mætti því til vinnu í dag þó svo hann hefði geta beðið um frí útaf trúarlegum ástæðum. Frúnni leist vel á það en kaþólska Geðið var ekki á sömu skoðun..... skrýtin þessi vinnusiðferði hjá tappanum sérstaklega í ljósi þess að hann er kaþólskur.
Frúin og B chilla því í dag og um helgina. B-Kort er ansi spenntur fyrir komandi páskum sérstaklega eftir að Nóa eggin komu í hús. Eins er planið að prufa að mála egg og fela þau að amerískum sið með vini hans B. Alltaf gaman að prufa eitthvað nýtt.

Mar 31, 2007

Daglegt líf

Lífið hjá Kortfamilíunni gengur sinn vanagang. Hjónin hafa verið upptekin við heimapróf, verkefnaskil og annað rugl, bloggið hefur því þurft að víkja á meðan. Þvílík forgangaröð en svona er það víst. Megum ekki gleyma því að skólinn er víst ástæða dvalar okkar hérna í US and A. Það styttist óðum í annarlok (8 maí) og því um að gera að hætta ekki núna. Eins eigum við von á góðum gestum um miðjan Apríl (ömmu pönk, kaupglöðu guðmóðirinni og Tommaranum). Við höfum verið að vinna undan okkur til að geta verið í smá fríi með liðinu. Fyrir utan skólann er lítið annað að frétta nema að Kortfamilían er búin að segja upp leigusamningnum og hefur formlega hafið íbúðar-húsleit. Stefnt er á flutninga 1 júlí og því nóg tími til stefnu. Rákumst þó á þessi hús seinustu helgi og erum að pæla í að sækja um. Þetta er í úthverfi hérna rétt við borgina og lúkkar mjög vel. Við fengum að skoða svona model hús og það er allt nýtt eða nýlegt, meira segja með þvottvél og þurkara í eldhúsinu. Það tekur svona 20-25 mín að keyra niðrá campus í umferð. Að öðruleyti er staðsetningin góð, sérstaklega fyrir gesti, það er Supertarget, mall og matvöruverslun í göngufæri. Eins erum við að tala um 3 svefnherbergi, vegna kvartanna frá læknisfrúnni á haustdögum sökum skorts á private lífi og mikilla hrotna frá einum ónefndum gest. Var ákveðið að leita að húsnæði með 3 herbergum með hurðum. Kortfamilían vonast til að uppfylla þessar kröfur gesta sinna.
Við vorum að bæta við tveimur nýjum albúmum, Íslandsferð feb 2007 og Seattle 2007.
Láttum eina góða mynd fylgja með.
B Kort og Miles. Drengirnir áttu play date seinustu helgi og skelltu sér í sund í því tilefni.

Mar 27, 2007

Sól og blíða

Kort familían hefur hingað til álitið sig vera algjörlega óháða veðri en svo er víst ekki. Í dag fór hitinn uppí 30 gráður. Við að sjálfsögðu fögnum þessu blíðveðri en að sama skapi sjáum við fram á hræðilega heitt sumar, með miklum raka og tilheyrandi. Frú Kort fær þá að upplifa heita meðgöngu, nice bara nice. Já sumir eru bara aldrei ánægðir.... biðjum að heilsa til the old country héðan úr blíðunni þar sem skálmöld ríkir.

Mar 24, 2007

Vorstemmning

Þetta er ótrúlegt, það er hreint með ólíkindum hvað veðrið er fljótt að breytast hérna í Minneapolis. Vorið er komið, liðið er komið í stuttbuxur, Björn Kort er kominn með lit í andlitið og róðraliðið háskólans hefur hafið æfingar að nýju. Við Kortarar fögnum vorinu og í tilefni dagsins þá skellti familían sér í góðan hjólreiðatúr um borgina. Það var 17 stiga hiti á celsíus í kvöld eftir að myrkur skall á. Það er eins og borgin og íbúar hennar hafi allir vaknað í dag, garðurinn fyrir utan húsið okkar var fullur af krökkum og körfubolta-liði og það mátti sjá fólk úti í góðum fíling. Kortfamilían fílar svona stemmingu, nú eru rétt um 5-6 vikur eftir af þessu misseri og því ástæða til að hlakka til. Eins og tíðkast í góðu framhaldsnámi þá eru ekki hefðbundin lokapróf heldur aðeins verkefni og önnur skil. Við sjáum því framá að álagið, þá sérstaklega hjá Geð-Kortinu eigi eftir að minnka til muna í sumar. Það verður hægt að nýta góða veðrið í hjólreiða-og göngutúra. Eins eigum við von á trúlausu guðmóðurinni, ömmu pönk og framsóknardraginu í heimsókn eftir rúmlega 3 vikur eða svo. Í gær kvöddum við góðan fjölskylduvin Kortaranna, Ástgeir a.k.a the night guy. Dúddi flutti aftur heim til the old country. Flutningar milli heimsálfa geta verið erfiðir og því ákváðum við, sem hluta af aðlögunarferlinu, að halda gæjanum í einangrun inni hjá okkur í 24 tíma meðan sólin skein fyrir utan. Já, geðið er ekkert grín, orðinn hokinn af reynslu eftir klíniska námið á CUHCC (Community University Health Care Center) og þaulvanur að kljást við og fyrirbyggja PTSD (áfallastreituröskun). Við vonum að ferðin heim hafi gengið vel. Annars er stórdagur í dag í lífi Kortfamilíunar, fyrir utan veðrið og annað, Jósi, a.k.a le dream fagnar 3 tugum í dag.... þar sem hann er auðvitað minnihlutagaur með meiru, meðal annars örvhentur og fyrrum Votti. Þá heldur maðurinn ekki uppá afmæli (sem er kannski ekki svo slæmt þegar aldurinn færist yfir). Allavegna: Kortarar senda hamingjuóskir til vores lille ven.

Mar 21, 2007

Mikilvægi upprunans

Hluti af ferlinu að flytja til útlanda með fjölskyldu er að hlúa vel að móðurmálinu, eða eins og einhver kallaði það the mothertongue. Kort hjónin hafa passað að láta ekki sitt eftir liggja þegar kemur að því að ala B-Kort upp við góð og verðmæt íslensk gildi. Á dögunum eignaðist drengurinn forláta myndasögu bók um víkinga á ensku. Fannst okkur tilvalið að drengurinn fengi þessa bók til að minna á upprunann. Eins gæti hann farið með bókina í leikskólann til að sýna vinum sínum. Ekki skemmdi heldur fyrir að einn víkingurinn í bókinni sem siglir til Íslands til að nema land heitir Björn. Það er ekki að spyrja að því, B-Kort fílar bókina mjög vel og heimtar að hún sé lesin á hverju kveldi. Víkingar vekja áhuga gaursins og þá sérstaklega bardagar og dráp þeirra á munkum. Kort hjónin eru að vonum rosa ánægð með nýfundinn áhuga drengsins á uppruna sínum en kostnaðurinn er mikill. B-Kort, kaþólikkin, er komin á þá skoðun að bænir og annað andlegt hjal borgi sig ekki þar sem setningar eins og the monks are more used to praying than fighting and thus were killed by the vikings hafa sín áhrif. Drengurinn hefur því lagt til að bænahald verði lagt niður á Kort heimilinu og skylmingar teknar upp í staðinn.

Mar 16, 2007

Heimkoma í miðvesturríkin

Kortin eru lent í Minneapolis. Komum á þriðjudagskveld. Ferðin til Seattle var bara skemmtileg. Við fíluðum borgina og hún fílaði okkur. Ekki eyðilagði fyrir vönduð leiðsögn Ástgeirs a.k.a the night guy. Við röltuðum um miðbæinn í Seattle en þar var mjög góð stemming og mannlíf. Fórum með prinsinn í sædýrasafn þar sem hápunkturinn var að koma við dýrin. Upplifðum amerískt/íslenskt/alþjóðlegt kveðjupartý. Chilluðum. Skoðuðum campus, Geð-Kortið og the night guy hike-ðu eitt fjall og áttu þar gott en umfram allt háandlegt augnablik. Borðuðum dýrindismáltíð í the Space needle. Kortin þakka vel fyrir sig, the big one og frábæri sambýlingurinn eru góðir heim að sækja. Takk fyrir okkur. Seattle, we will be back.
p.s. Seattle myndir koma á næstu dögum... og ekki biðja okkur um einhverjar bumbumyndir eða annað þvíumlíkt. Við erum engir smáralindsklámhundar.

Mar 9, 2007

Spring break

Langþráð frí Kortara er byrjað. Spring break er málið. Í því tilefni ætlum við að skella okkur til Seattle a.k.a fyrirheitna borgin í heimsókn til Ástgeirs Kortvinar með meiru. Það á bara eftir að vera gaman. Kortara eru mjög svo spenntir. En að sögn Ástgeirs þá er Seattle staðurinn, sérstaklega fyrir Íslendinga í USA. Kortaranir eru því með rosalegar væntingar til borgarinnar. Vonandi standast þær. Annars verður áhugavert að fara á slóðir Greys anatomy og fá að sjá fjöll og hafið. Við fljúgum í kvöld og komum aftur á þriðjudag. Kannski verðum við dugleg og setjum inn myndir af heimsókninni.

Mar 8, 2007

Ótrúlegt



Ójá, The Kort family á von á stelpu. Já hérna. Þessu áttum við ekki von á. B-Kort sem hefur talað um barnið sem strák allann tímann var ekki sáttur. Hann er þó allur að koma til sérstaklega eftir að hann fékk settið til að lofa sér öðru barni sem verður þá strákur. Korti-hjónin eru svaka spennt fyrir nýju dömunni. Það er ekki séns að við getum klúðra þessu. Það er nefnilega stundum sagt að það þurfi heilt þorp eða samfélag til að ala upp góðan einstakling og þar erum við í góðum málum, Stína fína sér um hárið (þegar það verður problem), frk. B og Jósi sjá um að innleiða hjá píunni ekta dömutakta (ef hún vil), Geð-Kortið sér um að gellan verði ekki perónuleikaröskuð eða andlega veik. Við hin reynum að gera okkar besta í því að sjá til þess að pían verði töff og glöð, gott að hafa það hugfast hér að litla daman mun fæðast í the US and A sem þýðir að hún gæti orðið forseti Bandaríkjanna. Við erum því ekki bara að fæða eitthvað venjulegt stúlkubarn heldur erum við að fæða litla VON.
p.s. um eitt erum við þó öll sammála VIÐ VILJUM EKKERT BLEIKT DRASL takk fyrir.......

Mar 7, 2007

Kort -sónar

Góður fílingur hérna í Minneapolis, þrátt fyrir snjó. Við erum þó bjartsýn þar sem við vitum að vorið nálgast. Í gær skellti Kort familían sér í sónar til að skoða yngsta og nýjasta meðliminn. B-Kort fékk að koma með, honum leist nú ekki of vel á myndirnar af nýja Kortaranum en hafði þó orði á því að hann minnti á sjóræningja. Nýjasti Kortarinn er flottur og dafnar vel, samkvæmt lækninum þá lítur út fyrir að þessi verði hávaxinn eins og aðrir meðlimir familíunar. Látum eina góða andlitspósu fylgja með.


p.s fengum að vita kynið. Og við eigum von á ............... hvað haldið þið?

Mar 2, 2007

Heimkoma-snjókoma

Kortin eru back in the USA. Góður fílingur hér á ferð. Ferðalagi frá the old country gekk vel (þökk sé Páli a.k.a the big time dealier sem sponsoraði okkur með afbragðsafþreyingu ). Ferðin tók aðeins um 12 tíma í allt. Við flugum til Boston, Detroit og svo Minneapolis. Það voru þreyttir Kortara sem komu heim eftir annars mjög gott ferðalag. Við erum ánægð með heimferðina til Íslands, meira segja Geð-kortið sem þráir einfalt líf og þarfafleiðandi einfaldann lífstíl, var sáttur. Þótt Kortin hafi stoppað stutt í þetta sinn þá náðu við að hitta marga og komast yfir margt á þeim tíma. Það var gaman að koma heim hitta fjölskyldu og vini. Takk öllsömul fyrir að minna okkur á hvað við eigum mikið af góðu liði að. Takk allir sem við hittum ......og allir hinir takk líka
Annars er allt stopp hérna í borg kuldans eða borg snjósins. Í gær var háskólanum og öðrum skólum lokað frá kl 14 vegna snow storms. Við höfum komist að því að snow stormur á amerískum mælikvarða er einfaldlega mikil snjókoma. Háskólinn er opin í dag en flestir leikskólar, skólar og margar opinberar skrifstofur eru lokaðir vegna snow day eins og þeir kalla það. Sem sagt þegar það er mikil snjór þá er búllunni bara lokað. Í gær þegar háskólanum var lokað fylktust undergraduate nemar sem búa hjá campus út og fóru í snjókast og að teika bíla. Já, það er ungt og leikur sér sagði einhver. Í tilefni snjófrídagsins hafa Kort frúin og B-Kort legið í sjónvarpsleti og öðru eins sukki.

Feb 24, 2007

Fjöllin hafa vakað í þúsund ár....

Og sömuleiðis Kort familían. Erum komin til the old country. Gömlu gmsar virkir en við ennþá óvirk (þökk sé guði fyrir það). Ferðasagan sem er mjög krassandi og spes um ferð Kort familíunar á heimaslóðir part I kemur seinna. Svefninn kallar..... Mikið er þó gaman að sjá fjöllin fögru....

Feb 18, 2007

Afmælisgaurinn

Afmælis-pirate-inn
B-Kort fagnaði 4 ára afmæli sínu í dag. Vei vei, ótrúlegt hvað tíminn er fljótur að líða. Gæinn var mjög sáttur með daginn. Byrjað var á því að opna pakka og svo var hámuð í sig ljúfeng Ben & Jerry's ískaka, eða eins og BK kallaði hana pirate kaka. Þar sem drengurinn er með piratesyndrom á háu stigi þá var afmælisþemað að sjálfsögðu Pirates. Eftir gott chill og leik við flottu afmælisgjafirnar sem komu sumar alla leið frá Íslandi. Skellti Kortfamilían sér í það sem Geð-Kortið kýs að kalla musteri meðalmennskunar, MOA. Þar uppgötvuðum við Aquarium sem staðsett er undir mallinu. Mar getur nú ekki annað en dáðst af ameríkönum þegar kemur að hugmynda og framkvæmdargleði. Við erum sem sagt að tala um heilann sjávardýragarð undir sjálfri verslunarmiðstöðinni, sem er heavy stór fyrir. Aquarium-ið var bara gaman. Allir Kortmeðlimir voru sáttir með sitt þar. Að því loknu var skellt sér á fornar slóðir Forrests Gumps eða á Bubba Gump rækjumatsölustaðinn. Þar fékk afmælisbarnið ís og afmælissöng frá starfsmönnum. Eftir það voru farnar nokkrar ferðir í rússíbana og annað eins í skemmtigarðinum sem einnig er staðsettur í mallinu. Björn Kort er mjög sáttur með 4 árin og minntist oft á það yfir daginn að nú væri hann orðinn stór strákur. Kort familían þakkar fyrir alla pakkana sem ferðuðust alla leið yfir hafið. Takk takakka

p.s. Bættum við nýju myndaalbúmi með afmælismyndum af prinsinum og öðrum góðum myndum.

Feb 15, 2007

In Memoriam

Lífið gerist hjá öllum, þannig er það víst. Amma Ásthildur sannaði hagfræðilögmálið það er ekkert til sem heitir frír hádegismatur seinasta sunnudag þegar hún kvaddi þennan heim eftir stutta en hetjulega baráttu við lungnakrabbann. Eftir 50 ára stífar og miklar reykingar þá er lungnakrabbi það sem koma skal. Hún vissi það svo sem og var ekkert að agnúast útí það. Íhugaði að hætta að reykja á lokasprettinum en hafði svo á orði að það væri til lítils gagns núna. Amman var ansi spes kona, ekki alveg þessi hefðbundna ímynd sem maður hefur af ömmum. Hún kunni til að mynda ekki að elda eða baka (nema Vilkosúpur), prjónaði ekki og var ekki í kvennfélagi. Hún var Ísfirðingur og því sérstök og þrjósk. Hún elskaði box, Bubba Morteins, spil, ofbeldisfullar bíómyndir (því meira blóð því betra) og kunni að meta góða krimma. Hún var haldin krónískri óþolinmæði sem ágerðist bara með árunum. Hafði sérstaka sýn á heiminn, meðal annars sterkar skoðanir á minnihlutahópum (kynni hennar af Jósa, löguðu það þó mikið). Hún hataði grænmeti, elskaði að versla föt og glingur. Hún hafði gaman af ferðalögum, var mikill dýravinur og talaði sérstakt dýratungumál. Hún var flott og við fíluðum hana. Nú er hún farin úr þessu jarðríki er líklegast annarsstaðar í geggjuðu stuði með rettu í annarri og fussandi og sveiandi yfir okkur sem eftir erum og syrgum hana.
Á innan við einu ári höfum við Kort familían kvatt tvær ömmur. Tvær flottar hefðarfrúr sem voru svo ólíkar en samt svo líkar. Þær elskuðu okkur og gáfum okkur svo margt. Við erum guði þakklát fyrir að hafa fengið að hafa þessar kjarnakonur hjá okkur eins lengi þær voru. Vonandi náum við að verða eins flottar ömmur og þær. Blessuð sé minning þeirra.

Kortfjölskyldan ætlar að fljúga til The old country til að fylgja þeirri gömlu heim. Við komum laugardaginn 24 feb og förum aftur 28 feb. Stutt stopp. Hlökkum til að hitta ykkur.

Feb 9, 2007

bissy-menska

Það er búið að vera nóg að gera seinustu daga hjá The Kort family. Það erum við þakklát fyrir og lítum á það björtum augum. Það er ekki mikið í boði að standa aðgerðarlaus hérna úti í fxxxx kuldanum í Minneapolis. Fyrir utan frostbit, þá finnum við vel fyrir því að líkamar okkar séu farnir að aðlagast kuldanum. Málið er, að þar í heiminum sem kalt er eins á Grænlandi, eru innfæddir lágvaxnir og kubbóttir. Þessi líkamsbygging er aðferð náttúrunnar til að aðlagast umhverfinu. Lágvaxnir og kubbóttir líkamar varðveita því hita betur og langir og mjóir henta því betur þar sem heitt er (Segi svo að BA-prófið komi ekki að gangi). Þannig eru til dæmis þeir indjánar sem eru af þeim tribe sem var hérna í Minnesota, eða þeir fáu sem sluppu við fjöldamorð ameríkana, allir litlir og kubbóttir. Þessi aðlögun líkamans á sér stað á löngu ferli, mjög löngu ferli. Kortararnir sem hingað til hafa þótt ansi hávaxnir gætu þannig verið á niðurleið. Við erum ekki frá því að við séum farinn að finna fyrir þessari aðlögun, við erum allavegna ekki að hækka. Helsta vandamálið er þó hvernig fer fyrir nýja Kortaranum, erum við að tala um að krakkinn verði lítil og kubbóttur eða hvað? Að okkar mati felst lausnin í því að flytja til Afríku til að breyta aðlögunni. Hvað gerist kemur þó í ljós. Kortfrúin veit af reynslu að meðan hún gengur með barn þá er best að geyma allar ákvarðanir og stórframkvæmdir þangað til eftir fæðingu. Svona er þetta víst með suma hluti, það er í raun hægt að læra af reynslunni!!! Merkilegt fyrirbæri.

Feb 4, 2007

Nýtt líf

Ný tölva, nýr DVD spilari, nýtt lyklaborð, nýtt líf. Við erum tengd again thank good. Við erum ótrúlega þakklát vinum okkar hjá Dell sem hafa stutt okkur í gegnum seinustu daga. Fyrst með því að selja okkur nýja tölvu sem kom í dag og svo með því að senda okkur nýjan harðan disk og lyklaborð, fríkeypis í gömlu tölvuna. Við höfum því miður ekki náð að koma þeirri gömlu í gang en okkar menn hjá Dell vinna í því. Það ætti að gerast á næstu dögum. Kortin eru annars hress og búin að hafa það gott í vikunni. Björn Kort reyndi að kyrkja samnemanda í vikunni en hefur lofað að láta af þeirri hegðun í framtíðinni. Gæinn hefur tekið upp kitl í staðinn. Geðið vinnur eins og hann eigi lífið að leysa, bæði í skólanum og í verknáminu. Í vikunni áttu þau stórtíðindi sér stað að Geð-Kort fékk Social securite number. En það fæst ekki frítt í landi tækifæranna. Með social númerinu hefur geðið því færst einu skrefi nær því að vera fullgildur meðlimur í samfélaginu, vei vei við fögnum þessu og óskum Geða til lukku. Næst á dagskrá er að verða sér út um kredit history og þá eru allar dyr opnar. Það er víst ekki það auðveldasta í bænum. Annars er þessi helgi sérstök fyrir tvennar sakir. Í fyrsta lagi þá hefur ekki orðið svona kalt í 3 ár (sumir segja 10) hérna í Minnesota. Við erum að tala um nálægt -30 gráður, nice. Hinn merki atburðurinn er séramerískur en það eru úrslitin í ameríska fótboltanum sem verða á morgun. Spurning hvort við horfum? Víst er að á morgun verður ekki farið út að leika sökum kulda...

Jan 29, 2007

Vont-Karma

Nu turfa Kortin ad vara sig. Allt 24 og prison break nidurhalid er ad koma i rassgatid a okkur. Seinasta vika byrjadi a tvi ad Ipodinn biladi svo baettist okkar lille ven ferda-DVD spilarinn vid, ekki gafumst vid upp eftir tad, svo gaf hardi diskurinn a tolvunni sig (Ta missti fruin tad). Toppurinn a ollu var svo tegar gsm simi Gedsins gafst upp a fostudaginn. Vid vonum ad allt se tegar fernt er! Buid ad redda ipodinum. Ekki er somu sogu ad segja um dvd-spilarann og tolvuna tvi allt svona rugl tekur lagmark 10 til 12 bissnes daga herna i ameriku. Vid reynum ad orvaenta ekki og tokkum allar hlyjar kvedjur og hugsanir. Vid neydumst liklegast til ad kaupa nyja tolvu i dag og tar med afgreida malid. Vonandi verda Dell menn jafn lidlegir og Apple gaurar i teim efnum. Seinustu dagar hafa verid skrytnir og olikir tvi sem vid eigum ad venjast. Vid hofum til ad mynda neyddst til tess ad tala saman. Netfrahvorfin hafa komid mismikid nidra Kortmedlimum, Gedid hefur a tessum erifdu timum leitad meira i baen og hugleidslu a medan fruinn hefur verid, eirdarlaus og skapstygg. I gaer tok hun svo ut likamleg frahvorf tegar hun aeldi halfa nottina. Vid bjodum ogledina velkomna aftur eda ekki. B-Kort a.k.a the yoga dude hefur tekid tessu ovenjulega vel, medal annars hefur hann eytt timanum i framtidarplon. Gaeinn hefur akvedid ad verda logreglustjori sem handtekur illmenni.

Jan 25, 2007

Hversdagsleiki

Já, lífið hjá okkur Korturum heldur áfram hérna í US and A. Nú er komin rútína í mannskapinn og dagarnir virka styttri og því minni tími í dægradvöl eins og bloggskrif. En við ólíkt öðrum sem við þekkjum gefumst ekki upp sökum elli eða annars rugls. Á milli normallífs og rútínu þá skipuleggja Kortarar tímann í nánustu framtíð. Góður grunnur og æfing í dagsplönum kemur sér ansi vel þar. Það sem liggur fyrir í réttri tímaröð, afmæli B. korts og gönguskíði í febrúar, hugsanleg heimsókn til verkfræðingsins í Seattle í spring break í mars, heimsókn ömmu pönk, guðmóðurinnar og framsóknardragsins í apríl, annarlok í maí og byrjun sumarannar, flutningar í júní-júlí, fæðing í júlí, heimsóknir og cabin-chill með aratúnssettinu og kærustuparinu úr Hafnarfirði+ börnum í ágúst: Gróft plan en lítur vel út. Hin ameríska félagsmótun gengur misvel hjá korturunum en Geðið hefur vinninginn þar. Gæinn er til að mynda ennþá spenntur fyrir því að koma sér í herinn. Við sjáum hvernig það fer. Við erum þakklát fyrir það að hann skuli ennþá tala íslensku við okkur hin. B.Kort er mjög spenntur fyrir því að eiga bráðum afmæli og verða þá stór strákur. Spenntastur er drengurinn þó fyrir því að verða fullorðinn. Því þá, eins og hann skilur það ,getur hann drukkið bjór og vín eins og hann vill. Við náum þessu ekki, en reynum hvað við getum að benda á að erfðafræðin vinnur ekki með honum þar. Korthjónin eiga því vandasamt verk fyrir höndum. Eins hefur gæinn líst því yfir að ef nýja barnið verði vont, þá ætli hann að skjóta það. Ætli þetta þýði ekki að BK sé að aðlagast Bandarísku samfélagi hraðar og betur en björtustu útreikningar gerðu ráð fyrir........

Jan 20, 2007

Skólinn, áætlanir

Skólinn er byrjaður og Kortarar ánægðir með það. Loksins loksins segja sumir. Þetta lítur vel út og ætti að geta orðið ansi skemmtileg önn hjá hjónakornum (það er að segja ef heilinn frýs ekki útaf kuldanum hérna). Það er munur að labba um háskólasvæði þar sem nemendur eru um 45.000, aðeins stærra og fjölmennara en . Geðið er búið að kenna/leiðbeina fyrsta tímann og gekk það svona asskoti vel. Eitt er víst að það verður nóg að gera hjá Korturum á þessari önn. Við fögnum því á sama tíma og við gefum skít í aðgerðarleysi og annað eins sukk. Ó, nei ekki til hjá þessari familíu. Annars fóru læknavísindin illa með okkur í dag. Samkvæmt því sem við héldum þá bara Kortbúinn um 14 vikna og var væntalegur í kringum 19 júlí. Í mæðraskoðun í dag var frúnni seinkað til 26 júlí og því ekki komin nema um 13 vikur. Seinna í dag eftir samráð við lækni var ætlaður fæðingardagur færður fram til 16 júlí. Erum því komin næstum því 15 vikur. Gaman að þessu. Fyndið samt að hugsa út í þessar pælingar, eins og krakkinn fylgi þeim eitthvað. Ef þessi Kortari er eitthvað líkur Frúnni og B-Kort, verður hann seinn. Ó, já hann verður seinn.

Jan 17, 2007

Kuldi

Það er ekki verið að grínast með kuldann hérna. Í morgun þegar Frúin lagði af stað í skólann í morgun sýndi mælirinn -18 á celsíus. Kort familían hefur komist að því með vísindalegum tilraunum að -1c í Minneapolis er meira en -1c á Íslandi. Hefur eitthvað með rakastig og annað að gera. Kosturinn við veðrið hér er þó að alla jafnan er logn og ekki slabb dauðans. Ef það væri ekki fyrir hin eðal lífrænu dönsku ullarnærföt. Þá værum við öll frosin (þar hefur það Bauni, sem gat gagnrýnt ullarkaupin út í það endalausa). Við þökkum guði fyrir hlýju ullina. Við eigum í smá erfiðleikum með að blogga þar sem puttarnir okkar eru frosnir. Eigum þó von á því að líkamar okkar aðlagist kuldanum fljótt. Þangað til sendið okkur hlýjar hugsanir.

Jan 14, 2007

Bauerinn er mættur

Loksins, loksins segjum við Kort hjón. Páll vinur okkar a.k.a The díler. Hafði samband í vikunni, hann ólíkt nokkrum sem við þekkjum er með okkur skráð sem frí-vini í útlöndum og getur þarafleiðandi talað við okkur í 120 mín á mánuði (þetta innlegg var styrkt af Ogvodafone). Allavegna dúddi hringdi og tjáði okkur það að fyrstu fjórir þættirnir af nýju 24 seríunni væru komnir. Að okkar mati þá er þetta allt eins og það á að vera. Það var nefnilega í janúar 2006 sem Geð-Kortið og frú prófuðu fyrst 24, áðurnefndur Páll kom þeim á bragðið. Serían smakkaðist svo vel að í sama janúarmánuði var horft á fjórar seríur af 24 eða allar seríur sem í boði voru. Það er vert að taka fram að á þessum tíma var Geðið í fullri vinnu og frúin í fullu námi og vinnu með. Töluverður tími fór einnig í vini, fjölskyldu, samtök atvinnulífsins og bootcampið góða. Svo ekki sé gleymt B-Kortinu. Hjónin spýttu því í lófana og komust fljótlega að því að best væri að horfa á 6 þætti í einum rykk. Þannig var lítið um svefn á Seljavegi 29 þann janúarmánuðinn. Þar sem þættirnir gerast í rauntíma þá er gróflega hægt að reikna með að 4X24 séu sirka 96 klst sem fóru í hardcore tv gláp. Þessu óhóflega 24 áhorfi fylgdu aukakvillar sem algengt er að komi fram þegar ekki er gætt hófs. Í tilviki Kort fjölskyldunar var um aukna paranoju að ræða, gamal kjarnorkuótti síðan úr bernsku kom fram ásamt snöggum hreyfingu, sérstaklega þegar síminn hringdi því þar gat verið um þjóðaröryggi að ræða. Eins fjölgaði svörtum SVU bílum mikið í Vesturbænum á þessum tíma. Það voru ekki bara ókostir sem fylgdu stuffinu, 24 serían hafði góð áhrif á Korthjónabandi, þar sem um sameiginleg markmið var að ræða, þ.e.a.s að klára hélvítis seríunar sem fyrst. Seinna á vormánuðum þegar hjónin voru farinn að venjast aukakvillunum otaði áðurnefndur Páll síðan að þeim seríu 5 af 24. Hún var afgreidd á mettíma og þar með héldum við að þetta væri búið. Svo var víst ekki málið því Pálinn kom okkur á Prison break bragðið og því þurfti að afgreiða þá seríu líka en það er samt ekki sama stuff og Bauerinn þó gott sé. Hjónin voru sem sagt komin með um 6 mánuði án 24 og allt gekk vel. Þangað til Páll hringdi í vikunni með 24 tíðindin. Sem í sjálfur sér eru ekki slæm nema fyrir það að ekki er hægt að nálgast alla seríuna í einu. Heldur er gert ráð fyrir því að við þurfum að bíða....... Það er ekki alveg að ganga upp að okkar mati. Við örvæntum þó ekki og huggum okkur við það að geta klárað Prison break seríu 2 á meðan við bíðum eftir næsta 24 skammti.... Að okkar mati þá lofar 6 serían mjög góðu og Bauerinn er bara flottur...

Jan 12, 2007

Áfangar

Rútínan er að byrja. Fríið að taka enda. Á þriðjudaginn byrjar skólinn. So it begins... Þangað til chill og veikindi. Já Geð-Kortið er veikur. Dúddi með berkjubólgu, liggur fyrir og bíður eftir að pensílinið kikki inn. Seinustu dagar hafa verið ljúfir, einstaklega ljúfir. Við byrjuðum á því að kveðja verkfræðinginn á sunnudaginn. Sá gestur fær hrós frá Kort fjölskyldunni fyrir að vera einstaklega gestgjafavænn. Greinilegt að þar er á ferðinni vel upp alinn drengur sem veit hvað kurteisi þýðir. Þó svo hann eigi það til að detta út og keyra í hringi þá líkar okkur vel við hann. Daginn eftir eða á mánudaginn mætti Draumurinn svo aftur eftir ferðalag til San Francisco. What happend in San Francisco stays in San Francisco. Segjum ekki meir um það. Eftir að Draumurinn hafði fyllt sig upp af varningi frá Victorias Secret var hann ready að fara heim til the old country á þriðjudaginn. Þannig fór um sjóferð þá. Nú eru allir gestir farnir- bara gone. Við eigum ekki von á neinum fyrr enn í fyrsta lagi í mars. Þar sem Icelandair fljúga ekki næstu tvo mánuði til Minneapolis. Við lifum það af, í versta falli þurfum við að talast við. Annars er gott að hafa tíma til að byrja í og einbeita sér að skólanum. B-Kort spyr þó á hverjum degi hvenær framsóknardragið hann Tommi frændi kemur. Við eigum von á þeim eðalgaur í lok apríl ásamt trúuðu guðmóðurinni og ömmu pönk. Þá verður tekið á því.
Stærstu fréttirnar eða áfanginn öllu heldur er að á morgun (eða í dag) 12 janúar eru 8 ár síðan Geð-Kortið lagði frakkanum, hætti að vera andsetinn, andfélagslegur, hættulegur og líklegast hundleiðinlegur (samkvæmt nánustu fjölskyldu). Já 8 ár (endalaus tala, tákn fyrir eilífðina, enda gömul sál á ferð, líklegast Indjáni í fyrri lífum eða jógi, annaðhvort, pottþétt). Við fögnum ákvörðun Geðsins um að prófa að breytast og ákveða að vera hress og opin fyrir 8 árum síðan. Guð veit að það hefur borið ávexti í lífi hans og fleiri. Vei vei,
Eins óskum við Palla a.k.a the díler og þá kannski sérstaklega fjölskyldu hans með 10 árin sem hann fagnar í dag-Páll þessu áttum við aldrei von á og það veistu!! Til lukku kallar! Við erum ánægð með ykkur og elskum ykkur skilyrðislaust- keep up the good work or die miserable and alone.

Jan 9, 2007

Breytingar á nýju ári

Í stemmningu nýs árs og í tilhlökkunarvímu fyrir því sem koma skal, ákvað B-Kort í samráði við foreldra sína að nú væri nóg komið. Oft væri þörf en nú væri nauðsyn. Feminista hjúkkan og Waldorf mamman ákváðu að best væri að fylgja hefðbundnum venjum og gildum sem fyrirfinnast í því samfélagi sem við búum í dag. Þó svo við væru ekki sammála. Já, það var ekki létt að láta undan kröfu samborgara okkar en eftir þónokkrar ábendingar og lúmsk og ekki lúmsk skot, gáfumst við upp. Við viljum ekki vera frávik. Ákváðum með okkur að beina kröftum okkar að öðru. Þeir hafa unnið þessa lotu en við erum ekki sigruð, ónei alls ekki sigruð. Við höldum áfram að reyna ala Björn Kort uppí því að allir séu jafnir, karlar og konur, óháð litarhætti, líkamsbyggingu, augnalit, skóstærð, hársídd og öðru. Við töpuðum einni orrustu en stríðið er langt frá því tapað. Spurningar eins what does she like? Oh, how old is she? Náðu til okkar á endanum, Jú og auðvitað ótal samningsviðræður (með misjöfnum árangri) til að þvo hárið. Framkvæmdin varð að veruleika.
B fyrir breytingu, svalur að vana
Hin nýji B-Kort, töff
(smá svipur þarna frá öfum sínum)

Jan 8, 2007

Björn og flotinn

Við höldum áfram að vera léleg í mannlegum samskiptum og öðru eins. Sorry vinir og vandamenn en svona er Kort familían, besta leiðin til að fylgjast með okkur er að lesa bloggið.
Björn Kort með sjóræningjaflotann

Takk fyrir jólagjafirnar allir
B-Kort

Jan 6, 2007

Chill og frí

Nýja árið komið og Kortarar ennþá í frímóki og afslöppun. Skólinn byrjar 16 jan þannig að það fer að sjá fyrir endanum á the everlasting fríi. Annars höfum við haft það gott. Áramótin voru lágstemmd en velstemmd. Frúin og Draumurinn byrjuðu gamlársdaginn á því að hjálpa öðrum. Þar sem það var 31 mánaðarins þá var komið að sjálfboðavinnu Kortaranna við það að gefa fátækum og heimilislausum mat í St.Paul. Í þetta sinn hjálpuðum við til við að útbúa matinn. Eftir það var dagurinn góður, auðvitað ekki annað í boði þegar búið er að hjálpa öðrum. Hið andlega lögmál klikkar ekki! Seinustu dagar hafa svo farið í hvíld, bíóferðir, chill, kjaftasögur og reynslusögur Draumsins (af nóg af taka þar). Á fimmtdaginn skiptum við svo út gestum þar sem Draumurinn hélt í bissnesferð til San Fransisco, gæinn í góðum fíling þar. Ástgeir a.k.a the big one eða Scofieldinn kom í skiptum fyrir Drauminn. Í gær fórum við í smá road trip til háskólabæjarins Madison sem er í Wisconsin sem er næsta fylki við okkur. Skemmtileg ferð þar. Draumurinn hefur lært af reynslunni þar sem hann lét vita af sér í gær. Öll líffæri og annað á réttum stað þar og því allir heavy ánægðir.
Annars óskar Kortfamilían Páli a.k.a the dealer og Unni og co innilega til lukku með litlu prinsessuna sem fæddist 2 jan. Það verður gaman að eiga annað barn sem er á sama skólaári og ykkar-- okkar barn verður þó að öllum líkindum miklu stærra :)