Kortfamilían eignaðist nýjan vin á dögunum eða 10 maí sl. Nýji vinurinn Kári gæi er sonur Evu Kortvins til margra ára. Eva er m.a ein af þeim útvöldu sem var þess heiðurs aðnjótandi að fá að búa með Korthjónum þegar Kortævintýrið byrjaði á Sólvallagötu 9 um árið (að verða 7 ár). Við samgleðjumst Evu og Edda innilega með litla gaurinn. Gæinn er víst rauðhærður en samkvæmt læknisfrúnni er það toppurinn. Við hlökkum til að hitta gaurinn og kynna hann fyrir gellunni okkar. Kortarar setja þó nokkur skilyrði Eva! engin unglingaheimili, ekkert pönk, engin strok, ekkert klink, ekkert götulíf eða spilatorgsfílingur hjá okkar börnum...
Látum hérna eina góða mynd af nýja prinsinum fylgja með.
Látum hérna eina góða mynd af nýja prinsinum fylgja með.
