May 18, 2007

Velkominn Kári

Kortfamilían eignaðist nýjan vin á dögunum eða 10 maí sl. Nýji vinurinn Kári gæi er sonur Evu Kortvins til margra ára. Eva er m.a ein af þeim útvöldu sem var þess heiðurs aðnjótandi að fá að búa með Korthjónum þegar Kortævintýrið byrjaði á Sólvallagötu 9 um árið (að verða 7 ár). Við samgleðjumst Evu og Edda innilega með litla gaurinn. Gæinn er víst rauðhærður en samkvæmt læknisfrúnni er það toppurinn. Við hlökkum til að hitta gaurinn og kynna hann fyrir gellunni okkar. Kortarar setja þó nokkur skilyrði Eva! engin unglingaheimili, ekkert pönk, engin strok, ekkert klink, ekkert götulíf eða spilatorgsfílingur hjá okkar börnum...
Látum hérna eina góða mynd af nýja prinsinum fylgja með.

May 15, 2007

Músík

Hér í Minneapolisborg er oftar en ekki hægt að komast á góða tónleika. Korthjónin hafa því miður ekki verið dugleg við þá iðju hingað til en nú stendur það allt til bóta. GeðKortið skellti sér þó um daginn á Low tónleika og skemmti sér vel. Í kvöld ætla hjónin að skella sér á Damien Rice tónleika sem haldnir eru á campus, það á bara eftir að vera gaman, frúin er sérstaklega ánægð þar sem Geðið keypti miða í sæti. Við þurfum því ekki að hafa áhyggjur af grindinni eða öðrum kvillum á meðan hlustað er á Rice-inn.
Annars er stórir hlutir í gangi í sambandi við húsnæðismálin, smávægilegar jákvæðar breytingar í gangi. Við leyfum ykkur að fylgjast með framvindun mála þar.

Skellið á linkinn til að hlusta á kallinn.

May 13, 2007

Syndir feðranna

Það er ekki hægt að segja að maður komi heill út úr þessu. B Kort er sonur foreldra sinna og mun líklegast alltaf bera þess skýr merki, góð eða slæm. Korthjónin reyna eftir mætti að halda drengnum í plús, gengur vel að okkar eigin mati. Augljóst er að drengurinn sé alin upp af meðlimum samtaka atvinnulífsins. Fyrir honum er stóra bókin, góða bókin, fólk fer á fundi og talar við guð. Eðlilega hefur þetta áhrif. Um daginn heyrðist í gaurnum þar sem hann var í miðjum playmo-víkingaleik (að ráðast á og drepa munka eins og víkinga er siður), þá segir víkingahöfðinginn Hey, víkingar ég ætla aðeins að hvíla mig og fara á fund!

May 8, 2007

Reality check

Kortfamilían fór á laugardagsmorguninn að skoða fæðingardeildina. Það var smá reality sjok fyrir hjónin, varð einhvernvegin raunverulegt að við erum að fara fæða annað barn eftir sirka 10 vikur. Fæðingardeildin er annars flott og minnir mikið á deildina heima fyrir utan varúðarráðstafanir sem eru til að varna því að börnin týnist eða sé rænt. Góðu fréttirnar eru þær að það er netsambandi þannig að hægt er að senda myndir með det same. B- Kort má koma með og vera viðstaddur herlegheitin. Korthjónin hafa ákveðið að leggja þá traumareynslu á drenginn ef stúlkan ákveður að koma í heiminn áður en Íris Kortvinur kemur 27 júlí, frúin er sett 16 júlí. Við búumst þó fastlega við því að Kortstúlkan sé lík móðurinni og muni því vera ansi sein í heiminn.
Staðan er því þannig að Korthjónin hafa um 10 vikur til að meðtaka það fyrir alvöru að von er á öðru Kortara....

May 5, 2007

Social life

Alltaf gaman að prófa eitthvað nýtt... er eitt af mottóum Kortarfamilíunar, nema þá Karókí og fyllerí (en það er svo sem ekkert nýtt). Við höfum nú kynnst skemmtilegum sið sem viðhafður er í skólanum okkar hérna úti. Í annarlok er venja að einn kennari úr deildinni bjóði nemendum, kennurum og öðrum starfsmönnum heim til sín í potluck, svona til að fólk hittist og eigi saman góða stund. Kortfamilían hefur því seinustu tvo daga farið í svona samkundur og skemmt sér vel. Við vorum þó ekki viss hvort þessi partý væri barnavæn. Þar sem við erum óvön þessu og reynsla okkar úr fyrra námi hefur verið á þá leið að flest teiti eða aðrar samkundur sem boðið hefur verið til í því sambandi hafa vægast sagt ekki verið barnvæn, meira svona Bifröstarfílingur í gangi þar (sem er ekki alveg okkar hugmynd um fjör, allavegna seinustu ár). Þessi potluck byrjuðu öll snemma eða um 16 eða 18 leytið þannig að fólk gæti verið komið heim til sína tímanlega um kveldið. Þetta er eitt af þeim mörgu smáatriðum sem við höfum rekið okkur á hérna í kanaríki sem eru ansi fjölskylduvæn.
Annars er sumarið komið og hitinn eftir því, minnesotabúar kalla þetta þó vorið, að okkar mati þá er þetta alveg nógu heitt og fínt enda eru Kortarar ansi cool á því (Við erum samt ekki ÁSTlaus). Afleiðingar þessa góða veðurs er kvef og önnur drulla sem fylgir því að sofa með viftuna á fullu. Vei, vei alltaf gaman að styrkja ónæmiskerfið....

May 2, 2007

Bauni

Kortfamilían fékk góðar fréttir í vikunni. Vores danske ven Anders a.k.a baunin hringdi alla leið yfir hafið og tilkynnti að von væri á fleiri baunum í heiminn. Við samgleðjumst baunafamilíunni í baunaveldi með nýju baunina. Its about fokking time er það sem kom uppí hugann á Kortmeðlimum við tíðindin. Við vorum farin að hafa áhyggjur að almenn leti dana væri farin að hafa stórleg áhrif á meinta fjölgun en nei, Anders er loksins búin að afsanna að hann er ekki með öllu latur. Það verður bara gaman að sjá baunina þegar sá tími kemur. Kortarar senda baráttukveðjur til baunaveldis og við vonum að Anders nái því að nú þýðir ekkert annað þjónusta og meiri þjónusta við baunafrúnna næstu mánuði. Til lukku!!!

Apr 30, 2007

Lokasprettur

Lítið nýtt að gerast hérna í kanaríki. Kortfamilían nýtur þessa dagana góða veðursins og hefur það gott. Önnin er að klárast og því verkefnaskil og annað stuff sem fylgir. Frúin klárar eftir viku og fer þá í eins mánaðarfrí. Vinnusama Geðið á sirka tvær vikur eftir af þessari önn. Planið fyrir Kortara í sumar er sumarkúrsar hjá hjónunum og hjúkkudjob fyrir Geðið, það er þó ekki alveg komið á hreint hvar kappinn verður að vinna eða hversu mikið. B-Kort verður áfram
í leikskólanum en við bætist fótboltanámskeið fyrir tappann. Í júlí eru svo flutningar í nýju höllina þar sem allir verða æðinslega hamingjusamir. Í lok júlí bætist svo nýja Kort daman við og B verður stóri bróðir. Í júlílok og ágúst verður chilltími og gestatími, eigum von á slatta af gestum á þessum tíma m.a til að skoða nýjasta Kortmeðliminn. Við erum svo hamingjusöm að við erum að deyja.......:)

Apr 25, 2007

Kveðjustund

Flottir frændur við tröllaskeiðina

Kortfamilían kvaddi góða gesti í dag. Tommarinn og fylgdarlið áttu hér nokkra góða, lærdómsríka og mjög svo fræðandi daga. Trúaða gúðmóðirinn blessaði okkur með listagreind sinni og dróg Kortmeðlimi á hvert listasafnið á fætur öðru. Kortarar ættu því að vera minni smáborgarar og meiri heimsborgarar fyrir vikið. Við þökkum henni kærlega fyrir að opna augu okkar fyrir þeim fjöldamörgu söfnum sem Minneapolisborg býr yfir. Fyrir utan safnaskoðanir þá var labbað um campus, chillað á leikvelli, borðaðar beyglur,MOA skemmtigarðurinn heimsóttur, kíkt í dýragarð og eytt penge í Albertville. Kortarar eru rosa ánægðir með heimsóknina og þá sérstaklega með Tommarann, sem hafði meðal annars orð á því að sumir menn í Ameríku væru með rosa stóra bumbur og hvað það væru margir brúnir kallar hér.
Við þökkum gestunum fyrir að vera ekki með neitt vesen eða rugl, umfram allt fyrir að vera góð við Kortarana. Þið eruð hjartanlega velkomin til okkar aftur í nýja húsið þar sem allt verður æðinslegt. Við gerum ráð fyrir ykkur á haustdögum....

Bættum við tveimur nýjum albúmum, (nei, það eru ekki bumbumyndir) páskar og Tommaferð 2007

Apr 19, 2007

Skerí ástand

Fengum tilkynningu í dag á háskólapóstinum þar sem sagt var frá því að sjö byggingar á campus hefðu verið rýmdar vegna sprengjuhótanna. Kortfrúin þurfti að fara í tíma um þetta leyti í byggingu sem ekki var rýmd en stemningin á háskólasvæðinu var spes, lögreglubílar og fréttamenn útum allt. Mörgum aðalgönguleiðunum var meðal annars lokað með lögregluborðum og vopnuðum vörðum. Það var frekar skerí stemmning að sjá og upplifa þetta allt saman, ekki alveg það sem mar er vanur frá HÍ. En þetta er víst það sem fylgir því að búa í US and A.
Annars eru Kortararnir sáttir og glaðir í dag komu góðir gestir, amma pönk, trúaða guðmóðirin og framsóknardragið eru mætt á svæðið. Næstu dagar fara því í chill og peningaeyðslu. Kortfamilían bíður enn eftir kreditkortinu sem væntanlegt er í pósti og því höfum við ekki tekið ákvörðun um hvað á að kaupa. Innbyggður ísskápur er meðal þess sem Kortararvinir hafa stungið uppá. Við virðum þessa hugmynd en erum samt ekki alveg að kaupa þetta--- Tilhvers þurfum við innbyggðann ísskáp í mekka take-out matar???

Apr 15, 2007

Gleðifréttir

Vei vei, húsið er okkar. Fengum að vita það formlega í dag að við hefðum verið samþykkt. Kortfamilían stefnir því á flutninga 1 júlí. Ef núverandi leigusalinn nær að leiga okkar íbúð út 1 júní þá flytjum við þá en annars er 1 júlí dagsetning. Kortarar eru mjög sáttir. Það á eftir að fara vel um okkur þarna og sérstaklega gestina þar sem þeir fá nú sérherbergi, þrjú klósett til að deila með Korturum og göngufæri við mall og Target. Já, gæti ekki verið betra og nú þurfum við ekki að spá meira í húsnæðismálum í bili. Leigusamningurinn gildir í 1 ár og svo sjáum við til.
Önnur gleðitíðindi eru að Korthjónin eru loksins eftir vesen og meira vesen búin að fá kreditkort hérna í the states. Málið er að hérna miða allir allt útfrá credit history og mar þarf kreditkort til að sýna fram á reglulegar greiðslur og góða sögu þar. Því neyðast Kortarar með nýja kortið í vasanum til þess að kaupa eitthvað á raðgreiðslum til þess að geta sýnt fram á að okkur sé treystandi og að séum ekki í vanskilum. Frekar skondið þar sem Kortfamilían hefur aldrei tekið neitt á raðgreiðslum áður. En nú er það s.s. eitthvað sem við neyðumst til að gera. Það ætti svo sem að vera hægt að finna eitthvað gangslaust stöff hérna í mekka kapítalismanns. Ef þið eruð með einhverjar góðar hugmyndir endilega láta það flakka. Kortarar eru þó komnir með nokkrar tillögur, til að mynda vill frúin rainbow ryksugu, B-Kort vill lítinn bróður og Geðið vil frið á jörðu... Hvað skal það þá vera????

Apr 10, 2007

Vegna áskorunar

Birtum hér mynd af GeðKortinu með nýju fínu klippinguna.
Þarna má sjá Geðhjúkkuna ásamt samnemendum sínum í góðum fíling í klíniskanáminu...já geðbransinn er ekkert flipp!!

You make them strong-we make them army strong

Fyrstu páskarnir í US and A afstaðnir og allir Kort meðlimir flottir á því. Á páskadag voru Nóa páskaegg borðuð með bestu lyst, takk fyrir okkur þar. Svo skelltu Kort mæðginin sér í páskalunch, eggjagerð og eggjaleit að amerískum sið hjá Miles vini hans Björns og mömmu hans. Björn sýndi þar í málningavinnunni að listrænir hæfileikar og geta eru vandfundnir í Kortískumgenum. Þegar koma að eggjaleitinni sannað drengurinn það að hann er sonur móður sinnar og sýndi þar einstaklega þolinmæði sem þekkist aðeins úr kvennlegg Kortfrúnar. Kort mæðgin voru rosa ánægð með daginn og þá sérstaklega B þar sem drengurinn var leystur út með fullt af gjöfum frá vini sínum. Sérstakalega var tappinn ánægður með páskakörfu sem hafði pirates of the caribean stuff að geyma.
Geðkortið gat ekki verið með okkur þar sem dúddinn sat heima og íhugaði andlegt líf sitt og tilgang lífsins. Málið er að Geðið lenti í sérstakri og um leið vafasamri lífsreynslu á good friday eða föstudaginn langa. Eftir góðan vinnudag ákvað tappinn að skella sér í klippingu svona í tilefni dagsins. Í sakleysi sínu fór gaurinn á rakarastofu sem staðsett er inná campus. Þegar í stólinn var komið uppgötvaði Geðið góða að rakarinn væri ekki hin hefðbundni minnesota nice íbúi. Ó nei, rakarinn var veteran úr Víetnam, öfgahægrisinnaður og réttkristinn. Við tók um klukkustunda rakstur þar sem tilgangurinn var meira í þá átt að frelsa Kaþólska Kortið en að huga að tískuklippingu. Hjúkkan lifði þolraunina af. Afraksturinn er þó army klipping.

Apr 6, 2007

Good friday

Föstudagurinn langi kominn og ekkert frí á þessum bæ. Að vísu er frí í dag hjá B en háskólinn er í fullum gangi. Svolítið skrýtið að fá ekkert páskafrí, að vísu er það svo sem skiljanlegt að ekki sé gefið frí útaf trúarástæðum. Það væri þá líklegast mikið um frí . Samfélagið hér er auðvitað ansi fjölmenningarlegt og mörg ólík trúarbrögð í gangi. Geðið mætti því til vinnu í dag þó svo hann hefði geta beðið um frí útaf trúarlegum ástæðum. Frúnni leist vel á það en kaþólska Geðið var ekki á sömu skoðun..... skrýtin þessi vinnusiðferði hjá tappanum sérstaklega í ljósi þess að hann er kaþólskur.
Frúin og B chilla því í dag og um helgina. B-Kort er ansi spenntur fyrir komandi páskum sérstaklega eftir að Nóa eggin komu í hús. Eins er planið að prufa að mála egg og fela þau að amerískum sið með vini hans B. Alltaf gaman að prufa eitthvað nýtt.

Mar 31, 2007

Daglegt líf

Lífið hjá Kortfamilíunni gengur sinn vanagang. Hjónin hafa verið upptekin við heimapróf, verkefnaskil og annað rugl, bloggið hefur því þurft að víkja á meðan. Þvílík forgangaröð en svona er það víst. Megum ekki gleyma því að skólinn er víst ástæða dvalar okkar hérna í US and A. Það styttist óðum í annarlok (8 maí) og því um að gera að hætta ekki núna. Eins eigum við von á góðum gestum um miðjan Apríl (ömmu pönk, kaupglöðu guðmóðirinni og Tommaranum). Við höfum verið að vinna undan okkur til að geta verið í smá fríi með liðinu. Fyrir utan skólann er lítið annað að frétta nema að Kortfamilían er búin að segja upp leigusamningnum og hefur formlega hafið íbúðar-húsleit. Stefnt er á flutninga 1 júlí og því nóg tími til stefnu. Rákumst þó á þessi hús seinustu helgi og erum að pæla í að sækja um. Þetta er í úthverfi hérna rétt við borgina og lúkkar mjög vel. Við fengum að skoða svona model hús og það er allt nýtt eða nýlegt, meira segja með þvottvél og þurkara í eldhúsinu. Það tekur svona 20-25 mín að keyra niðrá campus í umferð. Að öðruleyti er staðsetningin góð, sérstaklega fyrir gesti, það er Supertarget, mall og matvöruverslun í göngufæri. Eins erum við að tala um 3 svefnherbergi, vegna kvartanna frá læknisfrúnni á haustdögum sökum skorts á private lífi og mikilla hrotna frá einum ónefndum gest. Var ákveðið að leita að húsnæði með 3 herbergum með hurðum. Kortfamilían vonast til að uppfylla þessar kröfur gesta sinna.
Við vorum að bæta við tveimur nýjum albúmum, Íslandsferð feb 2007 og Seattle 2007.
Láttum eina góða mynd fylgja með.
B Kort og Miles. Drengirnir áttu play date seinustu helgi og skelltu sér í sund í því tilefni.

Mar 27, 2007

Sól og blíða

Kort familían hefur hingað til álitið sig vera algjörlega óháða veðri en svo er víst ekki. Í dag fór hitinn uppí 30 gráður. Við að sjálfsögðu fögnum þessu blíðveðri en að sama skapi sjáum við fram á hræðilega heitt sumar, með miklum raka og tilheyrandi. Frú Kort fær þá að upplifa heita meðgöngu, nice bara nice. Já sumir eru bara aldrei ánægðir.... biðjum að heilsa til the old country héðan úr blíðunni þar sem skálmöld ríkir.

Mar 24, 2007

Vorstemmning

Þetta er ótrúlegt, það er hreint með ólíkindum hvað veðrið er fljótt að breytast hérna í Minneapolis. Vorið er komið, liðið er komið í stuttbuxur, Björn Kort er kominn með lit í andlitið og róðraliðið háskólans hefur hafið æfingar að nýju. Við Kortarar fögnum vorinu og í tilefni dagsins þá skellti familían sér í góðan hjólreiðatúr um borgina. Það var 17 stiga hiti á celsíus í kvöld eftir að myrkur skall á. Það er eins og borgin og íbúar hennar hafi allir vaknað í dag, garðurinn fyrir utan húsið okkar var fullur af krökkum og körfubolta-liði og það mátti sjá fólk úti í góðum fíling. Kortfamilían fílar svona stemmingu, nú eru rétt um 5-6 vikur eftir af þessu misseri og því ástæða til að hlakka til. Eins og tíðkast í góðu framhaldsnámi þá eru ekki hefðbundin lokapróf heldur aðeins verkefni og önnur skil. Við sjáum því framá að álagið, þá sérstaklega hjá Geð-Kortinu eigi eftir að minnka til muna í sumar. Það verður hægt að nýta góða veðrið í hjólreiða-og göngutúra. Eins eigum við von á trúlausu guðmóðurinni, ömmu pönk og framsóknardraginu í heimsókn eftir rúmlega 3 vikur eða svo. Í gær kvöddum við góðan fjölskylduvin Kortaranna, Ástgeir a.k.a the night guy. Dúddi flutti aftur heim til the old country. Flutningar milli heimsálfa geta verið erfiðir og því ákváðum við, sem hluta af aðlögunarferlinu, að halda gæjanum í einangrun inni hjá okkur í 24 tíma meðan sólin skein fyrir utan. Já, geðið er ekkert grín, orðinn hokinn af reynslu eftir klíniska námið á CUHCC (Community University Health Care Center) og þaulvanur að kljást við og fyrirbyggja PTSD (áfallastreituröskun). Við vonum að ferðin heim hafi gengið vel. Annars er stórdagur í dag í lífi Kortfamilíunar, fyrir utan veðrið og annað, Jósi, a.k.a le dream fagnar 3 tugum í dag.... þar sem hann er auðvitað minnihlutagaur með meiru, meðal annars örvhentur og fyrrum Votti. Þá heldur maðurinn ekki uppá afmæli (sem er kannski ekki svo slæmt þegar aldurinn færist yfir). Allavegna: Kortarar senda hamingjuóskir til vores lille ven.

Mar 21, 2007

Mikilvægi upprunans

Hluti af ferlinu að flytja til útlanda með fjölskyldu er að hlúa vel að móðurmálinu, eða eins og einhver kallaði það the mothertongue. Kort hjónin hafa passað að láta ekki sitt eftir liggja þegar kemur að því að ala B-Kort upp við góð og verðmæt íslensk gildi. Á dögunum eignaðist drengurinn forláta myndasögu bók um víkinga á ensku. Fannst okkur tilvalið að drengurinn fengi þessa bók til að minna á upprunann. Eins gæti hann farið með bókina í leikskólann til að sýna vinum sínum. Ekki skemmdi heldur fyrir að einn víkingurinn í bókinni sem siglir til Íslands til að nema land heitir Björn. Það er ekki að spyrja að því, B-Kort fílar bókina mjög vel og heimtar að hún sé lesin á hverju kveldi. Víkingar vekja áhuga gaursins og þá sérstaklega bardagar og dráp þeirra á munkum. Kort hjónin eru að vonum rosa ánægð með nýfundinn áhuga drengsins á uppruna sínum en kostnaðurinn er mikill. B-Kort, kaþólikkin, er komin á þá skoðun að bænir og annað andlegt hjal borgi sig ekki þar sem setningar eins og the monks are more used to praying than fighting and thus were killed by the vikings hafa sín áhrif. Drengurinn hefur því lagt til að bænahald verði lagt niður á Kort heimilinu og skylmingar teknar upp í staðinn.

Mar 16, 2007

Heimkoma í miðvesturríkin

Kortin eru lent í Minneapolis. Komum á þriðjudagskveld. Ferðin til Seattle var bara skemmtileg. Við fíluðum borgina og hún fílaði okkur. Ekki eyðilagði fyrir vönduð leiðsögn Ástgeirs a.k.a the night guy. Við röltuðum um miðbæinn í Seattle en þar var mjög góð stemming og mannlíf. Fórum með prinsinn í sædýrasafn þar sem hápunkturinn var að koma við dýrin. Upplifðum amerískt/íslenskt/alþjóðlegt kveðjupartý. Chilluðum. Skoðuðum campus, Geð-Kortið og the night guy hike-ðu eitt fjall og áttu þar gott en umfram allt háandlegt augnablik. Borðuðum dýrindismáltíð í the Space needle. Kortin þakka vel fyrir sig, the big one og frábæri sambýlingurinn eru góðir heim að sækja. Takk fyrir okkur. Seattle, we will be back.
p.s. Seattle myndir koma á næstu dögum... og ekki biðja okkur um einhverjar bumbumyndir eða annað þvíumlíkt. Við erum engir smáralindsklámhundar.

Mar 9, 2007

Spring break

Langþráð frí Kortara er byrjað. Spring break er málið. Í því tilefni ætlum við að skella okkur til Seattle a.k.a fyrirheitna borgin í heimsókn til Ástgeirs Kortvinar með meiru. Það á bara eftir að vera gaman. Kortara eru mjög svo spenntir. En að sögn Ástgeirs þá er Seattle staðurinn, sérstaklega fyrir Íslendinga í USA. Kortaranir eru því með rosalegar væntingar til borgarinnar. Vonandi standast þær. Annars verður áhugavert að fara á slóðir Greys anatomy og fá að sjá fjöll og hafið. Við fljúgum í kvöld og komum aftur á þriðjudag. Kannski verðum við dugleg og setjum inn myndir af heimsókninni.

Mar 8, 2007

Ótrúlegt



Ójá, The Kort family á von á stelpu. Já hérna. Þessu áttum við ekki von á. B-Kort sem hefur talað um barnið sem strák allann tímann var ekki sáttur. Hann er þó allur að koma til sérstaklega eftir að hann fékk settið til að lofa sér öðru barni sem verður þá strákur. Korti-hjónin eru svaka spennt fyrir nýju dömunni. Það er ekki séns að við getum klúðra þessu. Það er nefnilega stundum sagt að það þurfi heilt þorp eða samfélag til að ala upp góðan einstakling og þar erum við í góðum málum, Stína fína sér um hárið (þegar það verður problem), frk. B og Jósi sjá um að innleiða hjá píunni ekta dömutakta (ef hún vil), Geð-Kortið sér um að gellan verði ekki perónuleikaröskuð eða andlega veik. Við hin reynum að gera okkar besta í því að sjá til þess að pían verði töff og glöð, gott að hafa það hugfast hér að litla daman mun fæðast í the US and A sem þýðir að hún gæti orðið forseti Bandaríkjanna. Við erum því ekki bara að fæða eitthvað venjulegt stúlkubarn heldur erum við að fæða litla VON.
p.s. um eitt erum við þó öll sammála VIÐ VILJUM EKKERT BLEIKT DRASL takk fyrir.......

Mar 7, 2007

Kort -sónar

Góður fílingur hérna í Minneapolis, þrátt fyrir snjó. Við erum þó bjartsýn þar sem við vitum að vorið nálgast. Í gær skellti Kort familían sér í sónar til að skoða yngsta og nýjasta meðliminn. B-Kort fékk að koma með, honum leist nú ekki of vel á myndirnar af nýja Kortaranum en hafði þó orði á því að hann minnti á sjóræningja. Nýjasti Kortarinn er flottur og dafnar vel, samkvæmt lækninum þá lítur út fyrir að þessi verði hávaxinn eins og aðrir meðlimir familíunar. Látum eina góða andlitspósu fylgja með.


p.s fengum að vita kynið. Og við eigum von á ............... hvað haldið þið?

Mar 2, 2007

Heimkoma-snjókoma

Kortin eru back in the USA. Góður fílingur hér á ferð. Ferðalagi frá the old country gekk vel (þökk sé Páli a.k.a the big time dealier sem sponsoraði okkur með afbragðsafþreyingu ). Ferðin tók aðeins um 12 tíma í allt. Við flugum til Boston, Detroit og svo Minneapolis. Það voru þreyttir Kortara sem komu heim eftir annars mjög gott ferðalag. Við erum ánægð með heimferðina til Íslands, meira segja Geð-kortið sem þráir einfalt líf og þarfafleiðandi einfaldann lífstíl, var sáttur. Þótt Kortin hafi stoppað stutt í þetta sinn þá náðu við að hitta marga og komast yfir margt á þeim tíma. Það var gaman að koma heim hitta fjölskyldu og vini. Takk öllsömul fyrir að minna okkur á hvað við eigum mikið af góðu liði að. Takk allir sem við hittum ......og allir hinir takk líka
Annars er allt stopp hérna í borg kuldans eða borg snjósins. Í gær var háskólanum og öðrum skólum lokað frá kl 14 vegna snow storms. Við höfum komist að því að snow stormur á amerískum mælikvarða er einfaldlega mikil snjókoma. Háskólinn er opin í dag en flestir leikskólar, skólar og margar opinberar skrifstofur eru lokaðir vegna snow day eins og þeir kalla það. Sem sagt þegar það er mikil snjór þá er búllunni bara lokað. Í gær þegar háskólanum var lokað fylktust undergraduate nemar sem búa hjá campus út og fóru í snjókast og að teika bíla. Já, það er ungt og leikur sér sagði einhver. Í tilefni snjófrídagsins hafa Kort frúin og B-Kort legið í sjónvarpsleti og öðru eins sukki.

Feb 24, 2007

Fjöllin hafa vakað í þúsund ár....

Og sömuleiðis Kort familían. Erum komin til the old country. Gömlu gmsar virkir en við ennþá óvirk (þökk sé guði fyrir það). Ferðasagan sem er mjög krassandi og spes um ferð Kort familíunar á heimaslóðir part I kemur seinna. Svefninn kallar..... Mikið er þó gaman að sjá fjöllin fögru....

Feb 18, 2007

Afmælisgaurinn

Afmælis-pirate-inn
B-Kort fagnaði 4 ára afmæli sínu í dag. Vei vei, ótrúlegt hvað tíminn er fljótur að líða. Gæinn var mjög sáttur með daginn. Byrjað var á því að opna pakka og svo var hámuð í sig ljúfeng Ben & Jerry's ískaka, eða eins og BK kallaði hana pirate kaka. Þar sem drengurinn er með piratesyndrom á háu stigi þá var afmælisþemað að sjálfsögðu Pirates. Eftir gott chill og leik við flottu afmælisgjafirnar sem komu sumar alla leið frá Íslandi. Skellti Kortfamilían sér í það sem Geð-Kortið kýs að kalla musteri meðalmennskunar, MOA. Þar uppgötvuðum við Aquarium sem staðsett er undir mallinu. Mar getur nú ekki annað en dáðst af ameríkönum þegar kemur að hugmynda og framkvæmdargleði. Við erum sem sagt að tala um heilann sjávardýragarð undir sjálfri verslunarmiðstöðinni, sem er heavy stór fyrir. Aquarium-ið var bara gaman. Allir Kortmeðlimir voru sáttir með sitt þar. Að því loknu var skellt sér á fornar slóðir Forrests Gumps eða á Bubba Gump rækjumatsölustaðinn. Þar fékk afmælisbarnið ís og afmælissöng frá starfsmönnum. Eftir það voru farnar nokkrar ferðir í rússíbana og annað eins í skemmtigarðinum sem einnig er staðsettur í mallinu. Björn Kort er mjög sáttur með 4 árin og minntist oft á það yfir daginn að nú væri hann orðinn stór strákur. Kort familían þakkar fyrir alla pakkana sem ferðuðust alla leið yfir hafið. Takk takakka

p.s. Bættum við nýju myndaalbúmi með afmælismyndum af prinsinum og öðrum góðum myndum.

Feb 15, 2007

In Memoriam

Lífið gerist hjá öllum, þannig er það víst. Amma Ásthildur sannaði hagfræðilögmálið það er ekkert til sem heitir frír hádegismatur seinasta sunnudag þegar hún kvaddi þennan heim eftir stutta en hetjulega baráttu við lungnakrabbann. Eftir 50 ára stífar og miklar reykingar þá er lungnakrabbi það sem koma skal. Hún vissi það svo sem og var ekkert að agnúast útí það. Íhugaði að hætta að reykja á lokasprettinum en hafði svo á orði að það væri til lítils gagns núna. Amman var ansi spes kona, ekki alveg þessi hefðbundna ímynd sem maður hefur af ömmum. Hún kunni til að mynda ekki að elda eða baka (nema Vilkosúpur), prjónaði ekki og var ekki í kvennfélagi. Hún var Ísfirðingur og því sérstök og þrjósk. Hún elskaði box, Bubba Morteins, spil, ofbeldisfullar bíómyndir (því meira blóð því betra) og kunni að meta góða krimma. Hún var haldin krónískri óþolinmæði sem ágerðist bara með árunum. Hafði sérstaka sýn á heiminn, meðal annars sterkar skoðanir á minnihlutahópum (kynni hennar af Jósa, löguðu það þó mikið). Hún hataði grænmeti, elskaði að versla föt og glingur. Hún hafði gaman af ferðalögum, var mikill dýravinur og talaði sérstakt dýratungumál. Hún var flott og við fíluðum hana. Nú er hún farin úr þessu jarðríki er líklegast annarsstaðar í geggjuðu stuði með rettu í annarri og fussandi og sveiandi yfir okkur sem eftir erum og syrgum hana.
Á innan við einu ári höfum við Kort familían kvatt tvær ömmur. Tvær flottar hefðarfrúr sem voru svo ólíkar en samt svo líkar. Þær elskuðu okkur og gáfum okkur svo margt. Við erum guði þakklát fyrir að hafa fengið að hafa þessar kjarnakonur hjá okkur eins lengi þær voru. Vonandi náum við að verða eins flottar ömmur og þær. Blessuð sé minning þeirra.

Kortfjölskyldan ætlar að fljúga til The old country til að fylgja þeirri gömlu heim. Við komum laugardaginn 24 feb og förum aftur 28 feb. Stutt stopp. Hlökkum til að hitta ykkur.

Feb 9, 2007

bissy-menska

Það er búið að vera nóg að gera seinustu daga hjá The Kort family. Það erum við þakklát fyrir og lítum á það björtum augum. Það er ekki mikið í boði að standa aðgerðarlaus hérna úti í fxxxx kuldanum í Minneapolis. Fyrir utan frostbit, þá finnum við vel fyrir því að líkamar okkar séu farnir að aðlagast kuldanum. Málið er, að þar í heiminum sem kalt er eins á Grænlandi, eru innfæddir lágvaxnir og kubbóttir. Þessi líkamsbygging er aðferð náttúrunnar til að aðlagast umhverfinu. Lágvaxnir og kubbóttir líkamar varðveita því hita betur og langir og mjóir henta því betur þar sem heitt er (Segi svo að BA-prófið komi ekki að gangi). Þannig eru til dæmis þeir indjánar sem eru af þeim tribe sem var hérna í Minnesota, eða þeir fáu sem sluppu við fjöldamorð ameríkana, allir litlir og kubbóttir. Þessi aðlögun líkamans á sér stað á löngu ferli, mjög löngu ferli. Kortararnir sem hingað til hafa þótt ansi hávaxnir gætu þannig verið á niðurleið. Við erum ekki frá því að við séum farinn að finna fyrir þessari aðlögun, við erum allavegna ekki að hækka. Helsta vandamálið er þó hvernig fer fyrir nýja Kortaranum, erum við að tala um að krakkinn verði lítil og kubbóttur eða hvað? Að okkar mati felst lausnin í því að flytja til Afríku til að breyta aðlögunni. Hvað gerist kemur þó í ljós. Kortfrúin veit af reynslu að meðan hún gengur með barn þá er best að geyma allar ákvarðanir og stórframkvæmdir þangað til eftir fæðingu. Svona er þetta víst með suma hluti, það er í raun hægt að læra af reynslunni!!! Merkilegt fyrirbæri.

Feb 4, 2007

Nýtt líf

Ný tölva, nýr DVD spilari, nýtt lyklaborð, nýtt líf. Við erum tengd again thank good. Við erum ótrúlega þakklát vinum okkar hjá Dell sem hafa stutt okkur í gegnum seinustu daga. Fyrst með því að selja okkur nýja tölvu sem kom í dag og svo með því að senda okkur nýjan harðan disk og lyklaborð, fríkeypis í gömlu tölvuna. Við höfum því miður ekki náð að koma þeirri gömlu í gang en okkar menn hjá Dell vinna í því. Það ætti að gerast á næstu dögum. Kortin eru annars hress og búin að hafa það gott í vikunni. Björn Kort reyndi að kyrkja samnemanda í vikunni en hefur lofað að láta af þeirri hegðun í framtíðinni. Gæinn hefur tekið upp kitl í staðinn. Geðið vinnur eins og hann eigi lífið að leysa, bæði í skólanum og í verknáminu. Í vikunni áttu þau stórtíðindi sér stað að Geð-Kort fékk Social securite number. En það fæst ekki frítt í landi tækifæranna. Með social númerinu hefur geðið því færst einu skrefi nær því að vera fullgildur meðlimur í samfélaginu, vei vei við fögnum þessu og óskum Geða til lukku. Næst á dagskrá er að verða sér út um kredit history og þá eru allar dyr opnar. Það er víst ekki það auðveldasta í bænum. Annars er þessi helgi sérstök fyrir tvennar sakir. Í fyrsta lagi þá hefur ekki orðið svona kalt í 3 ár (sumir segja 10) hérna í Minnesota. Við erum að tala um nálægt -30 gráður, nice. Hinn merki atburðurinn er séramerískur en það eru úrslitin í ameríska fótboltanum sem verða á morgun. Spurning hvort við horfum? Víst er að á morgun verður ekki farið út að leika sökum kulda...

Jan 29, 2007

Vont-Karma

Nu turfa Kortin ad vara sig. Allt 24 og prison break nidurhalid er ad koma i rassgatid a okkur. Seinasta vika byrjadi a tvi ad Ipodinn biladi svo baettist okkar lille ven ferda-DVD spilarinn vid, ekki gafumst vid upp eftir tad, svo gaf hardi diskurinn a tolvunni sig (Ta missti fruin tad). Toppurinn a ollu var svo tegar gsm simi Gedsins gafst upp a fostudaginn. Vid vonum ad allt se tegar fernt er! Buid ad redda ipodinum. Ekki er somu sogu ad segja um dvd-spilarann og tolvuna tvi allt svona rugl tekur lagmark 10 til 12 bissnes daga herna i ameriku. Vid reynum ad orvaenta ekki og tokkum allar hlyjar kvedjur og hugsanir. Vid neydumst liklegast til ad kaupa nyja tolvu i dag og tar med afgreida malid. Vonandi verda Dell menn jafn lidlegir og Apple gaurar i teim efnum. Seinustu dagar hafa verid skrytnir og olikir tvi sem vid eigum ad venjast. Vid hofum til ad mynda neyddst til tess ad tala saman. Netfrahvorfin hafa komid mismikid nidra Kortmedlimum, Gedid hefur a tessum erifdu timum leitad meira i baen og hugleidslu a medan fruinn hefur verid, eirdarlaus og skapstygg. I gaer tok hun svo ut likamleg frahvorf tegar hun aeldi halfa nottina. Vid bjodum ogledina velkomna aftur eda ekki. B-Kort a.k.a the yoga dude hefur tekid tessu ovenjulega vel, medal annars hefur hann eytt timanum i framtidarplon. Gaeinn hefur akvedid ad verda logreglustjori sem handtekur illmenni.

Jan 25, 2007

Hversdagsleiki

Já, lífið hjá okkur Korturum heldur áfram hérna í US and A. Nú er komin rútína í mannskapinn og dagarnir virka styttri og því minni tími í dægradvöl eins og bloggskrif. En við ólíkt öðrum sem við þekkjum gefumst ekki upp sökum elli eða annars rugls. Á milli normallífs og rútínu þá skipuleggja Kortarar tímann í nánustu framtíð. Góður grunnur og æfing í dagsplönum kemur sér ansi vel þar. Það sem liggur fyrir í réttri tímaröð, afmæli B. korts og gönguskíði í febrúar, hugsanleg heimsókn til verkfræðingsins í Seattle í spring break í mars, heimsókn ömmu pönk, guðmóðurinnar og framsóknardragsins í apríl, annarlok í maí og byrjun sumarannar, flutningar í júní-júlí, fæðing í júlí, heimsóknir og cabin-chill með aratúnssettinu og kærustuparinu úr Hafnarfirði+ börnum í ágúst: Gróft plan en lítur vel út. Hin ameríska félagsmótun gengur misvel hjá korturunum en Geðið hefur vinninginn þar. Gæinn er til að mynda ennþá spenntur fyrir því að koma sér í herinn. Við sjáum hvernig það fer. Við erum þakklát fyrir það að hann skuli ennþá tala íslensku við okkur hin. B.Kort er mjög spenntur fyrir því að eiga bráðum afmæli og verða þá stór strákur. Spenntastur er drengurinn þó fyrir því að verða fullorðinn. Því þá, eins og hann skilur það ,getur hann drukkið bjór og vín eins og hann vill. Við náum þessu ekki, en reynum hvað við getum að benda á að erfðafræðin vinnur ekki með honum þar. Korthjónin eiga því vandasamt verk fyrir höndum. Eins hefur gæinn líst því yfir að ef nýja barnið verði vont, þá ætli hann að skjóta það. Ætli þetta þýði ekki að BK sé að aðlagast Bandarísku samfélagi hraðar og betur en björtustu útreikningar gerðu ráð fyrir........

Jan 20, 2007

Skólinn, áætlanir

Skólinn er byrjaður og Kortarar ánægðir með það. Loksins loksins segja sumir. Þetta lítur vel út og ætti að geta orðið ansi skemmtileg önn hjá hjónakornum (það er að segja ef heilinn frýs ekki útaf kuldanum hérna). Það er munur að labba um háskólasvæði þar sem nemendur eru um 45.000, aðeins stærra og fjölmennara en . Geðið er búið að kenna/leiðbeina fyrsta tímann og gekk það svona asskoti vel. Eitt er víst að það verður nóg að gera hjá Korturum á þessari önn. Við fögnum því á sama tíma og við gefum skít í aðgerðarleysi og annað eins sukk. Ó, nei ekki til hjá þessari familíu. Annars fóru læknavísindin illa með okkur í dag. Samkvæmt því sem við héldum þá bara Kortbúinn um 14 vikna og var væntalegur í kringum 19 júlí. Í mæðraskoðun í dag var frúnni seinkað til 26 júlí og því ekki komin nema um 13 vikur. Seinna í dag eftir samráð við lækni var ætlaður fæðingardagur færður fram til 16 júlí. Erum því komin næstum því 15 vikur. Gaman að þessu. Fyndið samt að hugsa út í þessar pælingar, eins og krakkinn fylgi þeim eitthvað. Ef þessi Kortari er eitthvað líkur Frúnni og B-Kort, verður hann seinn. Ó, já hann verður seinn.

Jan 17, 2007

Kuldi

Það er ekki verið að grínast með kuldann hérna. Í morgun þegar Frúin lagði af stað í skólann í morgun sýndi mælirinn -18 á celsíus. Kort familían hefur komist að því með vísindalegum tilraunum að -1c í Minneapolis er meira en -1c á Íslandi. Hefur eitthvað með rakastig og annað að gera. Kosturinn við veðrið hér er þó að alla jafnan er logn og ekki slabb dauðans. Ef það væri ekki fyrir hin eðal lífrænu dönsku ullarnærföt. Þá værum við öll frosin (þar hefur það Bauni, sem gat gagnrýnt ullarkaupin út í það endalausa). Við þökkum guði fyrir hlýju ullina. Við eigum í smá erfiðleikum með að blogga þar sem puttarnir okkar eru frosnir. Eigum þó von á því að líkamar okkar aðlagist kuldanum fljótt. Þangað til sendið okkur hlýjar hugsanir.

Jan 14, 2007

Bauerinn er mættur

Loksins, loksins segjum við Kort hjón. Páll vinur okkar a.k.a The díler. Hafði samband í vikunni, hann ólíkt nokkrum sem við þekkjum er með okkur skráð sem frí-vini í útlöndum og getur þarafleiðandi talað við okkur í 120 mín á mánuði (þetta innlegg var styrkt af Ogvodafone). Allavegna dúddi hringdi og tjáði okkur það að fyrstu fjórir þættirnir af nýju 24 seríunni væru komnir. Að okkar mati þá er þetta allt eins og það á að vera. Það var nefnilega í janúar 2006 sem Geð-Kortið og frú prófuðu fyrst 24, áðurnefndur Páll kom þeim á bragðið. Serían smakkaðist svo vel að í sama janúarmánuði var horft á fjórar seríur af 24 eða allar seríur sem í boði voru. Það er vert að taka fram að á þessum tíma var Geðið í fullri vinnu og frúin í fullu námi og vinnu með. Töluverður tími fór einnig í vini, fjölskyldu, samtök atvinnulífsins og bootcampið góða. Svo ekki sé gleymt B-Kortinu. Hjónin spýttu því í lófana og komust fljótlega að því að best væri að horfa á 6 þætti í einum rykk. Þannig var lítið um svefn á Seljavegi 29 þann janúarmánuðinn. Þar sem þættirnir gerast í rauntíma þá er gróflega hægt að reikna með að 4X24 séu sirka 96 klst sem fóru í hardcore tv gláp. Þessu óhóflega 24 áhorfi fylgdu aukakvillar sem algengt er að komi fram þegar ekki er gætt hófs. Í tilviki Kort fjölskyldunar var um aukna paranoju að ræða, gamal kjarnorkuótti síðan úr bernsku kom fram ásamt snöggum hreyfingu, sérstaklega þegar síminn hringdi því þar gat verið um þjóðaröryggi að ræða. Eins fjölgaði svörtum SVU bílum mikið í Vesturbænum á þessum tíma. Það voru ekki bara ókostir sem fylgdu stuffinu, 24 serían hafði góð áhrif á Korthjónabandi, þar sem um sameiginleg markmið var að ræða, þ.e.a.s að klára hélvítis seríunar sem fyrst. Seinna á vormánuðum þegar hjónin voru farinn að venjast aukakvillunum otaði áðurnefndur Páll síðan að þeim seríu 5 af 24. Hún var afgreidd á mettíma og þar með héldum við að þetta væri búið. Svo var víst ekki málið því Pálinn kom okkur á Prison break bragðið og því þurfti að afgreiða þá seríu líka en það er samt ekki sama stuff og Bauerinn þó gott sé. Hjónin voru sem sagt komin með um 6 mánuði án 24 og allt gekk vel. Þangað til Páll hringdi í vikunni með 24 tíðindin. Sem í sjálfur sér eru ekki slæm nema fyrir það að ekki er hægt að nálgast alla seríuna í einu. Heldur er gert ráð fyrir því að við þurfum að bíða....... Það er ekki alveg að ganga upp að okkar mati. Við örvæntum þó ekki og huggum okkur við það að geta klárað Prison break seríu 2 á meðan við bíðum eftir næsta 24 skammti.... Að okkar mati þá lofar 6 serían mjög góðu og Bauerinn er bara flottur...

Jan 12, 2007

Áfangar

Rútínan er að byrja. Fríið að taka enda. Á þriðjudaginn byrjar skólinn. So it begins... Þangað til chill og veikindi. Já Geð-Kortið er veikur. Dúddi með berkjubólgu, liggur fyrir og bíður eftir að pensílinið kikki inn. Seinustu dagar hafa verið ljúfir, einstaklega ljúfir. Við byrjuðum á því að kveðja verkfræðinginn á sunnudaginn. Sá gestur fær hrós frá Kort fjölskyldunni fyrir að vera einstaklega gestgjafavænn. Greinilegt að þar er á ferðinni vel upp alinn drengur sem veit hvað kurteisi þýðir. Þó svo hann eigi það til að detta út og keyra í hringi þá líkar okkur vel við hann. Daginn eftir eða á mánudaginn mætti Draumurinn svo aftur eftir ferðalag til San Francisco. What happend in San Francisco stays in San Francisco. Segjum ekki meir um það. Eftir að Draumurinn hafði fyllt sig upp af varningi frá Victorias Secret var hann ready að fara heim til the old country á þriðjudaginn. Þannig fór um sjóferð þá. Nú eru allir gestir farnir- bara gone. Við eigum ekki von á neinum fyrr enn í fyrsta lagi í mars. Þar sem Icelandair fljúga ekki næstu tvo mánuði til Minneapolis. Við lifum það af, í versta falli þurfum við að talast við. Annars er gott að hafa tíma til að byrja í og einbeita sér að skólanum. B-Kort spyr þó á hverjum degi hvenær framsóknardragið hann Tommi frændi kemur. Við eigum von á þeim eðalgaur í lok apríl ásamt trúuðu guðmóðurinni og ömmu pönk. Þá verður tekið á því.
Stærstu fréttirnar eða áfanginn öllu heldur er að á morgun (eða í dag) 12 janúar eru 8 ár síðan Geð-Kortið lagði frakkanum, hætti að vera andsetinn, andfélagslegur, hættulegur og líklegast hundleiðinlegur (samkvæmt nánustu fjölskyldu). Já 8 ár (endalaus tala, tákn fyrir eilífðina, enda gömul sál á ferð, líklegast Indjáni í fyrri lífum eða jógi, annaðhvort, pottþétt). Við fögnum ákvörðun Geðsins um að prófa að breytast og ákveða að vera hress og opin fyrir 8 árum síðan. Guð veit að það hefur borið ávexti í lífi hans og fleiri. Vei vei,
Eins óskum við Palla a.k.a the díler og þá kannski sérstaklega fjölskyldu hans með 10 árin sem hann fagnar í dag-Páll þessu áttum við aldrei von á og það veistu!! Til lukku kallar! Við erum ánægð með ykkur og elskum ykkur skilyrðislaust- keep up the good work or die miserable and alone.

Jan 9, 2007

Breytingar á nýju ári

Í stemmningu nýs árs og í tilhlökkunarvímu fyrir því sem koma skal, ákvað B-Kort í samráði við foreldra sína að nú væri nóg komið. Oft væri þörf en nú væri nauðsyn. Feminista hjúkkan og Waldorf mamman ákváðu að best væri að fylgja hefðbundnum venjum og gildum sem fyrirfinnast í því samfélagi sem við búum í dag. Þó svo við væru ekki sammála. Já, það var ekki létt að láta undan kröfu samborgara okkar en eftir þónokkrar ábendingar og lúmsk og ekki lúmsk skot, gáfumst við upp. Við viljum ekki vera frávik. Ákváðum með okkur að beina kröftum okkar að öðru. Þeir hafa unnið þessa lotu en við erum ekki sigruð, ónei alls ekki sigruð. Við höldum áfram að reyna ala Björn Kort uppí því að allir séu jafnir, karlar og konur, óháð litarhætti, líkamsbyggingu, augnalit, skóstærð, hársídd og öðru. Við töpuðum einni orrustu en stríðið er langt frá því tapað. Spurningar eins what does she like? Oh, how old is she? Náðu til okkar á endanum, Jú og auðvitað ótal samningsviðræður (með misjöfnum árangri) til að þvo hárið. Framkvæmdin varð að veruleika.
B fyrir breytingu, svalur að vana
Hin nýji B-Kort, töff
(smá svipur þarna frá öfum sínum)

Jan 8, 2007

Björn og flotinn

Við höldum áfram að vera léleg í mannlegum samskiptum og öðru eins. Sorry vinir og vandamenn en svona er Kort familían, besta leiðin til að fylgjast með okkur er að lesa bloggið.
Björn Kort með sjóræningjaflotann

Takk fyrir jólagjafirnar allir
B-Kort

Jan 6, 2007

Chill og frí

Nýja árið komið og Kortarar ennþá í frímóki og afslöppun. Skólinn byrjar 16 jan þannig að það fer að sjá fyrir endanum á the everlasting fríi. Annars höfum við haft það gott. Áramótin voru lágstemmd en velstemmd. Frúin og Draumurinn byrjuðu gamlársdaginn á því að hjálpa öðrum. Þar sem það var 31 mánaðarins þá var komið að sjálfboðavinnu Kortaranna við það að gefa fátækum og heimilislausum mat í St.Paul. Í þetta sinn hjálpuðum við til við að útbúa matinn. Eftir það var dagurinn góður, auðvitað ekki annað í boði þegar búið er að hjálpa öðrum. Hið andlega lögmál klikkar ekki! Seinustu dagar hafa svo farið í hvíld, bíóferðir, chill, kjaftasögur og reynslusögur Draumsins (af nóg af taka þar). Á fimmtdaginn skiptum við svo út gestum þar sem Draumurinn hélt í bissnesferð til San Fransisco, gæinn í góðum fíling þar. Ástgeir a.k.a the big one eða Scofieldinn kom í skiptum fyrir Drauminn. Í gær fórum við í smá road trip til háskólabæjarins Madison sem er í Wisconsin sem er næsta fylki við okkur. Skemmtileg ferð þar. Draumurinn hefur lært af reynslunni þar sem hann lét vita af sér í gær. Öll líffæri og annað á réttum stað þar og því allir heavy ánægðir.
Annars óskar Kortfamilían Páli a.k.a the dealer og Unni og co innilega til lukku með litlu prinsessuna sem fæddist 2 jan. Það verður gaman að eiga annað barn sem er á sama skólaári og ykkar-- okkar barn verður þó að öllum líkindum miklu stærra :)

Dec 31, 2006

2006 annáll the Kort family

Árið er á enda og þá er gott að líta yfir farinn veg og skoða afraksturinn. Eins er sniðugt að útbúa annál, fyrir þær fjölskyldur sem komust ekki í jólakortagerð. Einhvern daginn þó mun Kort familían senda Kort eða jólakort. Þangað til dugir bloggið. 2006 hefur verið ár breytinga og nýbreytni hjá Korturunum. Við seldum ættaróðalið að Seljaveg 29, gáfum eða seldum það sem hægt var af búslóðinni (minnum ennþá á óseldan Opel í þessu samhengi). Kvöddum fjölskyldu og vini og yfirgáfum the old country í júlí. Hér í Bandaríkjunum höfum við gert klaufalegar tilraunir til að koma okkur fyrir og kynnast nýju fólki. Sú reynsla að flytja búferlum með fjölskyldu tekur á, að okkar mati en eitthvað sem vel er virði að gera. Geðið er búið með fyrstu önnina í The U og kallinn sáttur með glæstan árangur sem þar vannst. JR-Kort er búinn með fyrstu önnina í preschool hérna inn the states og farinn að tala og skilja ensku. Flottur dúddi þar. Frúin búin með fyrstu (seinustu) önnina sem homemaker í udlandet. Ekki alveg viss um að húsmæðraskólinn myndi skrifa uppá diplómu því til staðfestingar. En kellan veit þó hvar bestu búðirnar eru, hvaða Tv stöðvar rúla, og hvaða mjólk á að kaupa. Við útskrifum hana. Við fengum marga góða, skemmtilega, kaupglaða, málglaða og æðislega gesti hérna til US and A. Gestir: þið voruð góðir, takk fyrir okkur.
Nýja árið 2007 á áfram eftir að verða ár nýjunga hjá Kortum. Hjónin fara þar bæði í nám og Geðið að auki í TA (teaching assistant) stöðu. B-Kort verður allann daginn í preschool þar sem hann mun læra meiri frönsku, tónlist og svo verður splæst í Yoga fyrir gaurinn. Planið er að flytja í stærra og betra húsnæði í júní/júlí. Það ætti því að fara betur um gestina okkar á nýja staðnum. Við fögnum og eigum von á góðum gestum á næsta ári. Þeir sem hafa meðal annars staðfest komu sína eru: Michael Scofield sem ríður á vaðið og væntanlegur er 4. jan. Draumurinn er að sjálfsögðu ennþá hér og mun koma nokkrum sinnum á þessu ári. Gússí guðmóðir og Tommi framsóknarperri koma svo í apríl og þá verður allt crazy. Páll a.k.a the dealer kemur svo færandi hendi með nýjustu þætti Prison break og 24 ásamt frú og nýju barni og vonandi Markúsi (gömlu barni) á vormánuðum. Hin guðmóðirinn og Birgir Brennsla kærastinn hennar og 2 píur eru vonandi væntanleg á sumarmánuðum. Amma Pönk kíkir á allaveganna eitt eða tvö djömm hérna til tvíburaborganna. Spurning hvort hún taki Dóra Komma með. Eins er Frú Constanza og karl væntanleg, það þarf altént einhver að koma með vagninn og gamla rúmið þannig að nýjasti Kortmeðlimurinn (sem væntanlegur er 19 júlí eða þar um kring) þurfi ekki að sofa á gólfinu.

Við elskum ykkur öll- þið eruð cool, takk fyrir samveruna 2006 og gleðilegt nýtt ár 2007.
The Kort family in the states

Með kveðju frá nýjasta Kortaranum

Dec 29, 2006

Jólaleti

Kortliðið heldur áfram að liggja í leti. Við neitum þó að taka ábyrgð á þessari leti og viljum kenna Homeland security um. Málið er að þegar mar er námsmaður í The States þá má maður ekki vinna utan háskólans fyrstu 9-10 mánuðina. Þar sem jólafríið háskólans er um einn mánuður þá er lítið að gera. Við erum nú farin að átta okkur á þessu öllu saman hjá svartklædda liðinu. Málið er að einhverjar rannsóknir hafa sýnt fram á það að fólk á það til að verða heimsk í fríi. Við erum því viss um að þetta sé allt stórt samsæri með þann tilgang að gera okkur öll heimsk, með að banna alþjóðlegum nemum að vinna og skikka þá í langt jólafrí-- Þetta meikar svo sem sens, því ef við verðum öll slefandi heimsk þá erum við ekki líklegt til að fremja hryðjuverk, eða hvað??? Ætli hryðjuverkamenn séu heimskir?? Eða kannski liggja efnahagslegar ástæður þarna að baki- ef liðið er í fríi þá eyðir það meiri penge.. hum hum. Eða what ever. Við erum allavegna í fríi og í gær skelltum við okkur, (það var hægara sagt en gert því mátt TVsins skal ekki vanmeta) til Stillwaters. Sem er lítill fallegur bær í um 40 mín fjarlægð frá Minneapolis, hann liggur alveg upp við fylkismörkin að Wisconsin. Þar var góð stemning og allir Kortarar sáttir. Endirinn á kvöldinu var svo dinner á þýskum veitingastað þar sem afgreiðslustúlkurnar klæddust allar Heiðu kjólum og hétu Helga. Þar var snætt gómsætt vínarsnittsel a la germany. Sehr gut að okkar mati. Dagskrá dagsins í dag: chill, safnarferð, chill og eitthvað ógeðslega cool....jú og auðvitað rakstur. Draumurinn hefur nefnilega komist að því að töluverður munur er á hárvexti hans hér í US and A og home at the old country. Gæinn þarf því að hafa sig allann við í rakstrinum hérna. Skrýtið, ætli það sé auknum hormónum að kenna?

Dec 25, 2006

Annar í USA jólum

Það tókst, jólin gengu áfallalaust fyrir sig hjá Kort familíunni. Enginn fór í jólaköttinn og allir Kortarar sáttir með sitt. Við þökkum vel fyrir okkur, þá sérstaklega B-Kort. Jólapakka-opnanir tóku um 3-4 tíma og reyndi þar sérstaklega á verkfræðikunnáttu Kortaranna, við að setja sama hin ýmsu sjóræningaskip. Það hafðist þó að lokum og allir voru geðveikt, GEÐVEIKT ánægðir.
Bestu jól sem við höfum átt, já bestu jól, hreint út sagt einstök, geðveik tenging þar í gangi.
Þegar Kortaranir lögðust í rekkju leit allt vel út, búið að plana jóladaginn og allir í gúddí fílling. En og aftur var Adam ekki lengi í paradís. Um 600 am var komið að Geð-hjúkkunni. Gaurinn ældi öllu sem hægt var. Þar með er seinasta vígið fallið, hjúkkan af öllum sigruð af ælunni. Sex tímum seinna er gæinn en að, the æla continues part III. Veðbanki heimilisins segir að þetta ætti að taka um 24 tíma. En við spyrjum að leikslokum. Ljósi punkturinn er þó að aðfangadagur slapp. Hefði geta verið verra. Við hin the æla survivors reynum þó að halda okkar striki. Ætlunin er að chilla og fara í bíó. Biðjum að heilsa heim á klakann- to the old country- gleðileg jól og ekki fokka þessu upp.

Páll a.k.a the dealer og co. fá hrós fyrir snilldar pakka, ótrúleg hugmynd þar. Harðfiskur og gömul áramótaskaup hittu vel í mark.

Dec 24, 2006

Þorlákur í udlandet

Fyrsti Þorlákur í US and A. Vá Vá það er rétt með naumindum sem Kortararnir lifa þetta af. Frúin byrjaði þann 20. des að æla lungum og lifur, líklegast útaf jólaspennu. Tveimur sólarhringum seinna eða eins og Bauerinn myndi segja: 48 hours later. Reis hún upp, The comeback of the Kort Frauen, með þeim orðum að hér skyldu vera haldin jól. Karlleggur Kortfamilíunar tók undir og jólaundirbúningur byrjaði. Það var síðan á aðfaranótt Þorláks þar sem Geð-Kortið vaknaði við snökt. Þar sem Geðið er stríðsvanur (geðdeildarvanur) og vel Bootcampaður þá sefur hann með opin augun, tilbúin í allt. Í fyrstu átti hann von á því að þurfa hugga B-Kortið en sú var ekki raunin. Hinn Kortfjölskyldumeðlimurinn, LE Dream var þar á ferli með massíva heimþrá og myrkfælni. Vanur öllu tók Geðið Drauminn í fangið og söng hann í svefn með Sofðu unga ástin mín. En Adam var ekki lengi í paradís, því stuttu síðar vaknaði Nýbúin með ælum og tilheyrandi. Ekki fékk gæinn samúð eða nærveru frá geðhjúkkunni strax, þar sem hann hafði drauminn grunaðan um búlíumíu-pull (draumurinn hafði í heimþráar örvæntingu sinni étið heila poka af Reese súkkulaði). Seinna kom í ljós að das lilli man eða le Dream var í raun veikur. Kortfjölskyldan hefur því unnið að jólaundirbúningi á helmings afköstum. Þar sem draumurinn er úr leik og Frúin ennþá í recovery-gír. Án hjúkkunar hefði þetta ekki gengið upp. Þar sem búið er að hjúkra veika liðinu og veita því mikla og góða nærveru eins og góðum Geð-hjúkkum sæmir (námið er að skila sér, Thanks LÍN-- Thanks a fxxxx lot).
Í ljósi undangenginna atburða verður jólahald Kortaranna örlítið frábrugðið því sem áður hefur verið. Kalkúnahelvítið náði til að mynda ekki í löginn eða eins og frúin kallar hann: legið, tímaskortur þar. Toblerone-ísinn sem hafðist á endanum eftir dauðaleit af Toblerone, verður líklegast ready á jóladag. Smákökur og annað sér-íslenskt verður því miður ekki á boðstólnum en við huggum okkur við sænskar IKEA piparkökur þar. Sem betur fer erum við þó með kærleikslagaðar Sörur að hætti læknisfrúarinnar, þakklæti þar. Svo ekki sé minnst á Marengsbitana góðu.

B-Kort í tréleiðangri
Sá meðlimur Kortfjölskyldunar sem hefur ekki sveiflast vegna breytinganna er B-Kort en hann er upptekin af því að skoða alla stóru og flotttu pakkana sem liggja undir Griswoldtrénu. Það verður spennandi að sjá hvort drengurinn höndli allt stuffið.. Gleðilegan Þorlák.....

Dec 21, 2006

Stríðshugleiðingar Geð-Kortsins

Erum á móti stríði. Finnst það asnalegt. An eye for an eye leaves the whole world blind. Flóknara samt hér. Erfiðara. Hér hittir maður mæður, feður og eiginkonur þeirra sem eru “að fórna lífi sínu fyrir frelsið”. Í hjartans einlægni. Berjast við Vonda fólkið til að vernda “hina saklausu”. Hugtök einsog íllska, hatur og frelsi fljúga um vígvöll orðræðunnar, á meðan sprengjur fljúga í Írak. Sprengjurnar bara brúkaðar af meiri íhugun. Flókið að segja “sonur þinn er að fórna lífi sínu fyrir blekkingu”. Sonur sem er sannlega að gera sitt, af þjónustulund við sannleikann og frelsið. Sonur sem deyr og heilagleiki sorgarinnar gerir málstað hans heilagan, þar sem ásetningurinn var góður.
Sama vandamál með 11 sept. Ekki hægt að segja: “ Bill frændi þinn átti skilið að deyja, þar sem þið hafið verið að bullyast útí heimi, og loksins kýldi einhver til baka, og bullyin skítur í buxurnar”. Gengur ekki. Enda varla satt. Auðvelt að dæma og sjá skýrar línur í fjarlægð. Fjarlægðin gerir fjöllinn blá.
Þegar maður heyrir sögur fær maður skilning og samúð. Vandinn er að við heyrum oftast bara þær sögur sem henta þeim sem ráða. Reyni því að heyra sögur hinna. Erfitt að hata einhvern ef þú hefur heyrt söguna hans. Raunverulega heyrt hana. Ómögulegt að dæma. Á við um þjóðir, kynþætti og einstaklinga.

Dec 20, 2006

Heimkoma

Frúin og Draumurinn komu í gær heim til land tækifæranna. Eftir misgóðar eða öllu heldur ókurteisa framkomu landvarða hérna í US and A. Löbbuð skötuhjú í gegnum tollinn með hér umbil heila rollu og mánaðar birðir af malti. Landverðinum skapgóða misbauð mikið hugmyndafræði okkar skandínavíubúa. Sérstaklega fannst henni það ekki sæma að ungar giftar konur ættu karlkyns vini. Sumt fólk á einhverveginn ekki séns.... Kort-feðgar voru himilifandi að sjá liðið og fagnaðrlætin standa enn yfir. Griswold jólatréð var sett upp í gærkveldi og það er geðveikt flott. Myndir af því á morgun. Annars þakkar frúin fyrir góða heimkomu til the old country þar sem fólk er svo liberal að það getur verið í sambandi í mörg ár án þess að íhuga hjónaband (Birgir!!!!!). Fríið var gott og kella náði að hitta hér um bil alla og gera fullt... þangað til seinna.

Dec 14, 2006

Heimkoma


Frúin mætt á svæðið og á fullu að hitta fólk. Svaka fjör þar. Gaman að sjá loksins einhver fokking fjöll. Er með gamla gsmnúmer. Feðgar fíla sig vel og njóta karlafrísins.



Dec 12, 2006

Íslandsferð

Jæja, þá styttist í heimkomu Kort frúnnar til the old country. Brottfaradagur á morgun og koma á miðvikudagsmorgun. Dagskráin er þétt en það mikilvægasta er viðtalstími í US and A sendiráði á fimmtudagsmorgun. Búið er að bóka matarboð eða annað rugl hér um bil öll kvöld. Lítur þó enn út fyrir að sunnudagskveldið sé laust. Spurning hvort frúin geti notað gamla gsmnúmerið - svo sérstaklega í ljósi þess að fxxxxx Ogvodafone er búin að vera rukka Kortfjölskylduna um afnotagjald fyrir hvern mánuð síðan við fórum út.
Á meðan frúin fríkar út á Íslandi verða Kortfeðgar í chilli og góðum fíling. Geðið er hér um bil búið með önnina og því rólegheit hjá þeim feðgum. Þær ætla þó að hitta Jólasvein á miðvikudaginn og keyra út í sveit og ná í jólatré. Þar sem seinasta helgi var svo bissý að tréið varð að bíða. Þann 19 des koma er Kortfrúin væntanlega aftur með lambalæri og Drauminn- fjölskylduvin eða jólastrákinn okkar. Vei vei við erum andvaka af spennu.
Frúin er þó spenntust fyrir því hvort ferðatöskurnar halda öllu góssinu sem vinir og vandamenn á Íslandinu eiga........
p.s. Páll eins gott að þú mætir með MALT

Dec 8, 2006

Jólastemmning

Greinilegt á öllu að jólin eru að koma hérna í Bushlandi sem og annarstaðar. Kort fjölskyldan skellti sér á barnaleikritið Trölli stal jólunum sem var svona þrælskemmtilegt. Frúin átti þó smá bágt þar sem flugveiki eða lofthræðsla spiluðu inní. Þannig var að við sátum á þriðju hæð alveg við svalirnar og því hátt fall. Var þó hugsað til Systu og ástandið skánaði mikið við það. Á morgun er svo parents night á leikskólanum þannig að Björninn er í pössun til 22. Parents nightið er núna hugsað sem tími þar sem foreldrar geta verslað jólagjafir eða farið út með elskunni sinni... að okkar mati- bara cool. Á laugardaginn er svo jólaball á vegum skandinavíu samtakanna hérna í Minneapolis. Við erum öll svaka spennt fyrir því og þá sérstaklega B-Kort þar sem jólasveininn eða jólasveinarnir mæta á svæðið. Svo er stefnan tekin að frumkvæði Geð- Kortsins að keyra út fyrir borgina og finna eitt stykki jólatré (já, alveg eins og í Griswold fjölskyldan í Christmas Vacation). Það á bara eftir að vera gaman. Geðið er hér um bil búin með þessa önn og þá tekur við rétt rúmlega mánaðarfrí hjá Korturunum... Frúin er svo væntanleg á klakann komandi miðvikudag. Það er allt í gangi hérna mar.....Later -gater-

Dec 6, 2006

Ferðatíðindi

Jæja þá er amma pönk farin í bili. Við þökkum henni fyrir komuna og við fyrirgefum henni allt ruglið (ekki nethæft). Þessi heimsókn eins og þær sem við höfum fengið á þessari önn var hin prýðilegasta. Ásamt því að skoða það helsta hérna í Minneapolis þá skelltu Kortin sér yfir í næsta fylki á gamalkunnar slóðir ömmunar en þar dvaldi hún í eitt ár fyrir nokkrum tugum síðan. Wisconsinfylki er í rétt hálftíma fjarlægð frá Minneapolis. Þar var gamli high school ömmunar skoðaður og á einhvern undraverðan hátt kikkaði langtímaminnið inn og amman fann húsið sem hún dvaldi í... ótrúlegt... svo segja sumir að gras og LSD fari illa með heilann.
Heimsóknin í heild var eins og fyrr segir góð í alla staði. Kort fjölskyldan þakkar fyrir sig. Björn Kort þá sérstaklega. Enda var hann hæst ánægður með einkaþjóninn sem amman reyndist seinustu daga.
Eins og alltaf þá bætast við nýjar og þarfar reglur. Nýja reglan er eftirfarandi: Allir frá the old country komi með lamb og flatkökur fyrir Kortfamilíuna.
Það er búið að bæta við nýju albúmi frá Elvislandi
Húsið góða
Amma Pönk fyrir utan High skólann gamla


Dec 2, 2006

Ömmu gestur

Amma pönk er mætt. Kom í gær um kl 18 að staðartíma. Kortin þurftu þó að bíða smá eftir kellu, héldum á tímabili að Amerískir tollverðir hefðu fundi the Icelandic sheep from the old country. Sem betur fer var raunin önnur. Pönkarinn komst áfallalaust í gegn, kann tökin á þessum amerísku laganna vörðum. Eitthvað sem hún lærði í NAM hérna áður fyrr eða kannski frekar síðan á Winsconsins árunum. Við fögnum komu ömmunnar og lambsins. ME me me. Lambið verður étið á morgun. Umh Umh. JR Kort er ánægður með þennan gest en vegna nýtilkomins ótta verður hann að sofa uppí hjá ömmunni. Hann kann á sitt heimafólk. Kortarinn er svalur og ógeðslega skemmtilegur. Kortfrúin er að missa röddina (thanks Ally) sem í sjálfu sér á eftir að vera mjög áhugavert fyrir nálæga. Það eru góða ferðaplön í gangi segjum seinna frá þeim......... verið góð ekki vera með stæla- þá farið þið bara að skæla...

Nov 29, 2006

Almenn kurteisi

Slæmt ástand hér á bæ. Korthjónin liggja í valnum fyrir einhverji ógeðispest. Læknadrusslan hún Aðalheiður ber ábyrgð á þessu að okkar mati. Hingað mætti hún galvösk til að fagna stórafmæli sínu með okkur. Við gáfum henni gjöf og hún gaf okkur einhverja bakteríu eða vírus.. ekki alveg viss hvort var. Allavegna við erum ekki til stórræða þessa dagana. Í þessu tilefni ný regla fyrir gesti... ekki koma með neinar hélvítis umgangspestir frá the old country.
Við getum þó huggað okkur með það að ektamaðurinn áðurnefndra Allýar a.k.a Þórólfur tók ábyrg og kom ekki með Noro niðurgangspestina allræmdu.. Við þökkum honum fyrir það.....

Nov 27, 2006

Road trip


Elvis has left the building!!!!!!!

Kortin eru komin í hús eftir 15 tíma ferðalag eða 956 mílur sem eru sirka 1600 km. Mini vaninn með cruise controlinu stóð fyrir sínu og ferða DVD græjan sá um Junior Kort. Road trip er málið þegar mar er rétt græjaður. Mikilvægt að vera rétt græjaður, ekki gott að fara á trip illa græjaður. Endar sem downtrip og það viljum við ekki.

Memphis er svöl borg, Kortin fóru að skoða Graceland sem var mjög gaman og áhugavert. Ótrúlega flott dæmi og sérstakt að sjá eldheita aðdáendur mætta uppdressaða til að skoða vistarverur kóngsins. Við borðuðum líka geðveikt góða pizzu sem er víst þekkt fyrir það að hafa verið í uppáhaldi hjá Kóngsa. Þar gerðum við okkur grein fyrir því að gæinn varð víst ekki feitur af því að þefa af mat. Þar næst var farið á Civil rights museum sem er ógeðslega flott safn. Þar er meðal annars módelið þar sem hinn kóngurinn var skotin. Því næst var kíkt á Sun Studio fæðingarstað Rokk n Rollsins. Frægu gaurarnir eins og Elvis, Johnny Cash, Jerry Lee Lewis og fleiri hafa tekið þarna upp lög. Einnig var slakað á í góðum félagskap og borðaður kalkún. Kortin þakka þeim hjónum M.E og Rúnari Jensen fyrir gott heimboð.

Á föstudeginum kíktu kortin í búðir. En sá dagur eftir thanksgiving er kallaður black friday vegna þess að þá byrja geðveikar útsölur sem standa oft aðeins frá 5 um nóttina til hádegis. Lið er því rétt að melta þegar það fer að versla--ótrúlegt. B-Kort var heavy ánægður þar sem hann hitti sveinka og sagði honum hvað hann vildi í jólagjöf.... Litli B var heavy flottur og talaði bara við Jóla.

Áhugaverður punktur í lokin: heildarferðalagið var s.s. um 2000 mílur eða sirka 3200 km. Dodginn er stór bíll sem eyðir eftir því en bensínverð hér er djók. Total cash í bensín var 180 dollarar eða um 12500 kr. Pælið í þessum mar--- það er bara verið að taka suma í ósmurt ..........

Nov 25, 2006

Kóngurinn

Kl 6 á fimmtudagsmorgun lagði the Kort family af stað í ferðalag. Sirka 965 mílum (um 15 klst) og sex fylkjum seinna vorum við komin á áfangastað- Memphis, Tennessee. Kortararnir ætla að kíkja á Kónginn og borða thanksgiving turkey.... Við erum í góðum fíling.. ferðasagan kemur seinna......

Nov 22, 2006

Gesta-Rapport

Við höldum að gestirnir séu farnir, reynslan hefur þó sýnt okkur að allt getur gerst. Þannig að við tökum öllu með varúð. Kort famílian er ánægð með komu læknahjónanna. Í okkar huga hafa þau allt það sem góðir gestir eiga að bera. Þau voru með rúmgóðar töskur og vel skipulagða verslunarlista. Þarna var á ferðinni fólk sem vissi vel hvað það vildi, þó svo læknisfrúin mætti taka doktorinn meira til fyrirmyndar þegar kemur að ákarðanna vali í verslunarferðum. Eins sýndu þessir gestir ótrúlega þrautseigju og sigurvilja á að fá sitt fram. Til að mynda þá reyndu þó 3 svar sinnum að komast á BodyWorks sýninguna hérna í St. Paul. Að lokum tókst það. Já við erum einstaklega ánægð með liðið. Í raun þá höfðum við áhyggjur af því hvernig færi. Þar sem þau eru svo húshjálparvön. Áttum við alveg eins von á því að við þyrftum gera allt fyrir þau. En það var nú ekki raunin því þarna er á ferðinni ótrúlega kassavant lið. Lið sem meðal annars gat hellt upp á sitt eigið kaffi og var ekki hrætt við að gefa þjórfé á veitingastöðum. Kortaranir eru sáttir með komuna og þetta lið er velkomið aftur. Komandi gestum er bent á að hafa samband við læknahjónin til að vita hvernig á að haga sér hérna hjá okkur í US and A.
P.s. Það bætist þó einn ný gesta regla við, eins og aðrar reglur er hún tilkomin útaf reynslu.
Gestir-- READ THE FOKKING MANUAL-- ( á þá sérstaklega við brottfaraDAG á flugmiða)

Nov 15, 2006

Jólaákvarðanir

Eftir að hafa skoðað eftirfarandi myndband þá erum við farin að aðhyllast hefðbundin jóla á aðfangadag. Sleppa þessu náttfatasukki. Erindið verður þó ekki afgreitt fyrir en á fjölskyldufundi 21 desember hérna í Minneapolis. Við bíðum spennt.

Pólitík

Mikið í gangi, mikið að gera-gaman að vera-- já, eigum þetta til. Kortsettið miklir rímarar og ljóðaunendur-- með fullar hendur, heheheh. Lífið hjá okkur hérna í Bush-landi sem fyrir viku síðan skánaði mjög mikið við úrslit þingkosninganna. Ekki það að við ætlum okkur að fara tala eitthvað um pólitík á þessari síðu. Gerum okkur full vel grein fyrir því að innan um annars ágætis fjölskyldu og vini leynast einhverjir sem styðja rebúblikana og þar á meðal Bush... já, við Kortliðið erum þekkt fyrir að vera aumingavæn, einstaklega umburðarlynd og alls ekki dómhörð þegar kemur að pólitískum skoðunum fólks. Þar erum við eins og ekta frjálshyggjumenn-við virðum frelsi einstaklingsins -- Áhugaverð þessi tík sem kennd er við pól, ætli það sé komið af enska orðinu poll... fróðir koma endilega með svör, áður en pælingin verður að þráhyggju og allt fer í fxxx. Já, það sem áhugavert er að í sirka sex og hálfsárs samlífi Korthjónana. Hefur pólitík aldrei verið þrætuefni-- það er sérstaklega áhugavert fyrir þær sakir að hjónin hafa hingað til ekki verið samstíga í pólitískum skoðunum... pælið í þessum bata mar. Hjónin eru þó sammála um það í daga að Vestmannaeyingar eru FÍFL. Það er bara þannig. Jæja, það verður ekki talað meira um pólitík á þessari síðu. Nema þá í kommentum frá frú Ágústu og hennar fylgdarliði. jú og ef pólitík tengist afbrotum en þá er það útfrá faglegum áhuga. og já að lokum þegar Hillary Clinton verður forseti.
Kortnefndin

Nov 9, 2006

Jól-ákvarðanir og blackout

Jólin eru að koma hérna í US and A. Það er allavegna verið að skreyta fullt og selja eitthvað stuff tengt því. Í tilefni hátíðar ljós og friðar sem jólin eru þá eru nokkur atriði sem liggja fyrir næsta fjölskyldu fund Kortfamilíunar. Nr. 1 á Kortfjölskyldan að standa í jólakortsgerð ( eitthvað sem aldrei hefur verið gert áður) Nr. 2 er erindi frá Frúnni og minnihlutagaurnum um að þar sem við verðum í USA um jólin þá gerum við þetta eins og í USA. Aðfangadagskvöld verður þá eins og Þorláksmessa og pakkar verða rifnir upp í geðveiki á jóladagsmorgun. Nr 3. Hvað á Kort liðið að gera af sér frá 19 des til 16 jan eða í jólafríinu. Þar sem við erum öll none-innflytjendur þá megum við ekki vinna á þessum tíma. Kosningarétt hafa Geð-Kortið, Lilli-Kort,FrúKort og DraumsKortið. Viðfangsefni Kortfjölskyldunar eru lúxusvandamál-- vonandi haldast þau þannig. Við vitum þó aldrei! Við eigum ennþá eftir að lifa af innrásir tveggja gesta fram að jólum. Við vonum að góðu vættirnir séu með okkur þar eins og annarstaðar.
P.s. þó svo frúin hafi fagnað 10 ára afmæli um daginn fer hún stöku sinnum ennþá í blackout . Talandi um afmæli þá viljum við senda Birni sr og Bjarnþóri-- tillukku með daginn kveðjur

Nov 6, 2006

Ammæli

Geð-Kortið, a.k.a Hjúkkudrusslan, gaurinn með legið, írski folinn und vider eins og við köllum hann. Á afmæli í dag vei vei. Ótrúlegt hvað tíminn líður hratt á gervihnattaröld en samt er alltaf eins og Geð-kortið sé ekkert gamall. Við erum að tala um að gæinn sé rétt 28 ára. Sá tími er nú eitthvað fyrir suma, nefnum engin nöfn (þau byrja meðal annars á A og J). Að vera 28 ára á samt eitthvað fáránlega við Kort Senior. Þið sem þekkið hann og hafið átt í samræðum við kalla vitið hvað átt er við. Þau fleygu orð "þú veist að hann er andlegri en þú" sem hljómuðu fyrir sirka 6 árum. Makeuðu kannski séns á þann hátt að gaurinn er andlegur og þroskaður...... já líklegast er hann rosalega gömul indjánasál eða öllu heldur indjánahöfðingasál. Allavegna okkur finnst hann flottur og við óskum Dúdda til lukku með daginn. Vei vei Við elskum þig---gamli

P.s. Afmælisgjöfin þetta árið frá the Kort group er tveggja daga klaustursferð þar sem lúxus eins og rafmagn og rennandi vatn er af skornum skammti. Frúin og Kort Jr verða heima á fangi imbans og MC sukksins á meðan.

Myndir

Kort feðgar í góðum fílling í MOA
Lilli Kort Pirate

Nov 2, 2006

Góðar fréttir í Bushlandi

Ótrúlegt hvað gerist þegar mar er í góðum fíling. Um daginn var barnapía það eina sem okkur skorti. Um daginn var frúin í netleiðangri, sem aldrei fyrr. Rakst hún á síðu íslenskra snótar sem búsett er í Minneapolis. Spondant eins og frúin á til sendi hún mail- bað um hjálp. Í dag hittum við píuna- ánægðir Kortarar réðu barnapíu í kvöld. Vei vei vei. Reynslan hefur sýnt okkur en og aftur að við fáum nákvæmlega það sem við þurfum, ekki það sem við viljum þó. Nú geta Korthjónin sinnt andlegri heilsu og illness-inu sínu á hverju mánudagskveldi ásamt því að mæta á District fundi 1x í mán. SVONA VILJUM VIÐ HAFA ÞAÐ.
Bættum við linkum á góða félaga og fjölskyldumeðlimi- Reddarinn a.k.a stórvinur, æskuvinur og díler með meiru. Páll, framistaða þessa gæja er vitnisburður um að allt er hægt. Hitt liðið fjölskyldumeðlimir Geð-kortsins. Mannfræðingurinn geðfrændinn sem frúin stendur í ævilegri þakkarskuld fyrir hjálpina við MA ritgerðina hérna um árið. Frambjóðandinn eða Afa-geðkorts frúin. Sú stendur heldur betur í stórræðum þessa dagana. Versgá allesammen

Nov 1, 2006

HH- Halloween og hjálparstarf

Halloween var í dag. Litli Kort ansi spenntur fyrir deginum. Gæinn fór í piratebúning í leikskólann í morgun. Þaðan var farið í háskólahverfið Dinkytown og Trick og Treat-að verslanir sem þar eru. Drengurinn var svo glaður og spenntur fyrir deginum að Kort frúin varð tárvot þegar á leikskólann kom. Kort hjónin fóru seinna um daginn að vinna í áðurnefndu hjálparstarfi Loafs and fishes sem er um öll Bandaríkin. Hjálparstarfið dagsins var að Kortin löbbuðu um og helltu í glös hjá heimilislausum og fátækum á meðan þau borðuðu hollan mat. Þetta var mjög sérstakt og Kort frúin var með hjartað í buxunum fyrstu mínúturnar því sumt liðið þarna var ansi skrautlegt, vægast sagt eða Crimelibrarylegt eins og Systa myndi kalla það. Við lifum bara einu sinni. Að gefast upp var ekki málið! Heldur ákváðum við að þjónusta liðið eins vel og við gátum. Útfrá félags- og mannfræðilegum sjónarhornum hefði verið hægt að gera margar áhugaverðar studíur þarna. Þær bíða betri tíma. Þessi sjálfboðahópur vinnur 31 hvers mánuðar sem gerir 6x á ári. Næst er 31 des og Kortin verða þar. Ótrúlegt, hvað 1 og 1/2 tíma þjónusta við náungann gefur af sér.
Eftir góðu vinnuna var farið með prinsinn í piratebúning í MOA þar gáfu búðir krökkum nammi. Þvílík stemmning og fjöldi. Kortin skemmtu sér vel í dag.
p.s Myndir áttu að fylgja með en eitthvað fokk var á kerfinu. Lögum það á næstu dögum

Oct 29, 2006

Reynsla og Páll

Kort fjölskyldan fór í ferðalag í dag. Fórum í sirka 2-3 tíma frá borginni. Gaman að keyra um fylkið. Erum alltaf að vonast til að sjá einhver fjöll hérna. Engin fjöll í þessari ferð en þvílíkt ferðalag. Fórum á Area assembly, já Páll alveg eins og í þjónustuhandbókinni. Við sátum þarna agndofa og þakklát fyrir að fá að sjá hvernig hlutirnir fúnkerað. Litla Kortið sat allann daginn frá 9 til 17 og var eins og hetja. GSR in the making.... á vetrardagskránni eru nokkrir svona viðburðir. Rosa gaman að fá að upplifa þennan félagskap og sjá action-ið. ´
Eitt voru hjónin sammála um: Páll þú verður að koma með okkur á svona dæmi!
p.s. Þið ykkar sem skiljið ekkert í þessari færslu, sem eru líklegast flest nema Páll + eitt eða tvö önnur nörd. Treystið okkur við áttum góðan dag og við erum cool........

Oct 26, 2006

Family reunion the end

Verslunarferð mæðgana er lokið. Um 1600 í dag var lagt af stað með góssið upp á flugvöll. Sökum töluverðar yfirþyngdar og Constanza-pulls tók flugvallarferðin dágóðan tíma. Allt fór þó vel að lokum og kellur komust í loftið, lof sé drottni!!! eða öllu heldur Visa.
Heimsóknin sem stóð frá föstudagskveldi var einstaklega skemmtileg og allir glaðir og ánægðir með gestina. Rapport á því sem gert var: Verslað í fimmtaveldi- Macys-Rosedale(x2) -MOA-Albertville-Target-Hooters-Bodywork- TheUcampus og kaþólskmessa.
Kort fjölskyldan þakkar Ásthildi a.k.a fries lover og Mútter a.k.a Frank Constanza fyrir okkur. Takk fyrir allt stuffið og fjörið. Sérstaklega erum við ánægð með nýju vallar-handklæðin.
Reynslan hefur sýnt okkur að með hverjum gesti bætast við nýjar reglur. Nýju reglurnar er eftirfarandi:
Gestir make there own fxxxxx cafe en fá þó afnot af Saceo vélinni góðu.
Verslunarglaðir gestir taki með sér too buy lista og shopping shoes. Praktík fram yfir fashion gildir þar.

Oct 22, 2006

FXXXXXX 10 ár

Frúin fyrir 10 árum um morguninn fyrir utan stofnun á Flókagötunni í bíl með Páli æskuvini a.k.a. the díler. Stressuð en þó vel freðin á leiðinni út úr bílnum Hafðu ekki áhyggjur af mér Páll, þau ná ekki að heilaþvo mig! Vá, hvað hún hafði rangt fyrir sér. Viturlegast ákvörðun eða vandræði leiddu til þess að frúin þurfti að leita á náðir íslenska heilbrigðiskerfisins, snilld, þvílík snilld. Það sem fyrir 10 árum leit út fyrir að vera mesta ógæfuspor sem kella hafði stigið. Er í dag það viturlegasta. 23 október 1996 byrjaði ævintýrið. Það sem áunnist hefur: lífsgleði, vinir, samfélag, vinnureynsla, endurnýjun bílprófs, hreint sakavottorð, Saeco espressovél, 1/2 maraþon (x2), stúdentspróf, háskólagráður (x3), heimili, guðmóðir (x2), samband, hjónaband, besti vinur, 3 1/2 ára Kortari, fjölskylda, tengdafjölskylda, minivan, portable uppþvottavél, F2 visa, tattoo, sorg, reynsla, æðri máttur, ÚTHALD og margt margt fleira.
Tíminn er fljótur að líða þegar er gaman. Starfið er skemmtilegt nú er bara að halda áfram. Reynslan hefur sýnt að kella veit hvað á að gera, þó stundum þurfi að minna hana á, til að halda ævinýrinu áfram, í fjöri. Takk takk takk þau ykkar sem hjálpuðu henni að ná tugnum og þeir sem eftir koma. 10 fokking ár!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!
p.s. Til lukku Georg og Þóri T. með tugina. Þórir, ég er þó alltaf í betri BATA!!

Oct 19, 2006

Breytt plan

Vegna ákvörðunar Fox sjónvarpsstöðvarinnar um að broadcasta prison break seríu 2 maraþoni næstkomandi laugardag frá kl 12 pm hérna í Minneapolis. Er öllum ferðalögum, heimsóknum, símtölum og öðrum truflunum frestað um óákveðinn tíma. Kaupsjúkumæðgur sem kenndar eru við Garðabæinn eru vinsamlegast beðnar að kæla vísakortin og snúa sér að næsta Icelandair fulltrúa til að breyta flugmiðunum.
Með kveðju The Kort family.

Ef ég tilskyldum námsþroska næ....

hum hum hum ... samvinnunám er þema í kennslufræði. Hámarksþroski á víst að nást ef nemarnir vinna í hóp. Með þessa speki og vitneskju í huga kemur hér bloggfræðsla sem unnin er í anda samvinnu og kærleika Korthjónanna. Kassinn er góður staður ef maður vill frið og rólegheit. Spurning hvort þroskann sé að finna þar. Við fórum aðeins útúr kassanum okkar. Vitum þó hvar hann er að finna, förum kannski þangað aftur. Þegar við verðum þreytt. Ef við verðum þreytt. Ætli við verðum einhvern tímann þreytt? Höfum lært mikið. Gaman að læra. Vitum þó að við getum fengið úr þessu það sem við viljum. Suma dag viljum við ekkert fá og þá fáum við ekkert.
Líf okkar er harla gott, eina sem okkur vantar er barnapía sem getur passað B-Kort á mánudögum, endilega bendið á okkur ef þið þekkið einhverja góða. Þarf helst að búa í USA, best ef hún býr einhversstaðar nálægt Minnesota.
P.S. gott væri ef barnapían sé ekki í geðrofsástandi né sé dæmdur fellon.

Oct 17, 2006

Partyljón

Laugardaginn var skelltu Kortin sér í Heyride útí sveit. Okkur og um hundrað öðrum var boðið en þetta er einhver bændasiður hérna í Ameríku. Pælingin er að sitja aftan á kerru fulla af heyi. Svona eins og nafnið gefur til kynna. Bóndafólk úr félagskapnum stóð að þessari heyride sem var ansi skemmtileg. Við stefnum á að koma aftur að ári liðnu. Tíminn líður heavy hratt hérna og alveg hreint ótrúlegt að við séum að verða búin með nýliðatímann sem miðast við 90 daga. Næst á dagskrá er shopping æði mæðgnana úr Garðabænum. Spurning hvort við reynum að koma þeim á shopping anonymous fund hérna. Oh, þó nei fólk verður að hafa vilja til hætta og það er mjög hæpið að viljinn sé til staðar.
B-Kort fékk umsögn úr leikskólanum sem er víst eitthvað sem tíðkast hér. Drengurinn er í góðum málum - og þá erum við í góðum málum. Hann meðal annars skorar hátt í því að verða easily frustrated....... kemur ekki á óvart þar sem um arfgengan kvilla er að ræða, sem versnar með aldrinum. Við héldum þó eða vonuðum lengi vel að kvenleggurinn bæri bara þennan kvilla en svo er víst ekki. ----------------over and out

Oct 13, 2006

Menning og læti

Kort familian er félagslynd með afbrigðum og eftir að við fluttum hérna til USA þá höfum við fundið sterka þörf til að svala þessari þörf. Við förum í umburðarlynda og frjálsa Kaþólskamessu á hverjum sunnudegi þar sem klæðskiptingar og annað flott lið syngur og biður fyrir friði og grænni jörð. Geð-Kortið fer einu sinni í mánuði með hóp af fólki, útfrá þessari sömu kirkju, og vinnur eins og maur í mötuneyti sem gefur fátækum og heimilislausum mat hérna í Minneapolis. B-Kort fer daglega í leikskólann og kennir kana drengjunum að taka við almennilegum höggum, að eigin sögn hjálpar hann líka litlum babies að fara í úlpurnar sínar þar. Frúin er skráð á vegum sjálfboðasamtaka við the U til að fara í heimsóknir í barnaskóla viðsvegar um borgina til að kynna Ísland. Nú þegar eru tveir skólar sem vilja íslenskakynningu. Hjónin fara svo á sínar reglulegu samkundur, drekka kaffi, hlægja af fortíðinni. Þar ríkir að sjálfsögðu algjör nafnleynd og trúnaður. Útfrá þessum samkundum verður oft til skemmtilegur félagskapur. Seinustu helgi, áður en hélvítis draumurinn hafði samband, á sunnudeginum var Kort familíunni boðið í Potlock í úthverfi borgarinnar. Partýljónin þrjú ásamt nýrri indjána vinkonu okkar, væri létt að gera bestseller krimma um þann nýja fjölskylduvin, skelltu sér í potlockið. Þetta varð hin besta skemmtun og allir voru í góðum fíling. Alltaf lærum við eitthvað nýtt, leikinn var skemmtilegur partýleikur sem fólst í því að hver gestur átti að skrifa á nafnlausan miða þrjú atriði um sjálfan sig til að deila með öðrum partýmeðlimum. Atriðin áttu að vera partýmeðlimum ókunn. Þegar liðið var á veisluna las gestgjafinn og gestir upp miðana og giskað var á hver tilheyrði hverjum. Leikurinn var skemmtilegur og fræðandi. Sérstaklega áhugavert var fyrir Kort frúnna að komast að því að ektamaðurinn ætti son sem væri 3 og 1/2 ára, væri hjúkka and liked gardening! Til að toppa það skálaði hann með diet pepsi. Geð-Kortið aka the metrokort eins og við köllum hann í dag er hress og stefnir ótrauður á að rækta garðyrkjuáhugamálið að loknu framhaldsnámi sínu. Ef þið hafið eitthvað verið að pæla í útskriftargjöfum þá væri rosa gaman að fá litlar þægilega klóru og góða klippur fyrir rósirnar..
p.s. já annað fxxxxx vesen- þar sem frúin stefnir á að byrja í náminu 16 jan þá þarf að breyta vegabréfsáritun og öðru pappírsrugli... Til að gera alla bjúrakratíu einfalda þar kellan að fljúga heim til Íslands. Komudagur er 12 des, brottför 19 des. Unnur það væri gaman ef þú myndir kannski fæða þarna á milli ef það er ekki vesen?

Oct 12, 2006

Aðskilnaður

Allt gott tekur víst enda!! Drengurinn er farinn. Kort familian kveður drauminn í bili en örvæntir ekki því væntanlegur er hann aftur eftir 2 mánuði. Júllarinn eins og við köllum hann er kærkominn gestur. Í þessari lotu var farið í rándýrar tískubúðir, MC, MOA og science safnið þar sem body works sýningin var skoðuð. Sú sýning er spes þar sem um ekta lík eða líkamsparta er að ræða!! Ansi áhugavert dæmi. Toppurinn var þó þegar draumurinn sem hefur alltaf verið álitin hraustur og þolmikil varð hvítur og þreklaus í extreme outdoor tímanum. Segjum ekki meira um það-- Mottó Kort familíunar það sem gerist í Minneapolis stays in Minneapolis er haldið í heiðri hér.
Bættum þó við nýjum reglum fyrir gesti: Ekki vera með stæla reglan og láta vita af sér þegar mar er að djamma í framandi borg reglan.

Næsta lota af guest byrjar 20 okt....... so it begins!!!!!!!!!!!!!!!!!!!
p.s. þið verðið að afsaka ensku sletturnar en við erum bara alveg að losing the mothers tung hér.

Oct 10, 2006

update

Smá update-- mannfýlann mætti loks til okkar á sunnudagskveldið. Draumurinn fór og djammaði á laugardagskveldið með vinkonu sinni hérna í minneapolis og það var ástæðan fyrir því að drengurinn hringdi ekki hjem. Okkar sjúkdómsgreining er sú að tappinn er haldinn the lonersyndrominu sem kemur út í eigingirni og öðru einsmannsrugli. Allavegna við erum rosa happy að dýrið hafi loksins skilað sér heim. Frúin var farin að hafa miklar áhyggjur, á tímabili var hún viss um að búið væri að stela líffærunum úr tappanum og að hann lægi bara einhverstaðar í Californíu. Við fögnum því að hann hafi komið heill úr þessu og að öll líffærin séu á sínum stað. B-Kort er ánægður með þetta og fílar að vera búin að fá Jósa sinn. Í gær fórum við öll út að borða og til að heyra Californíusöguna. B-Kort sem er orðin stór eða stærri og hefur miklar skoðanir á því hvað hann vill panta. Í gær ákvað hann að franskar-kjúlli og bjór væri málið. Eftir smá umræður við settið komast hann að því að aðeins venjulegt fólk drekkur bjór-- og af einhverjum ástæðum er Kort fjölskyldan og allir sem henni tengjast ekki venjulegir í hans augum. Mjög spes að okkar mati. Orðaforðan hefur gæinn úr sögum Ástríks og félaga. Við verðum upptekin næstu daga við að sinna gestinum, sem felst meðal annars í því að reyna ala hélvítið upp. Við hættum því aldrei, aldrei!

Oct 8, 2006

Have u seen this dude?

Týndi sauðurinn a.k.a Draumurinn
Við eigum von á góðum gesti, öllu heldur hluta af fjölskyldunni. Síðasti hlekkurinn af Kort familiunni, brátt verður fjölskyldan heil. Það er þó eitt problem-- gæinn er týndur við höfum ekkert heyrt af honum síðan hann fór til Californíu á miðvikudag. Við eigum þó von á honum á morgun en ef einhver rekst á hann. Endilega láta hann hringja heim til okkar NÚNA.

Oct 6, 2006

Afmæli

BK með kveðju til framsóknardragsins!!
Palli símavinur okkar með meiru átti afmæli 5 okt. Við notfærum okkur tímamismuninn og sendum honum baráttukveðjur-- húrrey.
Kort familian fagnar ennþá velgengni sinni en við erum miklir fylgendur umbunarkerfa, eitthvað sem Geð-Kortið pikkaði upp frá starfi sínu í geðinu. ( Segið svo að hjúkkur geti ekki gert meira en að veita nærveru). Kerfið virkar þannig að þegar einhverjum áfanga er náð þá fáum við verðlaun... Þessi aðferð virkar ansi vel á JR-Kort, a.k.a. Dýri kort eins og við köllum hann þessa daganna, og ekki síður á settið. Kostir kerfisins er að þrælarnir sem eru þá við, fílum kerfið og reynum að þóknast kerfinu..... við viljum verðlaun!!!! Stundum viljum við þó Vilkó. En oftast verðlaun-- við erum sem sagt verðlaunaorientuð-- samt ekki eins og hundar, því þeir ólíkt okkur hafa ekki hæfileikann til að álykta þeir aðeins tengja. Við aftur á móti ályktum. Hæfnin til að álykta er misjöfn, fer mikið eftir andlegu heilbrigði okkar. Stundum getur ávarp eins og góðan daginn, þýtt akkúrat það en stundum er það neikvætt, persónulegt og án allar virðingar. Reynsla sýnir að ef við erum andlega vel tjúnuð þá verða verðlaunin og allt í kringum það miklu meira.....
Dýri-Kort fékk verðlaun og hann er sáttur (sjá mynd) og þá eru við sátt-------------------------
Margrét frænka --- til lukku með daginn!! Við höfum trú á þér þó svo guðmóðirin sé trúlaus.

Oct 4, 2006

Svona viljum við hafa það!

Gleðin er þvílík hjá Kort familiunni í dag. Hægt að tala um góða þrennu þar. Í fyrsta lagi náði Geð-hjúkku-druslan Nclexprófinu sem hann tók á mánudaginn. Þetta próf sem er ansi snúið er skilyrði hérna í fylkinu til þess að geta starfað sem hjúkka. Geðið er gott og við fögnum því að ein atlaga hafi verið nóg. Vei Vei. Annar stór áfangi er að Kort-JR er hættur að vera baby og hefur því kvatt koppahélvítið-- nú gera menn nr 2 í klósettið.... Vá þvílíkur léttir hjá foreldrunum..... góður skítur þar. Góðu fréttir nr 3 byrjuðu á þessa leið :
Dear Auðbjörg,
I am very pleased to inform you that you have been selected out of a large and highly qualified group of applicants to pursue graduate education at the University of Minnesota. We congratulate you on your fine academic record and hope we will see you in our graduate school here at Minnesota.
Þetta þýðir að fæðingarorlofið svokallaða hjá Kortfrúnni stendur til 16 jan 2007 en þá byrjar skólinn. Námið sem kella er að fara í bíður uppá mikla möguleika en hægt er að skoða það hér. Gleðin er mikil hér á bæ eins og þið getið ímyndað ykkur.
Svona viljum við hafa það hérna í Bushlandi

Oct 3, 2006

Countdown

Við teljum niður hérna í USA. Brátt verður Kort familian fullkomin eða öllu heldur sameinuð eftir tveggja mánaða aðskilnað. Við fögnum komu draumsins a.k.a Júllarinn, stóri brósi og margt fleira. Já, við Kort fjölskyldan eru vinir litla mannsins eða minnihlutahópa. Því ekki nóg með það að J-Kort eigi ættir sínar að rekja til Hornstranda, þá er gæinn líka örvhentur og fyrrum Votta Jehóva. Við erum að tala um mjög spes eintak þarna. Vonandi sleppur hann í gegnum Heimalands security-ið á leið sinni til Ameríku. já, vonandi. Eitt er víst að stúlkurnar í Ameríku eiga eftir að rífa tappann í sig... eins gott að við getum falið hann í mini-vaninum. Í dag eru 5 dagar í dúdda og við eru andvaka af spennu.......
p.s. smá lagfæringar á tenglastuffinu, reyndum að henda bauninni út, gátum það ekki, bættum svo við einni efnilegri sem gæti vel slegið í gegn+ plús að breytt var um titil hjá leigjandanum, köllum hana í dag upplýsingafulltrúann.

Oct 2, 2006

Helgin- maraþon

Góð helgi hjá Kort familiunni. Chill helgi. Geð-Kortið heiðraði bókasafnið með nærveru sinni á meðan hin Kortin skelltu sér m.a. í bíó fyrir 4 fxxx dollara total. Þegar það er svona ódýrt í bíó þá munar ekki um það að labba út þegar yngra kortið nennir ekki meiru. Á sunnudagsmorguninn byrjaði litla Kortið í sunnudagskóla á vegum kirkjunnar. Þessi sunnudagskóli byggir á Montessori stefnunni með dash af kaþólskustöffi. B-Kort var mjög ánægður með skólann, sérstaklega leist honum vel á kastalann eða modelið af Jerúsalem. Annars er gæjinn greinilega farinn að skilja það sem sagt er við hann. Stundum svarar hann á ensku.. litli karlinn. Í dag var svo maraþon hérna í minneapolis sem hefði verið mjög gaman að taka þátt í og hver veit, kannski einhvern daginn. Frúin tók þó þátt í einu góðu maraþoni í dag en þannig er að ein af uppáhalds TV-stöðvunum okkar var með SVU- Law & Order maraþon í dag-- pæliði í því, mar gæti sem sagt horft á strait í 2 sólarhringa... sem betur fer eru góð auglýsingahlé þannig að mar nær að sinna léttum heimilisverkum, taka á móti póstsendingum og svara símtölum frá Íslandi-- geðveikt erfitt líf hérna.