Árið er á enda og þá er gott að líta yfir farinn veg og skoða afraksturinn. Eins er sniðugt að útbúa annál, fyrir þær fjölskyldur sem komust ekki í jólakortagerð. Einhvern daginn þó mun Kort familían senda Kort eða jólakort. Þangað til dugir bloggið. 2006 hefur verið ár breytinga og nýbreytni hjá Korturunum. Við seldum ættaróðalið að Seljaveg 29, gáfum eða seldum það sem hægt var af búslóðinni (minnum ennþá á óseldan Opel í þessu samhengi). Kvöddum fjölskyldu og vini og yfirgáfum the old country í júlí. Hér í Bandaríkjunum höfum við gert klaufalegar tilraunir til að koma okkur fyrir og kynnast nýju fólki. Sú reynsla að flytja búferlum með fjölskyldu tekur á, að okkar mati en eitthvað sem vel er virði að gera. Geðið er búið með fyrstu önnina í The U og kallinn sáttur með glæstan árangur sem þar vannst. JR-Kort er búinn með fyrstu önnina í preschool hérna inn the states og farinn að tala og skilja ensku. Flottur dúddi þar. Frúin búin með fyrstu (seinustu) önnina sem homemaker í udlandet. Ekki alveg viss um að húsmæðraskólinn myndi skrifa uppá diplómu því til staðfestingar. En kellan veit þó hvar bestu búðirnar eru, hvaða Tv stöðvar rúla, og hvaða mjólk á að kaupa. Við útskrifum hana. Við fengum marga góða, skemmtilega, kaupglaða, málglaða og æðislega gesti hérna til US and A. Gestir: þið voruð góðir, takk fyrir okkur.
Nýja árið 2007 á áfram eftir að verða ár nýjunga hjá Kortum. Hjónin fara þar bæði í nám og Geðið að auki í TA (teaching assistant) stöðu. B-Kort verður allann daginn í preschool þar sem hann mun læra meiri frönsku, tónlist og svo verður splæst í Yoga fyrir gaurinn. Planið er að flytja í stærra og betra húsnæði í júní/júlí. Það ætti því að fara betur um gestina okkar á nýja staðnum. Við fögnum og eigum von á góðum gestum á næsta ári. Þeir sem hafa meðal annars staðfest komu sína eru: Michael Scofield sem ríður á vaðið og væntanlegur er 4. jan. Draumurinn er að sjálfsögðu ennþá hér og mun koma nokkrum sinnum á þessu ári. Gússí guðmóðir og Tommi framsóknarperri koma svo í apríl og þá verður allt crazy. Páll a.k.a the dealer kemur svo færandi hendi með nýjustu þætti Prison break og 24 ásamt frú og nýju barni og vonandi Markúsi (gömlu barni) á vormánuðum. Hin guðmóðirinn og Birgir Brennsla kærastinn hennar og 2 píur eru vonandi væntanleg á sumarmánuðum. Amma Pönk kíkir á allaveganna eitt eða tvö djömm hérna til tvíburaborganna. Spurning hvort hún taki Dóra Komma með. Eins er Frú Constanza og karl væntanleg, það þarf altént einhver að koma með vagninn og gamla rúmið þannig að nýjasti Kortmeðlimurinn (sem væntanlegur er 19 júlí eða þar um kring) þurfi ekki að sofa á gólfinu.
Nýja árið 2007 á áfram eftir að verða ár nýjunga hjá Kortum. Hjónin fara þar bæði í nám og Geðið að auki í TA (teaching assistant) stöðu. B-Kort verður allann daginn í preschool þar sem hann mun læra meiri frönsku, tónlist og svo verður splæst í Yoga fyrir gaurinn. Planið er að flytja í stærra og betra húsnæði í júní/júlí. Það ætti því að fara betur um gestina okkar á nýja staðnum. Við fögnum og eigum von á góðum gestum á næsta ári. Þeir sem hafa meðal annars staðfest komu sína eru: Michael Scofield sem ríður á vaðið og væntanlegur er 4. jan. Draumurinn er að sjálfsögðu ennþá hér og mun koma nokkrum sinnum á þessu ári. Gússí guðmóðir og Tommi framsóknarperri koma svo í apríl og þá verður allt crazy. Páll a.k.a the dealer kemur svo færandi hendi með nýjustu þætti Prison break og 24 ásamt frú og nýju barni og vonandi Markúsi (gömlu barni) á vormánuðum. Hin guðmóðirinn og Birgir Brennsla kærastinn hennar og 2 píur eru vonandi væntanleg á sumarmánuðum. Amma Pönk kíkir á allaveganna eitt eða tvö djömm hérna til tvíburaborganna. Spurning hvort hún taki Dóra Komma með. Eins er Frú Constanza og karl væntanleg, það þarf altént einhver að koma með vagninn og gamla rúmið þannig að nýjasti Kortmeðlimurinn (sem væntanlegur er 19 júlí eða þar um kring) þurfi ekki að sofa á gólfinu.
Við elskum ykkur öll- þið eruð cool, takk fyrir samveruna 2006 og gleðilegt nýtt ár 2007.
