Í dag er dagurinn sem læknavísindin spá því að litla Kort eigi að koma í heiminn. Það verður gaman að sjá hvort það gangi eftir. Það væri nú ansi gaman sérstaklega þar sem Guðbergur Emil Írisar og Þóris oldy sonur á þriggja ára afmæli í dag.
Björn Kort trúir því að barnið muni koma með keisara og að hún sé með bleikt hár og rauð augu, mikil spenningur þar á bæ.
Korthjón eru þó farin að trúa því að úthald sé eitthvað sem Kortbörn hafi tekið bókstaflega, sérstaklega þegar kemur að því að yfirgefa móðurkvið. Gleðifréttirnar komu þó í dag þegar frúin fór í mæðraskoðun og ljósan spurði hvernig henni litist á gangsetningu í næstu viku eða í kringum 41 viku, vei vei við tökum því fegins hendi. Biðin styttist því hjá Korturum. Ef stúlkan verður ekki komin næsta mánudag þá verður pantaður tími í þeirri viku þar sem náð verður í krakkann. Og já Kortarar taka ekki mark á setningum eins og "þau koma þegar þau vilja".